Færsluflokkur: Bloggar

Stendur bæjarstjórn Akureyrar við loforð um íbúakosningu ?

Oddeyrarrölt-9162

 

Við ætlum að

 

• Tryggja að uppbygging þróunarreitar á Oddeyrinni fari í íbúakosningu í gegnum þjónustugátt

 

 

• Taka í gagnið nýtt leiðarkerfi strætó byggt á samráði við íbúa

 

• Leggja áherslu á öfluga upplýsingagjöf

 

 

• Efla markvisst íbúasamráð

 

Hér að ofan er kafli úr meirihlutasamningi frá í haust þar sem allir flokkar ákváðu að vinna saman.

 

Eitt mesta deilumál þessa kjörtímabils var sérstaklega tilgreint í samningum og skýrara gat það ekki verði, breyting á aðalskipulagi Oddeyrar færi í íbúakosningu.

 

Nú er komið að því. Skipulagsráð ákveður að halda áfram að vinna fyrir verktaka gegn íbúum. Enn eru þesssar tillögur allt of stórkallalegar og skilaboð íbúa er að halda sig við núverandi skipulag án breytinga.

 

Það verður því bæjarstjórn sem heggur á þennan hnút og boðar til íbúakosninga um málið eins og lofað er í meirihlutasamningi frá í haust.


Glerárgatan - lykill að góðu skipulagi.

2021 miðbær 1Miðbæjarskipulagið er eitt af eilífarmálunum á Akureyri. Alveg frá því löngu fyrir aldamót var verið að ræða þau mál og sitt sýnist hverjum. Íbúaþing 2004 og skipulagsvinna í framhaldi af því vakti bjartýni með að loksins gætu menn komið sér saman um niðurstöðu og hafið framkvæmdir. 

 

En það varð því miður ekki svo og háværar deilur hófust um ýmis atriði, síkið, hæð húsa og margt margt fleira.

 

2010 var stofnaður starfshópur þar sem m.a. átti sæti höfundur verðlaunatillögunnar. Sú vinna lagðist af mestu af við meirihlutakiptin 2010. Loks árið 2014 var loks samþykkt deiliskipulag fyrir Miðbæinn. 

 

Nú er árið 2021 og 6 ár liðin og enn einu sinni er skipulagið opnað og reynt að mjaka málum af stað. Að áfangaskipta framvæmdum með ákveðnum hætti er skynsamlegt. Ég ætla ekki að rýna tillöguna í heild sinni, húsin eru of há og fleira mætti nefna, en látum það liggja á milli hluta.

 

Eitt atriði var þó með í öllum þeim tillögum og umræðum sem áttu sér stað á þessu 10 ára tímabili frá 2004 - 2014.  Glerárgöguna varð að þrengja og tengja Miðbæjarsvæðið við Torfunefið, lykilatriði til að stækka Miðbæjarsvæðið í raun og auka áhuga bæjarbúa á útvist og uppákomum tengdum mannlífi og miðbæ.

 

Nú bregður svo við í tillögu 2021 að þessu lykilatriði er kastað út og búin til undarleg 30 metra þrenging á svæðinu. Það þarf ekki að hafa mikið vit á umferðarmálum að með því að búa til svona tappa þar sem tveggja akreina umferðin að norðan strandar og við blasir einbreið gata næstu 30 metra.  Hreinlega galið.  Það var nokkuð samdóma álit þeirra sem að þessu unnu þrátt fyrir deilur um ýmsa hluti þá var þrengingin lykilatriði. Gatan þrengist þegar nokkrum metrum sunnar, verður einbreið eftir Kaupvangsstræðið og fáir kannast við vandræði þar.

 

Ég trúi því að endanleg niðurstaða verði þrenging eins og unnið hefur verið með frá upphafi og gatan verði einbreið frá og með Strandgötu. Annað væri óðs manns æði og eyðilegði að mestu stærsta atriði Miðbæjarskipulagsins, bætt aðgengi að sjó og Hofi.

 

2021 miðbær 2Skora á bæjaryfirvöld að opna augun og átta sig á hvaða mistök eru í uppsiglingu.  Þrenging Glerárgötu alla leið er lykilatriði, annað eru vond mistök.


Hvert stefnir verktakinn við Tónatröð ?

0002021   12.2. febrúarfjör-0201Í meðfylgjandi  bókun Skipulagsráðs ( sjá neðar )er talað um meðfylgjandi hugmyndir. Ég hef því óskað því eftir því að fá þessar meðfylgjandi hugmyndir til að geta kynnt mér og áttað mig á hvert verktakinn stefnir á þessum stað. Þar sem þeirra er getið í fundargerð eru þær væntanlega opinbert plagg.

Í ljósi sögunnar tel ég áhugavert að skoða hugmyndir SS byggis að uppbyggingu við Tónatröð. Þessi verktaki hefur helst verið að sækjast eftir að byggja hátt og ef svo er þarna er það sannarlega áhugavert þarna. Á þessum stað er í gildi skipulag þar sem á að byggja á einni hæð í samræmi við aðstæður á þessum stað.

 

Enn sem komið er hefur skipulagssvið bæjarins ekki brugðist við ósk minni um að á umræddar tillögur, ég bíð spenntur. 

 

. 4.Tónatröð - umsókn um breytingu á skipulagi

 

Málsnúmer 2021011421Vakta málsnúmer

 

Lögð fram að nýju umsókn SS Byggis ehf. um breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð til samræmis við meðfylgjandi hugmyndir að uppbyggingu.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna hugmyndir um breytingar fyrir næstu nágrönnum og koma ábendingum um framlagða tillögu á framfæri við umsækjanda.

 

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að tími sé kominn til að gera breytingar á deiliskipulagi við Tónatröð í ljósi þess að umræddar lóðir hafa ekki gengið út en leggst harðlega gegn því að skipulaginu verði breytt til að koma til móts við hugmyndir eins framkvæmdaaðila, ekki síst sökum þess að annar framkvæmdaaðili hefur áður fengið höfnun á hugmyndir um aukið byggingarmagn á sömu lóðum. Til að gæta jafnræðis er mikilvægt að lóðirnar við Tónatröð verði auglýstar á ný í kjölfar breytinga á deiliskipulagi. 


Vegna skipulagsbreytinga á Oddeyri.

 

0002021   12.2. febrúarfjör-0222Sendi inn athugsemdir vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi á Oddeyri.  Athugsemdafrestur rennur út 17. febrúar kl. 16.00.

 

Athugasemdir vegna áforma um aðalskipulagsbreytingu á Oddeyri.

 

Nýlega gert aðalskipulag í samhengi við rammaskipulag á Oddeyri var vönduð vinna, unnin í góðu samráði á löngum tíma. Það er ekki skynsamlegt að rjúfa þá sátt vegna sérpöntunar verktaka á reit sem er lykilreitur í væntanlegri uppbyggingu á svæðinu.

 

Leitast skal við að húsagerð og hæð húsa falli að umhverfi sínu í þéttingu byggðar. Engar hugmyndir um húsagerð fylgja þessari tillögu og því erfitt fyrir íbúa og aðra að átta sig á umfangi sem rætt er um í breytingu að aðalskipulagi.

 

Hæð húsa á þessum reit mun spilla fyrir uppbyggingu á reitum austan og norðan við þar sem hæð húsanna og skuggavarp frá þeim mun örugglega hafa áhrif á öllu svæðinu þar sem áform eru um uppbyggingu samkvæmt nýgerðu aðalskipulagi.

 

Það er bæjaryfirvalda að stýra uppbyggingu í þéttingu byggðar en ekki verktaka. Það er virðingarleysi við eigendur lóða á umræddum reit að setja fram slíkar hugmyndir. Það virðist gert ráð fyrir að rífa hús á reitnum til að koma fyrir þessu fyrirbæri en meira en helmingur lóða á þessum reit er í eigu annarra.

 

Afleiðingar á umferð á svæðinu eru miklar og það væru vönduð vinnubrögð að hafa kannað slíkt áður en hráar hugmyndir verktaka er ætlað að stýra aðalskipulagi á svæðinu. Það hefur ekki verið gert.

 

Tillögur af þessu tagi lýsa fullkomnu virðingarleysi við það sem fyrir er og Gránufélagshúsunum er sýnd algjör vanvirða. Gránufélagshúsin eru lykilhús Oddeyrar og tákn þess sem mótaði byggð á Eyrinni. Að setja slík háhýsi í bakgarð þeirra er vondur gjörningur. Enda mælti Minjastofnun eindregið gegn háhýsum á þessu svæði.

 

Ásýnd Akureyrar gjörbreytist og þessi háu hús hafa mjög mikil áhrif á svæðið sama hvaðan úr bænum litið með neikvæðum hætti. Þessi áform koma öllum bæjarbúum við en ekki eingöngu íbúum á Oddeyri. Sú staðreynd að lækka hús í 8 hæðir breytir ekki þeim veruleika. 8 hæðir eru í engum takti við aðra byggð í hverfinu.

 

Tilmæli Skipulagsstofnunar eru hunsuð og skipulagsráð skautar framhjá þeim eðlilegu vinnubrögðum að hafa samráð á vinnslustigi við íbúa og fleiri. Sannarlega óvönduð vinnubrögð. Sjá umsögn Skipulagsstofnununar frá 2019. Sama síðar.

 

Í umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmynd Akureyrar. Skipulagsstofnun gagnrýnir þess að auki hvernig staðið var að kynningu af hálfu bæjarins. Mikilvægt sé að við svo veigamiklar breytingar í gróinni byggð, verði íbúar og aðrir hagsmunaaðilar að geta fylgst með og komið að mótun slíkrar tillögu á vinnslustigi. Þá sé óljóst hvaða forsendur liggi að baki svo viðamiklum breytingum á aðalskipulagi.

 

Þessar athugsemdir eru nánast óbreyttar frá síðustu auglýsingu enda litlu sem engu breytt og tillagan nánast sú sama.

 

Minni á að í meirihlutasamkomulagi frá 2020 var lofað að breytingar á þessu skipulagi færu í íbúakosningu þannig að næsta skref er væntanlega að setja það ferli af stað.

 

Jón Ingi Cæsarsson Ránargötu 30 600 Akureyri


Áhugaverðar tillögur í skipulagsmálum.

2021 áhugavertTillögur að uppbyggingu á lóðum við Austurbrú og Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar liggja fyrir. Þær voru til umfjöllunar í skipulagsráði bæjarins í gær og þar var samþykkt að heimila forsvarsmönnum fjárfestingafélagsins Luxor ehf. að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi í samráði við Akureyrarbæ.

( akureyri.net )

Að undanföru hafa margar hugmyndir litið dagsins ljós í skipulagsmálum á Akureyri. Mjög skiptar skoðanir eru um margar þeirra og sýnist sitt hverjum. Þó fer ekki á milli skoðanir íbúa á Tangatillögunum eru ótvíræðar. Varla finnst sá maður sem mælir þeim bót.

 

Nú hafa nýjar tillögur litið dagsins ljós sem verða Drottningarbrautarreitinn sunnanverðan. Lóðum þar var skilað og fyrirtækið Luxor sóttist eftir að gera tillögur að uppbyggingu á reitnum. Nú hafa frumtillögur frá þeim verið birtar og nú þegar hafa þeir fengið leyfi til að gera formlegt deiliskipulag á svæðinu.

 

Það má segja að þessar tillögur eru allra athygli verðar og sannarlega er þarna um allt önnur vinnubrögð að ræða en við höfum séð í nokkrum þeir tillögum sem hafa sést í tillögum sem hafa verði að birtast undanfarna mánuði.  Hér virst um fagleg vinnubrögð að ræða, tekið er fullt tillit til aðlíggjandi byggðar og virðing fyrir umhverfinu er augljós. Það væri ljúft að sjá suma heimamenn vanda sig betur þegar kemur að því að gera tillögur að uppbyggingu. Þar er því miður fátt um slíkt, annað er í þessum tillögum frá Luxor.

 

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldi þarna og vonandi tekst að vinna þarna gott skipulag með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi og vonandi verður verð íbúða á þessu svæði í samræmi við íbúðaverð á Akureyri. 

 

Eina sem þarf að hugleiða, eru þeir að fara einni hæð of hátt með húsin ?

 


Opið bréf til bæjarfulltrúa. (Háhýsi á Oddeyri)

 Oddeyrarrölt hverfinsnefndar 26 5-1870Ágætu bæjarfulltrúar.

Síðasta ár árið 2020, hafa hundruð bæjarbúa, fyrirtæki og stofnanir tjáð sig um áform um að breyta nýlega samþykktu aðalskipulagi fyrir Oddeyri. Mótmælt er ósvífnu inngripi í gamalgróið íbúahverfi Oddeyrar sem ekki aðeins breytir ásýnd hverfisins heldur heildarásýnd Akureyrar.

 

Því er réttilega haldið fram að skipulagsráð sé ekki að vinna með heildarhagsmuni Akureyrar og Akureyringa að leiðarljósi. Ýmsir hafa tjáð sig um hvaða hagsmunir ráði för en ekki ætla ég að tjá mig um það í þessu bréfi.

 

Fyrir liggja hundruðir athugasemda vegna þessara áforma og Skiplagsstofnun hefur gert alvarlegar athugsemdir við vinnubrögð í málinu. Skortur á samráði og viljaleysi bæjaryfirvalda til þess hefur fengið mikla gagnrýni. Enn eitt athugsemdaferlið er í gangi og lýkur því 17. febrúar. Vonandi skila eihverjir inn athugsemdum en í raun má nota flestar þær athugsemdir aftur því litlu hefur verið breytt og grundvallaratriði óbreytt. Samráð sem Skipulagsstofnun auglýsti eftir hefur ekki átt sér stað.

 

Nýtt aðalskipulag er nokkurra ára og mikil sátt var við hugmyndir um uppbyggingu á Tanganum en bæjaryfirvöld hafa valið að opna það og efna til ófriðar við íbúa hverfisins og bæjarbúa alla. Enn og aftur er sett fram nánast sama skipulagið þrátt fyrir mikla gangrýni og óskir íbúa um að falla frá þessum vondu hugmyndum. 

 

Fyrir nokkru opnuðu bæjarfulltrúar ( sumir ) opnað á þá hugmynd að setja málið í íbúakosningu, gott mál og ljóst að þar myndi örugglega koma fram vilji bæjarbúa. Ekki hefur bólað á þessari umræðu aftur og vonandi eru bæjarfulltrúar ekki að bakka frá þeirri hugmynd, sem er lýðræðisleg og sanngjörn. Við viljum hafa áhrif á bæinn okkar og viljum ekki að fáeinir hagsmunaaðilar ráði för eins og sjá má í þessu máli fram að þessu.

 

Það er því ósk mín ( og örugglega fleiri ) að bæjarfulltrúar nálgist þessa umræðu með opnum hætti og tjái sig. Þögnin er hreinlega pínleg. Bæjarbúa langar örugglega til að vita hvar hugur hvers og eins bæjarfulltrúa stendur til þessarar taklausu hugmyndar skipulagsyfirvalda. Þegar um er að ræða jafn risastórt mál er svolítið undarlegt að sjá hvernig bæjarfulltrúar sneiða hjá því að hafa á því skoðun.

 

Lát heyra bæjarfulltrúar allir 11. ( ellefu )

Í það minnsta staðfestið að um alvöru samráð verði að ræða og boðað verði til íbúakosningar ef þið viljið virkilega samþykkja þessar breytingar á aðalskipulagi. 


Hvað stendur til í skipulagsmálum ?

0002020 09019-0141Það er fróðlegt að fylgjast með skipulagsmálum á Akureyri. Mörg mál sem byrjað var að ræða fyrir 15 árum virðast vera að ganga í endurnýjan lífdaga. Langar til að nefna þrjú þeirra og velta fyrir mér á hvaða leið þau eru.

 

Oddeyrin - Tanginn. 

Það virðist sem bæjaryfirvöld séu tilbúin að valta yfir mjög eindregnar skoðanir bæjarbúa með tilliti til háhýsabyggðar á Oddeyri. 

Nú stendur yfir þriðja tilraun skipulagsráðs til að þrýsta því máli í gegn sama hvað tautar og raular. Að vísu var aðeins nefnt að setja það mál í íbúakosningu, en það á eftir að koma í ljóst hvort við það verður staðið. Fátt sem bendir til þess enn sem komið er. Staðan núna er að umsagnarfrestur um breytingar á aðalskipulagi og rennur hann út í febrúar. 

Enn einu sinni þarf að hvetja bæjarbúa til að senda inn athugsemdir, reyndar er hægt að endurnýta að mestu þær sem áður hafa verið sendar því breytingin er nánast engin frá tillögu 2.

Einlægur átakavilji skipulagsyfirvalda er rannsóknarefni og ljóst að vilji bæjarbúa er þeim ekki að skapi.

 

Miðbærinn.

 

Enn og aftur er opnað á umræður og breytingar á Miðbæjarskipulaginu. Það eru orðin nokkur ár síðan deiliskipulag fyrir miðbæinn var samþykkt í nokkuð góðri sátt. Hvað sem veldur var ekki hafist handa við framkvæmdir framhaldi af því, síðan hefur málið legið í láginni.

Á síðasta ári var síðan hafist handa enn einu sinni og búin til tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn. Örvæntingarfull tilraun til að koma af stað framkvæmdum. Tillagan ber þess merki að frekar eigi að gera bara eitthvað frekar en opna á framkvæmdir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ávísun á deilur og sundurlyndi eins og var á árunum frá 2006 - 2014. Á meðan byggja sum bæjarfélög nýja miðbæi á frumlegan og skemmtilegan hátt.

Tillagan sem nú liggur fyrir er skuggi þess sem fram komi í verðlaunatillögu Massey. Flest sem gerði hana sérstaka og metnaðarfulla er horfið, og eftir stendur tillaga sem á eftir að vekja deilur á ný.

Það sem er verst í þessari nýju tillögu að mínu mati er tengingaleysi miðsvæðis til beggja átta. Glerárgatan ekki með fjórum akreinum og Torfunefið skilið frá Miðbænum eins og verið hefur. Vona að bæjaryfirvöld hafi hugrekki til að standa við lagfæringar Glerárgötu úr fjórum akreinum í tvær. Tappinn í tillögunni þar sem gatan er mjókkuð í tvær akreinar á kafla er galin út frá umferðarmálum.

Gamli miðbærinn - Hafnarstrætið er alls ekki nægilega tengt uppbyggingarsvæðum á miðreitnum og hús þar eru mjög há með tilliti til skuggamyndunar og umverfis sem við viljum að verði mannvæn og eftirsóknarverð fyrir gesti miðbæjarins.

Ef til vill hafa bæjaryfirvöld hugrekki til að setja þessa tillögu í íbúakosningu til að draga fram vilja bæjarbúa í miðbæjarmálum.

 

Þétting byggðar í Holtahverfi.

 

Reiturinn austan Krossanesbrautar hefur verið á skipulagi þéttingar byggðar frá því í aðalskipulaginu frá 2006. Þá voru uppi áform um að byggja þar lágreista byggð raðhúsa. Gert var ráð fyrir að þar yrðu 30 - 40 íbúðir. 

Nýjar tillögur sem nú eru í auglýsingu gera ráð fyrir verulega þéttari byggð og hærri húsum. Að mínu mati er of langt seilst og nær væri að halda sig við lægri byggð og minna nýtingarhlutfall. Svæðið er fallegt og nærri sjónum og það þarf að vanda sig til að þarna verði ekki til hálfgerður óskapnaður. Húsin sem teiknuð erum á norðuhlutanum eru allt of há og gera svæðið síðara en þyrfti að vera.  

Einnig þarf að huga að skóla og umferðarmálum. Börn með skólavist í Glerárskóla þurfa yfir tvær meginleiðir, Hörgárbraut og Krossanesbraut og seint verður hægt að fallast á að það sé góður kostur. Skólasókn í Oddeyrarskóla væri líklega nær lagi þegar horft er til öryggismála en hvorugur kosturinn er góður að óbreyttu.

Óðinsnesið var hugsað og hannað með þungaumferð í huga en nú á að beina henni upp á Hörgárbraut ef ég hef skilið málið rétt. Ég kem ekki auga á neinar lausnir í skóla og umferðarmálum í tillögum og umræðu.

Þétting byggðar er gott mál en vont mál þegar of langt er seilst í efnishyggjunni. Það sýnist mér að sé staðreyndin með tillögu að allt of þéttri og hárri byggð í Holtahverfi.


Hjalteyrargata - Tryggvabraut. Úrbóta er þörf.

2021 hjalteyrargataGatnakerfið á Oddeyri er víða barn síns tíma. Það á sérstaklega við um menginæðarnar tvær Hjalteyrargötu og Tryggvabraut. Þar sem þessar tvær götur mætast skapast oft vandræðaástand enda eru þessi gatnamót út um allt og engar stýringar eða merkingar sem tryggja eðlilegt umferðarflæði á þessum stað.

 

Tryggvabrautin er í einhverskonar ferli og til stendur að endurhanna þessa allt of breiðu götu með vondum bílastæðum á nokkrum stöðum við fyrirtækin sunnan megin. Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir hringtorgi við Hvannavelli enda ekki vanþörf á ef verslunarrekstur er á leiðinni á svokallaðan Hvannavallareit.

 

Svo er það Hjalteyrargatan. Um hana fer ótrúlega mikil umferð og hvergi á allri þessar löngu leið eru vasar við gatnamót. Strætóstöðvar eru ekki með nei útskot og stífla strætisvagnar götuna þegar þeir stöðva til að þjónustu farþega. Innkeyrsla á verslunarbílastæði og að hafnarsvæði stangast á hvort gegn öðru með tilheyrandi vandræðum.

 

Gatan er því enganvegin fær um að tryggja umferð með eðlilegum hætti og fróðlegt þætti mér að vita hvort til standi að endurhanna Hjalteyrargötuna til þess að hún nái að sinna hlutverki sínum með betri hætti en er í dag.

 

Sinnuleysið er nokkuð áberandi og gangbrautarljós við Grenivelli hafa verið ljóslaus mánuðum saman þrátt fyrir ábendingar þar um.

 

Það er löngu kominn tími á að þessar tvær ofannefndu götur verði endurhannaðar og sniðnar að þeim þörfum sem svona umferðaræðar þurfa. Því miður er það ekki sjáanlegt eftir því sem ég best veit.

 

Ég verð þá vonandi leiðréttur með það ef ég hef rangt fyrir mér.

2021 hjalteyrargata1


Skipulagsmál á Akureyri - hvað er í gangi ?

2021 oddeyriFlestir þekkja tilraunir Skipulagsráðs til að fá samþykkta aðalskipulagsbreytingu á Tanganum.

 

Nú hefur tillaga þeirra verið lögð fram í þriðja sinn án nokkurra sýnilegra breytinga. Tillögu tvö var hafnað afdráttarlaust í umræðu og með undirskrifalista.

 

Hvor bæjaryfirvöld séu með þessu að reyna að þreyta bæjarbúa til uppgjafar með að leggja fram nánast sömu tillögu aftur og aftur í þeirri von að þeir gefist upp í tilraunum sínum að koma í veg fyrir stórslys í boði Skipulagssráðs. Veit það ekki en óneitanlega er málið undarlegt.

 

Allir vita að stjórnvöld á Akureyri ganga ekki erinda hagsmuna almennings í málefnum á Tanganum, þar ráða önnur sjónarmið.

 

Það gefur þó nokkra von að bæjarfulltrúar hafa sumir lýst því yfir að þetta mál fari í dóm bæjarbúa og kosið verði um það í íbúaskosningu. Hvort má trúa því á eftir að koma í ljós en þessar yfirlýsingar eru afgerandi og haldið fram í myndum ofurmeirihlutans sem myndaður var í haust.

 

Þessi umdeilda skipulagstillaga á Oddeyri var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á miðvikudag. Þar lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun um að sú aðalskipulagsbreyting sem væri til umræðu færi í íbúakosningu áður en hún yrði endanlega afgreidd.

 

( Kaffið.is )

 

Á hvaða tímapunkti á síðan að ganga til atkvæða um þetta umdeilda mál liggur ekki ljóst fyrir.

 

En hvað sem má segja um þetta ferli allt saman má helst furða sig á að bæjaryfirvöld ætli að taka þetta mál í vinnslu samhliða þeirri stefnu að hraða uppbyggingu Miðbæjarins og þéttingar byggðar í Holtahverfi.

 

Mál sem ekki er nein sátt um og kalla á háværar deilur bæjaryfirvöldum til vansa, ætti ekki að vera á þessum stað. Bæjarbúar upplifa þessa þrautseigju Skipulagsráðs sem tilraun til að troða þessu máli ofan í kok bæjarbúa með góðu eða illu. Það eru sterk öfl sem stjórna þessu hjá bæjaryfirvöldum augljóslega.

 

En ér bjartsýnn að eðlisfari, ég ætla að trúa því að bæjaryfirvöld séu skynsamari en svo að taka vilja hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja framyfir hagsmuni bæjarbúa.

 

Benda má á að nýjasta útspil Skipugsráðs er nú í ferli og ég skora á alla þá sem áhuga hafa á málinu að fylgjast vel með framvindunni.


Ráðherrar segja af sér.

2018 sjálfstæðisfuglinnÍsland er eitt, heimurinn annað. Hvort er það hugarfarið eða samfélagslegur sáttmáli um um þurfa ekki að axla ábyrgð.

 

Phillips gerði ein­mitt það, sneri heim í dag og á flug­vell­in­um í Toronto mættu hon­um blaðamenn. Baðst hann þar af­sök­un­ar á „heimsku­leg­um, heimsku­leg­um mis­tök­um,“ og sagðist enga af­sök­un hafa fyr­ir að hafa ferðast þegar hann átti ekki að ferðast.

 

 

Og sagði svo af sér.

 

Ferðaþjónustustofa Írlands, Fáilte Ireland, hefur staðið fyrir herferðum síðustu mánuði þar sem íbúar Írlands eru hvattir til að ferðast innanlands í því skyni að styðja við innlenda ferðaþjónustu. Cawley hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna af sér dómgreindarbrest og setja slæmt fordæmi með því að ferðast til Ítalíu.

 

 

 

Og sagði svo af sér.

 

Mörg svona dæmi má sjá um heimsbyggðina en eina dæmið um að ráðherra geri sig sekan um alvarlegan dómgreindarbrest og kemst upp með það er á Íslandi.

 

Ástæðan er að umhverfið og samstarfsmennirnir slá skjaldborg um hinn seka og verja hann út í eitt. Það er meðvirkni og frændhygli sem skapar þetta umhverfi ábyrgðarleysis og ófaglegarar nálgunar á Íslandi.

 

Ísland er alveg sér á báti með svona mál í hinum siðmenntaða heimi.  Viljum við hafa þetta svona ?

 

Eru heimskuleg mistök jákvæður þáttur í þjóðarsálinni ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband