Velferðarráðherra neitar að greiða skuldir ríkisins.

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með svör velferðarráðuneytisins við kröfum Akureyrarbæjar, vegna reksturs öldrunarheimila bæjarins. Bókað var á fundi bæjarráðs í gær að svör ráðuneytisins séu í hróplegu ósamræmi við kröfur ráðuneytisins og embættis landlæknis, um þjónustu sem veita beri íbúum hjúkrunarheimila.

Velferðarráðherra Svandís Svavarsdóttir neitar að greiða skuldir ríkisins við skattgreiðendur á Akureyri.

Bæjarsjóður hefur neyðst til að greiða það sem vantar upp á til reksturs hjúkrunarheimila.

Skattgreiðendur á Akureyri þurfa því að sitja uppi með milljarðs skuld sem ekki fæst greidd. Skuld sem verður til vegna þess að það þarf að uppfylla þjónustuviðmið ráðuneytisins.

Sannarlega kemur það niður á bæjarbúum þegar bærinn þarf að fjármagna skuldir ríkisins.

Það er þrennt í stöðunni.

  • Láta þetta yfir sig ganga og halda áfram að greiða skuldir annarra.
  • Skila þessum málaflokki til velferðarráðuneytisins sem neitar að borga.
  • Láta á það reyna að innheimta þessa skuld eftir lögboðnum leiðum.

Líklega væri auðvelda leiðin að skila þessum málaflokki.

En það mundi bitna á bæjarbúum sem á þessari þjónustu að sitja uppi með stjórnun ráðuneytis sem ræður ekki við að halda þessari starfsemi gangandi.

Skilaboð mín til ráðherrans.

Stattu við skuldbindingar ríkisins og láttu af þessari óheiðarlegu og óábyrgu hegðan.


Bloggfærslur 10. ágúst 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband