Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2021 | 17:20
Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á ekki neitt.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram við völd með 1 /4 hluta atkvæða þýðir.
Engin ný stjórnarskrá.
Sægreifar stjórna sjávarútvegsstefnunni.
Þjóðareignir seldar á undirverði Engin þróun í alþjóðamálum.
Eignir færast á færri hendur.
Ríkir auðgast enn meira á kostnað aldraðra og öryrkja.
Umhverfismálin tekin lausatökum.
Því miður hefur þeim gengið vel að fá aðra flokka í vinnu með sér að viðhalda þessu ástandi eins og það er nú furðulegt.
Viljum við svona ástand áfram, ástand kyrrstöðu og þröngsýni.?
Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á kyrrstöðu og afturhald.
Hvaða flokkar eru tilbúnir að ganga í björg Valhallar, það er spurning sem kjósendur þurfa að spyrja sig.
Ekki ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2021 | 17:48
París og Glerárgatan.
Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum, hljóð-, og loftmengun. Óheimilt er að aka á meira en þrjátíu kílómetra hraða á langflestum af götum Parísar frá og með deginum í dag. Í raun gildir hámarkshraðinn alls staðar í borginni nema á þjóðvegum og hraðbrautum umhverfis borgina.
( ruv.is )
Stjórnmálamenn á Akureyri ( sumir hverjir ) hafa lagst gegn hraðatakmörkunum á smá stubbi af Glerárgötu, þ.e. frá Strandgötu að Kaupvangsstræti. Til stóð að lækka hraða til ná betri tenginum við hafnarsvæðið og auk þess að fækka akreinum úr fjórum í tvær.
Þetta var í hugum þessara sömu stjórnmálamanna alveg óhugsandi og alveg út í hött að láta sér detta í hug að lækka hraðan úr 50 km. í 30 km. Það átti að kosta ómælanleg vandræði ef þetta yrði framkvæmt. Í hugum þeirra var fækkun akreina og lækkum hámarkshraða algjörlega óyfirstíganleg vandamál.
Nú er þetta skipulag í vinnslu eina ferðina enn og fyrir liggur tillaga um þetta stórhættulega svæði, nokkrir tugir metra í Miðbæ Akureyrar.
Nú berast fréttir af því að París ætlar að lækka umferðarhraða í 30 km í 60% gatna í borginni og þar með taldar hraðbrautir, þó ekki þeim sem liggja UMHVERFIS borgina.
59% borgarbúa styðja þessar hugmyndir og því ljóst að þær munu ganga eftir.
Á meðan þora stjórnmálmenn á Akureyri ekki að lækka hraða á lykilstað í bænum okkar, sjálfum Miðbænum, hvað þá fækka akreinum. Það er á örstuttum kafla og mundi gjörbreyta Miðbæjarmyndinni til góða fyrir mannlíf og umhverfi.
En svona er þetta þegar sjóndeildarhringurinn er þröngur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2021 | 11:41
Íbúakosningin sem hvarf.
Fyrir all nokkru var kosið um skipulagstillögur á Oddeyri. Niðurstaða kosningarinnar var mjög afgerandi, bæjarbúar höfnuðu tillögum Skipulagsráðs og vildu óbreytt skipulag.
Skipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á Tanganum til framtíðar og húsin 3 til 4 hæðir. Niðurstaða sem römmuð var inn í aðalskipulag og rammaskipulag á Oddeyri.
Skipulagsráð brást undarlega við þessum niðurstöðum og sendu bæjarstjórn tillögu sem fékk 18% fylgi í umræddri könnun. Bæjarsstjórn vísaði málinu til baka á Skipulagsráð og þar er málið, málinu frestað.
Af hverju dregur Skipulagsráð lappirnar í málinu og aðhefst ekki ? Auðvitað á ráðið að taka tillögur sínar af dagskrá með formlegum hætti og lýsa því yfir að óbreytt skipulag gildi og fara í að skoða framtíð svæðisins með uppbyggingu í huga í samræmi við niðurstöður íbúakosningar.
Það læðist að manni sá grunur að ráðið sem að spila einhvern leik í skjóli myrkurs og bíði færis að koma tillögum sínum áfram þrátt fyrir íbúakosninguna og niðurstöður hennar. Skipulagsráð hefur sýnt það svart á hvítu að samráð og samvinna við íbúa er ekki á dagskrá ráðsins. Handan við hornið bíður tillaga um beytingar á skipulagi við Tónatröð og það er sannarlega ekki mál sem mun henta svæðinu og hvað þá skoðunum íbúa. Framsettar hugmyndir eru galnar.
Skipulagsráði og skipulagsstjóra virðist hugnast best að henda fram tillögum án nokkurs samráðs og samvinnu og taka slaginn. Það eru forkastanleg vinnubrögð.
Nú er að sjá hvort skipulagið á Oddeyri sé á ís og Skipulagsráð sé að bíða eftir því að storminn lægi og hægt verið að troða einkahugmyndum formanns ráðsins og flokks hans verði komið í gegn..
Gæti það ekki verið líklegt bara, en það mun ekki takast. Íbúar á Akureyri vilja fagleg vinnubrögð, samvinnu og samráð við íbúa.
Við fylgjumst með og skoðun okkar er að það verði að loka málinu í samræmi við íbúakosningu og hefjast handa við að móta framtíð svæðisins með fagleg sjónarmið að leiðarljósi.
Annað er ekki á dagskrá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2021 | 09:57
MMR könnun - fá atkvæði - sérstök niðurstaða.
Samkvæmt nýrri könnun MMR í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is kæmust frambjóðendur sjö flokka í Norðausturkjördæmi á þing að loknum kosningunum 25. september. Af 11 þingmönnum kjördæmisins yrðu sex nýliðar. Samkvæmt könnuninni næði VG ekki manni á þing.
(akureyri.net)
Kosningar nálgast, kannanir fara nú að birtast þétt og reglulega. Ein birtist í morgun, könnun MMR fyrir Moggann. Vafalaust ekki mjög marktækt, rúmlega 700 tóku þátt og vikmörk því mjög há, sérstaklega í landsbyggðarkjördæmunum ef að líkum lætur.
Í NA kjördæmi var sérstök niðurstaða sem vert er að huga að þó svo vikmörk séu mikil. Það má samt lesa út úr þessari könnun ákveðnar vísbendingar.
- Sjálfstæðisflokkurinn er líklega með lakast fylgi í NA kjördæmi og nær tveimur kjördæmakjörnum naumlega. Þeirra annar maður er síðastur inn kjördæmakjörinna.
- Vinstri grænir ná ekki inn manni en NA kjördæmi hefur verið þeirra sterkasta vígi frá stofnun flokksins. Brotthvarf Steingríms og vandræðagangur með fyrsta sætið nú hefur líklega haft neikvæði áhrif. Margir fylgismenn þeirra hafa vafalaust stokkið á Sósialistaflokkinn í þessari könnun. Það er vafalaust hrollur í herbúðum VG þessa dagana í NA kjördæmi.
- Samfylkingin nær inn tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum og Logi Einarsson er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þetta kannski staðfestir að NA er sterkasta vígi flokksins eins og verið hefur í síðustu tvennum kosningum.
- Framsóknarflokkurinn er á pari og nokkuð ljóst að fylgismenn Miðflokksins hafa drifið sig heim og þeir sem ekki hafa snúið heim setja merki sitt við Sossanna. Miðflokkurinn er mjög líklega að syngja sinn svanasöng á þingi núna og hverfur á spjöld sögunnar í næstu kosningum eftir þessar.
- Piratar sigla lygnan sjó og ná einum manni inn eins og í næst síðustu kosningum. Viðreisn fær enga viðspyrnu hér frekar ein síðast þó þeir tefli fram þekktum og vinsælum manni í fyrsta sæti.
- Sossar og Flokkur fólksins ná inn mönnum. Flokkur fólksins fær jöfnunarsætið. Þetta með jöfnunarsæti verður seint í hendi.
Nú er að fylgjast með næstu könnunum. Stutt í næstu Gallup sem var mjög ólík þessar síðast. En nú eru flokkanir komnir á fullt í kosningabáráttu og ef til vill breytast þessar línur þegar kjósendur fara að fá alvöru umræðu um framtíð þessa lands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2021 | 18:02
Vandamálið í Fjármálaráðuneytinu.
Fjármálaráðherra er uppstökkur og pirraður þessa dagana. Í gær úthúðaði hann Landspítala og ásakaði starfsfólk þar um sleifarlag og vond vinnubrögð.
Stjórnendur þar ásakaði hann að fara illa með fé og hefðu ekkert með meira að gera, bara vanda sig betur og eyða ekki því sem þeir fá í vitleysu og stjórnleysi.
Hann stendur auk þess á bremsunni og kemur í veg fyrir að gripið verði til alvöru ráðstafana til að ná tökum á sýkingum innanlands sem nú eru í hámarki og fátt sem bendir til að það breytist.
Ríkisstjórnin er stöð og gerir fátt og það sem þó er gert gerist hægt og ómarkvisst.
Fjármálaráðherra rausaði í gær yfir öðrum en sleppir því að líta í eigin barm. Stærstur hluti vandamála í heilbrigðiskerfinu vegna covid á rætur að rekja inn í Fjármálaráðuneytið og að ríkistjórnarborðinu.
Ríkisstjórin er að standa sig hörmulega og það fáa sem þar er gert er gert hægt og illa. Búið er að loka á sóttvarnalækni og tillögur hans eru hunsaðar. Ekki undarlegt að hann hafi látið sig hverfa. Hver vill láta bendla sig við sleifarlag sjórnmálanna. Þar er gengið erinda hagsmunaaðila en hagsmunir aldraðra, langveikra og þeirra sem veikastir eru í þjóðfélaginu eru ekki á dagskrá.
Vandamálið í fjármálaráðuneytinu verður meira pirrað með hverjum deginum en missir þó ekki sjónar á hverjum hann vill þjóna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2021 | 16:03
Í haust er tækifærið
Allir vita að hagsmunahópar stjórna landinu.
Stórútgerðirnar greiða sífellt minna til samfélagsins. aldraðir og öryrkjar bera skarðan hlut frá borði, auðurinn færist sífellt á færri hendur. Misskiptingin er orðin himinhrópandi.
Íslandi er haldið í gíslingu af afturhaldsstjórnmálamönnum, sem hafa það fyrst og fremst að leiðarljósi að auður og völd séu hjá þeim og ættingjum þeirra.
Á meðan alþjóðasamvinna er að aukast halda afturhaldsstjórnarmálamennirnir því hjá sér að velja hver framtíð Íslands verður í heimunum.
Kjósendum á Íslandi er meinað að hafa árhrif á framtíð sína og fá ekki að kjósa um stöðu Íslands í alþjóðasamvinnu og þjóðin fær ekki nýja stjórnarskrá.
Af hverju ?
Af því það hentar ekki valdhöfunum í landinu, stórútgerðinni og auðmönnum.
Við viljum að kosnir fulltrúar á Alþingi ráði för en ekki stjórnmálaflokkar og þingmenn þeirra, sem ganga erinda sérhagsmunahópa.
Nú er það ljóst að þeir sem nú stjórna hafa valið að láta hagsmunahópana stjórna aðgerðum í sóttvarnamálum og þess vegna erum við í djúpum skít hvað varðar covid - 19.
Í haust getum við breytt Íslandi á ný í lýðræðisþjóðfélag þar sem hagsmunahóparnir sitja við sama borð og þjóðin almennt. Forréttindi og yfirráð yfir auðlindum færist til þeirra sem hana eiga, þ.e þjóðarinnar.
En það er alveg hægt að klúðra málum með að kjósa enn og aftur yfir sig afturhald og liðsmenn forréttindahópanna.
Viljum við næstu fjögur árin í sama farvegi, kyrrstöðu, misrétti, skort á lýðræði og auðinn á enn færri hendur ?
Er það nokkuð ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2021 | 11:00
Ríkisstjórn úti í mýri.
Heilbrigðisráðherra segir að ekki eigi að ræða sóttvarnir landsins á umliðnum átján mánuðum út frá sjónarhóli stjórnmálanna. Þarna mælir lafhræddur stjórnmálamaður. Allar sóttvarnarákvarðanir hafa nefnilega verið teknar af pólitískum heilbrigðisráðherra í nánu samráði við pólitíska ríkisstjórn. Fyrir aðeins fjórum vikum þá tók Svandís þátt í fagni með Áslaugu Örnu dómsmálaráðherra.
Í byrjun júlí boðaði ríkisstjórnin til mannfagnaðar. Öllum hömlum aflétt, engin boð og bönn, öllum boðið í partí, líka covid -19
Dómsmálaráðherra sagði ítrekað að engin þörf væri á sóttvörnum, allt væri í lukkunnar velstandi.
Á neyðarfundi á Egilsstöðum tók það ríkisstjórnina meira en tvær klukkustundir til að sameinast um eitthvað til að fara EKKI eftir ráðum sóttvarnalæknis.
Hæfilegur afsláttur til að halda hinum hagsmunaglöðu Sjálfstæðismönnum góðum.
Nú er umræðan meðal þjóðarinnar að fara ekki eftir ráðum ríkisstjórnarinnar heldur þeim ráðum sóttvarnalæknis sem ríkisstjórnin hunsaði.
Traust ríkisstjórnarinnar er horfið, landsmenn ætla að herða sóttvarnir umfram það sem samið var um á Egilsstöðum og fara eftir þeim félögum Þórólfi og Víði. Það er vel.
En á meðan er heilbrigðisráðherra og líklega öll ríkisstjórnin hlaupin í felur.
Mistök hennar eru himinhrópandi og afleiðingarnar mjög alvarlegar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2021 | 17:03
Vinstri grænir á krossgötum.
Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.
(visir.is)
Forusta VG myndaði ríkisstjórn með hægri flokkunum fyrir fjórum árum þrátt fyrir mikla andstöðu grasrótarinnar. Formaður flokksins hefur að undanförnu lýst mikilli ánægju með samastarfið þrá fyrir þá augljósu staðreynd að mörg aðal mál Vg náðu ekki fram að ganga.
Afleiðingar þessa er að fylgi flokksins hefur dregist verulega saman samkvæmt skoðanakönnunum og tveir þingmenn flokksins farnir. Auk þess féll góður meirihluti þingmanna flokksins í prófkjörum.
Óánægjan er því flestum ljós og ný skoðanakönnun Maskínu sýnir svart á hvítu að almennum kjósendum flokksins hugnast ekki þessi undirlægjustjórnmál forustunnar eru ekki að skora. 70% eru á móti áframhaldandi samstarfi við auðmangns og íhaldsflokkanna.
En staðreyndin er sannarlega að Katrín Jakobsdóttir og forustan er afturhaldssöm og eiga því auðvelt með að stunda kyrrstöðustjórnmál með íhaldsflokkunum og vilja halda því áfram
Það er því hætt við að óbreytt VG muni eiga erfitt uppdráttar og hvort persónulegar vinsældir formannsins dugi til að hala inn fylgi sem dugar til samstarfs og áframhaldandi undirlægjustjórnmála með hægri flokkunum.
Það er hætt við að lítið fylgi skili sér upp úr kjörkössum ef kjósendum flokksins er aftur tilkynnt að VG ætli að viðhalda kyrrstöðu og hægri hagnaðarpólítík á næstu árum.
