Ríkisstjórnarflokkarnir tapa allir í nýjum Þjóðarpúlsi.

2020 feb gallupMesta breytingin frá síðustu könnun er á fylgi Samfylkingarinnar, sem eykst um fjögur prósentustig milli mælinga, úr 14% í 18%. Fylgi Viðreisnar minnkar um tvö prósentustig en rúmlega 10% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða.

 

Ný Gallupkönnun sýnir litlar breytingar nema Samfylkingin bætir verulega við sig. Þó má lesa úr henni nokkrar vísbendingar.

Samfylkingin er að styrkja stöðu sína verulega.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir fylgi frá síðustu könnun og frá kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er á róli við 20 %, Framsókn er í útrýmingarhættu komnir undir 7%. Vinstri grænir komnir í fasta stöðu við 10% markið. Ljóst að þeir munu tapa miklu í næstu kosningum enda fer þjónkun þeirra við Sjálfstæðisflokkinn ekki framhjá kjósendum þeirra.

Miðflokkur og Viðreisn tapa nokkru frá síðustu könnun en Píratar bæta sig.

Sossar og Flokkur fólksins ná ekki inn mönnum.

Reynar er árangursleysi Sósalistaflokkins áhugavert því þeir hafa haft sig mjög í frammi. Kjósendur virðast ekki vera að falla fyrir þeirra málflutningi, líklega eru svona gamlar kommalummur ekki í takt við nútímann. Flokkur fólksins dó með brotthlaupi hluta þingmanna þeirra í Miðflokkinn.

Hvort væri svo þægilegt að mynda framsækna miðjustjórn úr þessu á eftir að koma í ljós.


Bloggfærslur 4. febrúar 2020

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband