Vinstri grænir hafa tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í öllum málum.

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, for­maður atvinnu­vega­nefndar og þing­maður Vinstri grænna, segir eðli­legt að veiða hval hér við land og telur orð­spor Íslands ekki hafa skað­ast af slíkum veið­um. Þessi við­horf stang­ast á við sam­þykkt Vinstri grænna á flokks­þingi árið 2015 þar flokk­ur­inn lagð­ist gegn hval­veið­um.

Á fáeinum mánuðum hafa Vinstri grænir tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í flestum málum og þeira eigin flokksþingssamþykktir látnar víkja.

Nú hafa þeir síðast tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins að láta flokksgæðinginn Hrein Loftsson hafa einkarétt á að stunda einkasportið sitt, að veiða stórhveli.

Það er stórfurðulegt að sjá VG taka upp hanskann fyrir hvalveiðar við Ísland. Auðvitað eru þeir bara að þóknast Sjálfstæðisflokknum sem vill að þeirra útvalinn flokksgæðingur sé til friðs og rólegur.

Ég var svolítið hissa að sjá forsætisráðherra mæta á fund Nató, það var næstum óhugnlegt að átta sig á hvert flokkurinn var kominn.

Við eigum von á ýmsu öðru frá VG næstu mánuði, nú er komið að því að gleypa stóru mál Sjálfstæðisflokksins og miðað við reynslu síðustu mánaða verður það ekki vandamál.

 


Bloggfærslur 18. ágúst 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband