Fíflagangurinn í hnotskurn.

 

"Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru þrjú kíló af hvalkjöti og öðrum hvalaafurðum flutt út frá Íslandi á tímabilinu janúar til nóvember á síðasta ári. Nánar til tekið eru það vörur í tollskrárflokknum „Nýtt eða kælt hvalkjöt og aðrar hvalaafurðir.”

Ég hef verið úthrópaður í bloggheimum fyrir að hafa þá skoðun að hvalveiðar við Ísland væri rugl og vitleysa.

Nú sannast það sem ég og fleiri höfum sagt.. þetta kjöt selst aldrei og auk þess skaðar þetta málstað Íslands í heiminum og við megum illa við meiru af slíku þessi misserin.

Og svo væri fróðlegt að vita hverjir borguðu veiðar og vinnslu í sumar og haust. Og svo kostar væntanlega tugi milljóna að geyma óseljanleg tonn af hvalkjöti í geymslum árum saman.

Nú bannar sjávarútvegsráðherra veiðar næsta sumar..enda til einskis að drepa dýr til að eyðileggja kjötið í geymslum.

 


mbl.is Lítið selst úr landinu af hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar

þvílík steypa að hjá fráfarandi ráðherra. Engu líkara en honum hafi langað til að eyðileggja fyrir okkur. Er það komið á hreint að hvalveiðar verði bannaðar?

Unnar, 6.1.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hrefnan selst vel hér innanlands

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 11:18

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einhver snillingurinn á Hagstofunni hefur eflaust það hlutverk að fylgjast með þessum tölum. Líklega er þetta sýnishorn eða þá að einhver hefur keypt kjöt beint. Það er rétt að benda þér á það Jón Ingi að hér á Akranesi höfðu þessar hvalveiðar mikið gildi. Um 40 manns unnu við vinnsluna hér og það fólk kom nánast allt af atvinnuleysisskrá. Enn fleiri voru að vinna í hvalstöð og síðan áhafnir bátanna. Iðnaðarmenn héðan fengu mikla vinnu við viðhald tækja og svona mætti lengi telja. Ég er ekki í nokkrum vafa að Kristján Loftsson er búinn að tryggja sölu á þessu kjöti. Fyrir utan það hve umhverfisvænar þessar hvalveiðar eru og jákvæðar til að halda jafnvæginu í hafinu. - kveðja norður og gangi þér vel í prófkjörinu en það myndi lítið þýða fyrir kollega þína hér að koma með þennan hvalamálstað í prófkjör.

Haraldur Bjarnason, 6.1.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gunnar.. það er verið að tala um veiðar á langreyði... til útflutnings.

Haraldur.. hversu lengi hafa menn við framleiðslu sem ekki selst.. ??

Kristján Loftsson... jaaa

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

vinnu ... átti að vera þarna líka

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2010 kl. 12:45

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru hrefnuveiðar ekki hvalveiðar??  Þú segist á móti hvalveiðum

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband