Glerárgötunni verður að breyta.

Verstu gatnamótin á Akureyri liggja bæði yfir helstu umferðargötu bæjarins, Glerárgötu. Það eru annars vegar gatnamót Glerárgötu/Hörgárbrautar og Tryggvabrautar/Borgarbrautar og hins vegar Strandgötu og Glerárgötu. Undanfarin fimm ár hafa 20 hættulegustu gatnamót landsins öll verið á höfuðborgarsvæðinu en Samgöngustofa mælir það með tilliti til slysa með meiðslum. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Fyrir tæpum áratug var samin skýrsla m.a. um nauðsyn þess að taka Glerárgötuna í gegn með sýn á umferðaröryggi.

Oddeyri austan Glerárgötu uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð.

Þar var lögð áhersla á að taka götuna niður í tvær akreinar með tilliti til umferðaröryggis og uppbyggingu miðbæjar.

Það mundi gjörbreyta aðstæðum á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu.

Gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu eru vandræðagatnamót og þar þyrfti að vera forgangsmál að færa Tryggvabrautina niður, í dag er hún breiðstræti með óljósum umferðastýringum.

Þegar er verið að vinna í lagfæringum á Glerárgötu við Gránufélagsgötu og víðar.

Þegar ég var formaður skipulagsnefndar á árunum fyrir 2010 var gott samkomulag um þessar breytingar við Strandgötu en síðar ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að vera á móti þeim hugmyndum. Líklega til að finna sér ásteytingsstein og gagnrýni, enda voru þeir í meirhluta þegar skýrslan frá 2010 var unnin en voru þá komnir í minnihluta.

Nú hefur sá málflutningur okkar af brýn nauðsyn væri á að breyta Glerárgötunni er staðfestur.

Komin á lista með hættulegustu götum landsins.

Vonandi verður þetta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn láti af þvergirðingshætti sínum og taki afstöðu með hagsmuni bæjarbúa og öryggsmála að leiðarljósi.

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband