5.1.2010 | 16:24
Dómgreinarlaus forseti.
Sorglegt að sjá hvernig Ólafur Ragnar er leiksoppur manna sem hafa safnað undirskriftum á netinu... undirskriftum sem eru ekki að segja það sem við á í þessu máli.
Flestir sem undirrita þessa lista eru að mótmæla því að við borgum Icesave. Auðvitað mun þjóðaratkvæðagreiðsla ekki snúast heldur hvort breytingar á lögum frá því í ágúst taka gildi. Í þeim lögum skuldbindum við okkur að gangast við skuldbindingum Íslands og ganga frá málum við þau lönd sem töpuðu fjármunum á hrunbönkunum.
Viðbrögð erlendis láta ekki á sér standa og ljóst að Ísland er komið í vonda stöðu og hætt við að vandi okkar aukist enn... mikil er ábyrgð þeirra sem leiddu þennan blekkingaleik.
"Weekers segir að Íslendingar telji Hollendinga nægjanlega góða þegar þeir þurfi á peningum að halda en þegar komi að skuldadögum þá neiti þeir að greiða. Ég hef fengið nóg af þessu." Hann gengur jafnvel svo langt að segja að Hollendingar eigi að slíta viðskiptasambandi við Íslendinga og hefur flokkur hans farið fram að Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, komi til viðræðna á hollenska þinginu um þann möguleika."
Hræddur er ég um að seiðið sem við súpum af hugleysi forsetans verði beiskt..
Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óla grís er mest umhugað um að vera í sviðsljósinu og skapa "legacy" fyrir sjálfan sig. Almenningur, atvinnulífið og almenningur í landinu eru greinilega ekki ofarlega á listanum hjá honum. Enda er hann vel launaður og fær a.m.k. milljón á mánuði þegar hann fer á eftirlaun. Óvissuástandið sem hann skapar skiptir hann engu máli. Skríllinn má bara naga grjót.
drilli, 5.1.2010 kl. 16:40
starf Forseta Íslands er ekki flókið, hann hefur það einfalda starf að tryggja það að vilji þjóðarinnar sé ofar vilja ríkisstjórnarinnar, þetta er bundið í lögum, að hann hundsi vilja fjórðung kjósenda um að fá að kjósa um þetta mál myndi einfaldlega vera brot í starfi, hann væri að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að skrifa undir þar sem það var greinilega ekki vilji þjóðarinnar að þessi lög taki gildi.
ef Forsetinn hefði skrifað undir þá væri hann huglaus og enganveginn starfi sínu vaxinn, en að hann þori að beita neitunarvaldi sínu í samræmi við vilja þjóðarinnar er aðdáunarvert, meirasegja gegn fyrrum pólitískum félögum sínum sem hefur eflaust gert þetta enn erfiðara fyrir hann.
ef þú skoðar erlendar fréttir af þessi og bloggfærslur frá bretum td. þá kemur greinilega í ljós að stór hluti breta finnst alveg fáránlegt að við skyldum yfir höfuð vera rukkuð um þessa peninga þar sem þetta voru einkafyrirtæki og ekki á ábyrgð ríkis og þjóðar.
ef þú ætlar að vinna við stjórnmál reyndu þá að kynna þér málin en ekki vera með svona barnalega sleggjudóma og níð gegn Forseta vorum sem þjóðin kaus einum rómi til að standa okkur að baki og verja stjórnarskrárbundinn rétt okkar.
Daníel Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 16:42
Hvaða hugleysistal er þetta ? Kvóta svo einhvern random Hollending og gerir í buxurnar ? Hversskonar hugleysi er það ?
arnar helgi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:42
Sæll og blessaður Jón Ingi.
Mig langar að benda þér á færslu sem ég setti inn á bloggið mitt, hún varðar þig aðeins.
Þú getur varla ætlast til að mark sé tekið á þér eftir þessa færslu? Ég vona að þú sért að grínast? Forsetinn er að fara að ákvæðum stjórnarskrárinnar og það er ástæða til. Það getur vart talist dómgreindarskortur að heiðra stjórnarskránna er það?
Mig langar að benda þér á að með því að undirrita áskorun til forsetans um að synja lögunum fólst ekki á neinn hátt neitun um að borga af Icesave. Í því fólst að ganga ekki að þeim óviðráðanlegu kostum sem lagabreytingin á gildandi lögum um ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda. Með það fyrir augum skrifaði ég undir áskorunina.
Mér sýnist þú hafa gleypt áróðurspillur Samfylkingarforystunnar alveg hráar með húð og hári, talandi um hræðilega afleiðingar synjunar forsetans á lagabreytingunni. Verður eitthvað verra ástand hér en það er nú þegar eða verður ef lagabreytingin verður samþykkt?
Jóhanna og Steingrímur eiga alveg eftir að útskýra fyrir pöpulnum hvaða hræðilegu aðstæður eiga eftir að verða hér á landi ef þessum lagabreytingum verður synjað af alþjóð. Þau eiga líka eftir að útskýra yfir pöpulnum hvaða aðstæður eiga eftir að vera hér á landi ef þær verða samþykktar.
Ég tel að á Íslandi verði mun betra ástand ef við látum greiðslukjör núgildandi laga um ríkisábyrgðina nægja heldur en ef við hendum fyrirvörunum út í hafsauga með þessari lagabreytingu. Það er betra að eiga eitthvað smá til skiptanna heldur enn ekki neitt. Það seinna verður raunveruleiki af lagabreytingin verður samþykkt.
Hafðu það gott í sköflunum fyrir norðan góði.
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:54
Þú ert með þessu að fullyrða að yfir 70% þjóðarinnar sé dómgreindarlaus, þú átt greinilega ekkert sameiginlegt með þessari þjóð og ættir þar af leiðandi að flytja úr landi og til einhvers lands sem er forseta sem er með dómgreind.
Jóhann Elíasson, 5.1.2010 kl. 16:59
Það er til skammar að birta svona dónalega færslu um Forseta íslenska lýðveldisins.
Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 17:01
Ég skrifaði undir hjá Indefence á þeirri forsendu að nú þegar væri til staðar samningur sem kvæði á að við myndum borga, með sæmilega eðlilegum skilmálum. Afhrakið sem verið var að troða í gegn núna var samingurinn í óbreyttri mynd, hefðum þá alveg getað samþykkt hann strax 2008 og sparað okkur nokkrar millu.
Þetta er einfalt, fólk vill sjá lausn á málinu, gera upp syndir víkinganna við umheiminn, en það vill ekki vera kúgað til að samþykkja samninga sem að ekki einu sinni Íslensku bankarnir myndu bjóða viðskiptavinum sýnum....svo slæmir voru þeir!
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 5.1.2010 kl. 17:12
Þetta blogg þitt er talandi dæmi um af hverju ég mun aldrei kjósa Samfylkinguna. Ég snerist frá hægri flokkunum og reyndi að lenda einhverstaðar á miðjunni en það eina sem þar stóð var ykkar stórfurðulegi flokkur sem einkenndist af upplausn og ESB. Ég endaði því með að smella mínu atkvæði á ofvaxna karlabarnið.
Þið megið ekki vera svona huglausar gungur kæru samfylkingarmenn. Þótt að stórir evrópumenn séu pirraðir út í okkur þá þýðir það ekki að þið þurfið að gera í bleyjurnar.
Þeir eru pirraðir og verða pirraðir af því við skuldum þeim peninga og erum ekki að gera eins og þeir segja... Hinsvegar fá þeir borgað ef þeir taka skilmálum þjóðarinnar. Nú er bara að bíta á jaxlinn og vera stór strákur og hætt að vera hræddur við evrópukallana.
helgi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:15
Minnihluti kjósenda skoraði á forsetann að skrifa ekki undir lögin. Hvað gerir meirihlutinn?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 5.1.2010 kl. 17:23
Jón Ingi, værir þú sáttur við það ef fólk segði að þú værir dómgreyndarlus?, það er engin að tala um að borga ekki, og það veist þú vel sjálfur, eða hefur þú ekkert fylgst með, þá skaltu kinna þér málinn, ef forseti Íslands hefði skrifað undir samninginn hefði hann ekki staðið með þjóðini, hvað táknar það spáðu í það!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 5.1.2010 kl. 17:49
Með fullri virðingu ef forsetinn eða menn eru að tala um að þetta sé vilji þjóðarinnar að fá að kjósa um þetta því 50þ til 60þ hafa skrifað nafn sitt á lista INDEFENCE þá er það asnaleg afsökun því við erum jú 320þ og ef fleyri vildu hafna þessum lögum væri miklu fleyri búnir að skrá sig á þennan lista en ég held og vona að við samþykkjum þessi lög svo þessi óvissa vonandi hverfi því ef ekki þá munn krónan hrynja meira og skuldir heimilina aukast! Þótt þetta leyðindarmál sé ekki almeningi að kenna er þetta því miður orðið að ríkisábyrgð sem að ég held að sjálfstæðisflokkurinn hafi skrifað undir en ætla ekki að fullyrða.En svo gaf áramótaskaupið góða mynd af því þegar Steingrímur var að þrífa upp skítinn eftir aðra...Enda er ég viss um að hann sé bara að reyna lámarka skaðan sem er því miður mikill..Ísland verður að borga þessa skuld allveg eins og Þjóðverjar gerðu eftir seinni heimstyrjöld og Argentínumenn þurftu að gera og ekki var það fólkinu í þessum löndum að kenna hvernig fór heldur eins og hér fáeinum mönnum sem höfðu missnotað vald sitt...Svo að lokum þurfa margir íslendingar að læra að kjósa ekki bara kjósa sinn flokk því maður hefur alltaf verið þeirra meginn eða vegna hatturs heldur að kjósa eftir þeim árangri sem flokkarnir hafa náð hverju sinni!!!
Ingi þór Stefánsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:08
Ef Jón Ingi þú hefur á röngu að standa og synjunin verður þjóðinni til góðs og við náum betri samningi ætlar þú þá að biðjast afsökunar á orðum þínum undanfarnar vikur og mánuði.
Þorvaldur Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 18:09
ÓRG tekur gríðarlega áhættu með þessu. Hann hefði mátt neita flestum öðrum lögum staðfestingu en ekki þessu sem byggist á að við erum að reyna að bjarga efnahag landsins. Með þessu hyggst hann kappkosta að bjarga hagsmunum en setja mun meiri hagsmuni í hættu en þörf er á. Icesafe er aðeins 20-25% af erlendum skuldum þjóðarinnar!
Afleiðingin lætur ekki á sér standa: Við erum kominn í ruslflokkinn aftur hjá Fitsch og viðskiptaheimurinn lætur ekki á sér standa með viðbrögð.
Braskaranir fagna þessari niðurstöðu og það hlakkar í formönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Nú geta þeir báðir Bjarni og Sigmundur lagt til að Ólafur Ragnar verði gerður að heiðursfélaga þessara umdeildu hrunflokka!
Sorgarkveðjur norður heiðar!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2010 kl. 18:10
flott Eyjólfur þetta er málið koma svo og kjæra þá seku svo að þeir fái almenilegan D'OM
gisli (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:19
Varst það ekki þú sem skammaðir mig fyrir að tala um forsetann af vanvirðingu? Fyndið!
Stefán Friðrik Stefánsson, 7.1.2010 kl. 02:25
Enginn er fullkominn. Getur ekki öllum orðið á í messunni? Er ekki mannlegt að skipta um skoðun þegar í ljós kemur að sú fyrri var röng?
Mér sýnist af lestir Fréttablaðsins í dag að þeir Bjarni Benediktssonn og Sigmundur Davíð séu komnir niður á jörðina aftur og eru núna sammála aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Og Kristján ykkar fyrrum bæjó á Akureyri tekur í svipaðan streng í viðtali í sjónvarpinu í gær.
Sem betur fer hættu menn að stökkva fyrir borð þjóðarskútunnar en upp kom hugmynd að slíta stjórnarsamstarfinu. Oft er talað um að keðjan slitni um veikasta hlekkinn. Veikleiki vinstri stjórnarinnar sem oft var talað um, kemur núna fram sem styrkleiki hennar enda er engin önnur ríkisstjhórn líklegri en til betri árangurs en þessi: að þrífa til eftir Frjálshyggjuna og einkavæðingu bankanna. Alla vega eru bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vanhæfir í þessu hreinsunar- og endurreisnarstarfi sem nauðsynlegt er. Hvarvetna er einkavinavæðingin að flækjast fyrir sem ekki er gott í litlu samfélagi!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.