Þá er VG einfaldlega búnir að vera sem trúverðugur vinstri flokkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2021 | 11:33
Hreinræktuð hægri stjórn til 2025.
Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar í komandi alþingiskosningum, telur að heilbrigðismálin verði stærsta kosningamálið í haust. Hann segir að Viðreisn líti á það sem forgangsmál að útrýma biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Þar geti einkarekstur verið lausnin.
Fátt kemur í veg fyrir að hægri flokkarnir D-B-V haldi áfram ríkisstjórnarsamstarfi á næsta kjörtímabili. Leiðir í heilbrigðiskerfinu sameina þá og þrátt fyrir að VG hafi verið með aðrar áherslur í orði eru allt aðrar leiðir að birtast á borði. Síðast einkavæðing öldrunarheimilanna á Akureyri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar sett það sem skilyrði að einkavæðing í heilbrigðskerfinu verði áfrávíkjanlegt skilyrði hjá flokknum.
VG mun fallast á það.
Ef eitthvað vantar upp á meirihluta við næstu stjórnarmyndurunarviðræður gefur Viðreisn nú upp þann bolta að þeir séu klárir í slaginn. Mæta til að tryggja sterka stöðu hægri stefnu til næstu fjögurra ára.
Mestar líkur eru því á að næsta ríkisstjórn verði óvenju hreinræktuð hægri stjórn með VG í forsvari.
Ekkert við því að segja, kjósendur munu væntanlega velja sér hægri framtíð með einavæðingu í heilbrigðiskerfi og sölu ríkiseigna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2021 | 15:50
Manneskjulegt yfirbragð.
Þetta er í samræmi við niðurstöður íbúakosningarinnar; valkostur 1, lægsta byggðin, er það sem fólk kýs, segir Páll Jakob við Akureyri.net. Fólk kýs almennt lægri byggð og fyrir því eru ástæður: eftir því sem byggðin er lægri líkar fólki hún betur og tengir betur við hana, þykir hún manneskjulegri. Það kemur mér því ekki á óvart að sá kostur sem kemur verst út eru hæstu húsin, en strangt til tekið er ekki marktækur munur á milli valkosta 2 og 3; miðað við niðurstöðuna getum við ekki sagt hvor kosturinn fólki þykir betri eða verri.
( akureyri.net )
Á vefsíðunni akureyri.net er fjallað um niðurstöðu úr könnun Envalys þar sem spurt var um sambærileg atriði og í íbúakönnun Akureyrarbæjar. Þátttakendur vilja óbreytt skipulag, og hafna mjög afgerandi hærri byggð en heimildir eru fyrir í gildandi skipulagi frá 2018.
Þetta sýnir okkur svo ekki verður um villst á hverskonar villigötum bæjaryfirvöld og sérstaklega Skipulagráð voru. Skipulagsráð var reyndar svo óábyrgt að það reyndi að fá bæjarstjórn til að samþykkja breytingu sem ekkert fylgi reyndist fyrir í báðum þessum könnunum. En bæjarstjórn stóð í lappirnar og sendi tillögu ráðsins til baka.
Líklega hafa bæjarfulltrúar séð að ganga gegn vilja íbúa á Akureyri svona skömmu fyrir kosningar væri glapræði.
Það er fróðlegt að lesa þessa frétt á akureyri.net og kynna sér skoðun þess sem að þessari könnun stóð. Það má komast inn á þá frétt með að smella á upphafssetningar hér að ofan.
Rauði þráðurinn er yfirbragðið sé manneskulegt er samandregin skoðun þeirra sem að komu.
Enda var arkitektaæfingum eindregið hafnað og væntanlega úr sögunni.
En þar má ekki láta staðar numið, finna þarf leiðir til að uppbygging í hóflegum fasa hefjist á Tanganum.
Þar verða bæjaryfirvöld að taka til hendi í samvinnu við íbúa. Leiðin er vörðuð í aðalskipulagi 2018.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar