6.1.2010 | 12:39
Fjármögnun í uppnámi ?
"Framkvæmdir við gagnaver Verne Holding hafa verið stöðvaðar. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að tugir iðnaðarmanna, sem hafa verið við störf við mikla uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins, hafi fengið bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós."
Er þetta enn ein afleiðing óvissunnar sem forsetinn bjó til með að neita undirskrift. Fjármögnun framkvæmda á Íslandi er að sjálfsögðu í uppnámi og ekki undarlegt þó þetta verk stöðvist.
Þetta gæti kostað langan tíma ... með tilheyrandi tjóni.
Takk fyrir forseti.
Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gæti þó ekki verið að þetta sé gagnrýni á ríkisstjórnina þína að hafa ekki klárað fjárfestingasamninginn við þá eins og kom fram í hádegisfréttum RUV ?
Hvergi var minnst á forseta eða icesave. Heldur bætt um betur og sagt að þeir myndu halda áfram um leið og Alþingi klárar að staðfesta samninginn.
Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 12:45
Carl... reyndu þetta ekki
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 12:49
Kynntu þér þá fréttirnar um þetta mál betur og þú sérð ljósið.
Þá þarftu ekki að reyna að ljúga þessu upp á aðila sem eiga það ekki skilið. :)
Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 12:51
Það er eingöngu verið að spila með taugaveiklaða ríkisstjórn til að gefa enn meiri skattaafslætti og aðrar ívilnanir.
Sturla Snorrason, 6.1.2010 kl. 12:53
vá hvað ég er orðin þreytt á svona vitleysu! ástæðan eru fjárfestingarsamningar og rafmagn... ríkisstjórnin vill hvorugt gera... ef þetta er ekki rétt hjá okkur Carli hvernig stendur á því að verktakarnir voru látnir vita af þessu í gærmorgun áður en Ólafur Ragnar synjaði icesave???
Gunnhildur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:05
Þetta er sem sagt þeim að kenna, sem ekki vilja gera samning við fyrirtæi, sem er að hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Sigurður M Grétarsson, 6.1.2010 kl. 13:23
JIC. Það er alltaf sömu pólitísku túrvekirnir í þér. Ef skammtímaminnið þitt væri ekki svona dapurt hefðir þú áttað þig á því, að þetta er búið að vera fréttum undanfarnar vikur? Þetta mál eru búið að vera í uppnámi síðan í sumar og verið unnið í hægagangi á meðan ríkisstjórnin þín átti að vera klára sín mál. En auðvitað mátti hún ekkert vera að því, hennar eina hugsun undanfarna vikur og mánuði er að komast inn í ESB.
Innlent | Morgunblaðið | 10.8.2009 | 11:00
"Hefur vinna við samninginn aðeins dregist á langinn í sumar. Gerð svona samnings, þar sem stjórnvöld heita ýmiskonar stuðningi og ívilnunum, er afar mikilvægur fyrir bæði Verne Holdings og viðskiptavini félagsins. Hefur hann verið skilyrði af hálfu viðskiptavinanna, þannig að rekstrarumhverfið á Íslandi liggi fyrir áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um þátttöku í gagnaverinu. Samningurinn þarf ennfremur að fara fyrir Alþingi, sem og að vera borinn undir ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, eins og annar ríkisstuðningur."
Enmitt vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert gerst annað en að hægt hefur verið á verkefninu smátt og smátt.
Hverjum skyldi það vera að þakka?
Hugsaðu málið, - ef þú ert á annað borð fær um það.
Benedikt V. Warén, 6.1.2010 kl. 13:23
þú smell passar inn í hópmyndina Jón Ingi enda á leið í framboð
Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 13:50
Þetta er sem sagt þeim að kenna, sem hafa haldið ríkisstjórn og Alþingi uppteknu seinustu mánuði með málþófi og lýðskrumi í Icesave málinu.
Sigurður M Grétarsson, 6.1.2010 kl. 13:59
Stjórnarformaður Verne Holdings, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir.
Þetta er nátturulega týpískt af samfylkingarstuðningsmönnum að reynja hengja ice-save á þetta eins og allt annað, þeir eru nátturulega ekki meira inní málunum en það.
Væri nátturulega ágætt ef síðueigandi myndi nú reyna nota amk annað heilahvelið áður en hann ritar hverja vitleysuna á fætur annarri hérna!
Gummi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:36
Legg til að strútarnir hérna lesi þessa frétt líka.
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/06/fjarfestar_a_flotta/
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 14:49
Jón Ingi þessi frétt sem þú núna bendir á hefur ekkert með þetta ósanna blogg þitt sem verið er að commenta á.
Það breytir þó ekki því að flestir gerðu sér vel grein fyrir því að staðan yrði alvarleg við neitun Icesave, fólk var einfaldlega bara til í þann slag.
Það besta sem gæti gerst nú er að mynduð verði þverpólitísk nefnd sem klárar þetta icesave mál í sátt og ríkisstjórnin hætti þessum endalausu hótunum og fari að vinna að þessu máli í sameiningu en ekki þykjast geta gert allt ein.
Hún þarf ekki einu sinni að segja af sér ef henni farnast að vinna saman í þessu máli.
Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 14:55
Carl.. hvað meinar þú ósanna ?? ( Fjármögnun í uppnámi ? )... þetta er sett fram sem spurning.. vantar bara svör sem mark er á takandi.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 15:22
Þú staðhæfir í blogginu sjálfu að þetta verkefni sé stopp út af fjármögnun.
Þér væri nú frekar nær að leiðrétta það frekar en að fara undan í flæmingi.
Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 15:26
Hvar ???
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 16:37
Kynntu þér málin áður en þú fullyrðir eitthvað um þau. Það er góð regla. Þu veist augljóslega ekkert hvað þú ert að tala um. Ekki vera svona paranoid.
Óli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:55
Það eitt að sjá öldu gleði hér í bloggheimum (langt, mjög langt síðan það gerðist síðast) er staðfesting fyrir mig um að Ólafur hafi breytt rétt !!
En smámunir eins og vilji þegnanna sem landið byggja hafa sjaldan skipt ykkur "gerfi"félagsmálaflokkana nokkru máli og varla farið þið að breyta því úr þessu.
Bretar eiga góðan bandamann í ykkur !!
Það eitt er víst.
P.S
Ég er EKKI xD maður, ég er fyrst og fremst Íslendingur.
runar (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:54
Bíða eftir fjárfestingasamningi.
Anda með nefinu.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.