20.1.2010 | 06:56
100 álit - 100 álitsgjafar.
Ég hef ekki talið sama allar þær skoðanir og álit á máli og málsmeðferð sem komið hafa fram í Icesave.
En einhvernvegin er tilfinningin sú að minnsta kosti 100 "fræðingar" hafa sagt skoðun sína opinberlega og fjölmiðlar telja skyldu sína að segja okkur frá hvað þeir hafa fram að færa.
Gallinn við þetta fyrir okkur óbreyttan pöpulinn er að þessi álit og skoðanir eru ekki færri en álitsgjafarnir og við fáum í sífellu ný álit og nýjar skoðanir og maður eiginlega hrekkur við ef einhverjir þeirra eru sammála og almenningur verður sífellt ruglaðri í ríminu.
Það er ljóst að kynning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera vönduð og skiljanleg.... takk fyrir.
Ber að vísa Icesave-málinu til Evrópudómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hversu margir sérfræðingar, þá sérstaklega erlendir, hafa að undanförnu mælt Icesave-nauðunginni bót samanborið við hina? Þeir eru ekki margir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.1.2010 kl. 07:24
Hjörtur... Moggi er duglegur við að birta slík álit... legg til að þú lesir fleiri fjölmiðla með opnum huga og augum.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.1.2010 kl. 07:53
Icesave málið hefur verið martröð fyrir þjóðina. Faír vita hvernig það hófst annað en yfirlýsing Sigurjóns Árnasonar um að Icesave væri „tær snilld“. Vissi hann að það væri hægt að klína þessu klúðri þeirra á vinstri flokkana? Það skyldi þó aldrei hafa verið en þokkapilti þessum treystandi að hafa talið það!
Það er alltaf mikil tilhneyging að einfalda mjög flókin og erfið mál. Hvorki Jóhanna né Steingrímur bera eðlilega enga ábyrgð á falli bankanna og það er ómerkilegt rugl að klína sökinni á þau.Þetta Icesave mál er engin undantekning og hefur öll einkenni þegar verið er að hengja bakara fyrir smið. Einfaldur flötur er ekki til á þessu máli, hvorki hvítur eða svartur. Ljóst er, að íslensku bankarnir áttu umtalsverðar eignir erlendis fyrir hrun sem og þeir aðilar sem komu nálægt hruninu og grófu freklega undan bönkunum. Rannsóknin á bankahruninu beinist m.a. að því hvað hafi orðið af öllum þessum gríðarlegu eignum. Ríkisstjórnin er að reyna að greiða úr þessari flækju m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga en á meðan er hamast á henni af stjórnarandstöðunni eins og óðir menn og sífellt kallað Úlfur, úlfur!
Margir í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum hafa ekki hreinan skjöld þó þeir telji svo. Hvernig er með varformann Sjálfstæðisflokksins? Voru þau hjón ekki með 2ja milljarða kúlulán til að braska með hlutabréf í einum hrunbankanum? Og formaðurinn? Eru nánustu ættingjar hans ekki flæktir í gríðarleg fjárfestingamistök í Dubai og annars staðar? Og borgarstjórinn í Reykjavík sem þiggur stórfé úr Landsbankanum til prófkjörs fyrir 4 árum. Er þessu fé vel varið? Og hvernig er með Framsóknarflokkinn? Þar blasir ekki síðuir við. Búið að ganga endanlega frá Brunabótafélagi íslands sem í meira en 90 ár færði eiganda sínum hagnað og byggði auk þess upp brunavarnir í landinu meira og minna? VÍS, Exista og SÍS veldið frá fyrri tíma. Allt er þetta meira og minna orðið að gjalti í höndunum á þessum voðalega braskaralýð.
Vonandi áttar fjöldinn sig á því að við VERÐUM að endurheimta þessar eignir bakanna erlendis og sjálfsagt er að þær standi til fullnustu skulda vegn Icesave.Með því að hafna Icesave erum við að taka mun meiri áhættu en nauðsynlegt er. Við getrum alltaf tekið þessa samninga við Breta og Hollendinga upp síðar reynist þeir vera okkur um megn enda eru þeir mjög ósanngjarnir hvað þetta varðar. Um það snýst ekki aðalatriðið heldur hitt, að við verðum að stemma á að ósi, hafa upp á þessu gríðarlega fé og koma lögum yfir þá sem ábyrgð bera.Það kunna að vera fleiri en bankastjórar og aðrir hrunmenn: Þeir erlendu aðilar t.d. sem ráðlögðu Landsbankanum að auka innlán í ársbyrjun 2008, hver er ábyrgð þeirra sem öttu bankastjórunum út í fenið? Þarna er um að ræða matsfyrirtækin en þau lifa góðu lífi í fjármálaheiminum og starfa ekki alltaf eins og við væntum af þeim. Þau eru hluti af þessum kapítalisma heimi sem við jú tilheyrum.Við verðum því að doka og sjá hvað kemur út úr skýrslunni hans Páls Hreinssonar og félaga hans núna um mánaðarmótin.Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2010 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.