Miðflokkurinn að hrynja.

„Ástæður þessa eru langvar­andi óánægja með skipu­lags­leysi við stjórn flokks­ins og mál­efn­astarf. Sem hef­ur krist­all­ast t.d. í eft­ir­mál­um við Klaust­urs­málið og hvernig tekið var á þeim. Það vant­ar skýr­ari ábyrgðarkeðjur og lýðræðis­legri ferla í starfið til að hægt sé að taka á erfiðum mál­um sem kunna að koma upp og eins til að reka hefðbundið lýðræðis­legt flokk­astarf,“ skrif­ar Viðar Freyr.

Miðflokkurinn var stofnaður um eins manns fýlu.

Hann var felldur sem formaður flokks vegna spillingar og óheiðarleika.

Stofnaði nýjan flokk sem sem náði mestu fylgi nýrra flokka á þingi.

Margir stukku á vagninn til að uppfylla eigin metnað og löngun í embætti.

En auðvitað sjá þeir sem hugleiða málin að svona flokkur á sér engan pólitískan  metnað eða stefnu enda er þá óþarfi að vera að eyða tíma í skipulag og málefnavinnu.

Flokkurinn er formaðurinn, skoðanir hans og vilji.

Við höfum séð marga svona flokka í áranna rás.

Örlög þeirra allra er að falla saman vegna eigin tilgangsleysis og takmarkaðs úthalds þeirra sem þar hafa stokkið um borð.

Örlög Miðflokksins eru ráðinn, hann er að hverfa enda opinberaðist það þjóðinni hvernig samkoma þetta er.

Klausturbarinn var bara gluggi fyrir þjóðina, flokkur án stefnu og tilgangs.

 

 


mbl.is Hættur störfum fyrir Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband