Litlar breytingar á fylgi og þó.

2018 galllupLitlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0,2 til 1,5 prósentustig og þær því ekki marktækar. Rúmlega 25 prósent sem taka afstöðu í könnuninni segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, færu kosningar til alþingis fram í dag. Nær 18 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega fjórtán prósent Vinstri græn, ellefu prósent segjast myndu kjósa Pírata, tæplega tíu prósent Framsóknarflokkinn og nærri átta prósent Miðflokkinn og Viðreisn.

( ruv.is )

Þjóðarpúlsinn boðar engar stórkostlegar breytingar um þessi mánaðarmót.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur aðeins upp, úr 24,5 % í 25,3%

Samfylkingin fer upp, úr 16,5% í 17,7 % við það hæsta sem hún hefur mælst síðan flokkurinn fór að sækja á.

VG hreyfist lítið, er við 14% svipað og síðast, 17,3% var það í kosningunum.

Sama með aðra flokka, lítil hreyfing, Píratar, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn síga niður á við en Framsókn hækkar aðeins, úr 9,2% í 9,6%

Ríkisstjórnin sígur um 2 % eins og hún hefur gert frá kosningum, mismikið milli kannanna.

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með samtals 49% nokkuð minna fylgi en ríkisstjórnin sem mælist með 58,2% núna var með 74,1% í fyrstu mælingu.

Súlan hjá Gallup sýnir lóðbeint fall á þessum stutta tíma.

Nú er sumarið framundan og sveitastjórnakosningar.

Líklega lafir þessi stjórn fram á næsta vor, nema eitthvað óvænt gerist, eins og allir vita þá eru framundan erfiðir tímar hjá VG og rest í stjórninni.

 


Ríkisstjórnin hugleiðir gríðarlegar skattahækkanir.

Til skoðunar er innan samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis að stofna eitt eða eða fleiri félög utan um stórar framkvæmdir í samgöngumálum. Vegatollar og önnur gjöld yrðu innheimt af þeim sem nota mannvirkin en óljóst er á þessu stigi hvort að þau gjöld standi alfarið undir kostnaði eða hvort ríki leggi einnig eitthvað til. Hugmyndin er að fara í framkvæmdir fyrir 100 til 150 milljarða með þessum hætti á næstu fimm árum.

( ruv.is )

Samgönguráðherra, sá sem var einu sinni þingmaður á móti vegtollum, hugleiðir 150 milljarða álögur á bíleigendur á næstu fimm árum.

Þessi skattheimta er hugsuð á völdum svæðum þar sem kallað er eftir miklum vegaframkvæmdum.

Vegtollar eru ekkert annað er skattur sem lagður er á bíleigendur og þykir mörgum nóg komið af slíku á valinn hóp í þjóðfélaginu.

150 milljarðar er gríðarleg fjárhæð og hætt við að mörgum ofbjóði.

Þessi skattur legst flatt á alla burtséð frá getu og efnahag.

Valinn hópur er skattlagður, og nú þegar eru tugir milljaða innheimtir af þessum sama hóp, kallað olíugjald, bifreiðaskattur og ýmislegt annað.

Þeir fjármunir eru ætlaðir í vegagerð og vegamál en allir vita að bróðurpartinum er stolið í annað.

Bjarni Benediktsson grobbar af lítilsháttar skattalækkunum en vinstri höndin hirðir það sem hægri gefur og miklu meira en það.

Það verður fróðlegt að fylgast með hvort Framsóknarmaðurinn Siggi skattur fær að seilast ofan í vasa bíleiganda, þá væntalega með blessun VG og Sjalla.


Bloggfærslur 1. maí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband