Pólitískur dómgreindarbrestur formanns VG.

Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.

( visir.is )

Vinstri og miðjuflokkar hafa í flestum tilfellum farið illa út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það gerist jafnvel þótt flokkurinn standi í lappirnar að einhverju leiti eða að hluta.

Nú eru Vinstri grænir að uppskera, og aðeins eftir sjö mánaða samstarf.

Reyndar hefur flokkurinn verið óvenju auðveldur í samstarfi og hægri flokkarnir tveir hafa haft þá í vasanum.

Umræður um lækkun veiðigjalda sýnir kjósendum flokkins hversu leiðitamur hann er í þessu samstarfi og í reynd voru þeir plataðir meðan Sjálfstæðismenn hlógu í kampinn.

Margir eru farnir að efast um pólitíska dómgreind formanns VG, ljóst að hún er eins og smjör í höndum gömlu freku karlana.

Ekki undarlegt þótt grasrótin sé farin að ókyrrast og varaformaðurinn sem settur var í þagnarbindindi eftir stjórnarmyndun í haust hefur tekið til máls á ný.

Ef ég þekki hann rétt líður honum bölvanlega með þessa stöðu.

Það sjá það allir að þetta stjórnarsamstarf stendur á brauðfótum, það er ekki langt í að grasrót VG taki völdin af forustunni.


Bloggfærslur 7. júní 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband