Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist þjóðinni.

2019 sjallarAllir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu.

Staðan á Íslandi er mjög alvarleg. Tveir af ráðamönnum brugðust trausti þjóðarinnar og ljóst að sú framkoma hefur rekið fleyg í traust innan ríkisstjórnarinnar.

 

Brotið traust á þeim bæ veikir ríkisstjórnina og stjórn landsins verður veikari þegar traustið er farið.

 

Ef VG og Framsókn ætla að standa við bakið á fjármálaráðherra sem brást gróflega verður uppi undarleg og erfið staða.

 

Formenn VG og Framsóknar voru linir og ósannfærandi í vörnum sínum og þegar er ljóst að formaður VG hefur ekki ótvíræðan stuðning í vörnum fyrir formann Sjálfstæðisflokkinn. Bæði þingmaður og ritari flokksins telja að BB hafi skaðað stjórnarsamstarfið.

 

Það verður erfitt fyrir ríkisstjórina að halda áfram til hausts eins löskuð hún er eftir gönuhlaup fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra..

 

Staðan núna er. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa brugðist í baráttunni við covid 19. Bæði hafa þau gert sig sek um dómgreindarleysi á erfiðum tímum. Auk þess hafa tveir þingmenn flokksins lagt sig fram um að tala niður baráttuna og dreifa rugli og vitleysu yfir landsmenn.

 

Það er því nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki neitt erindi í ríkisstjórn og traust til þeirra er að mestu horfið. Aðeins formenn VG og Framsóknar hafa reynt að réttlæta fjármálaráðherra enda stólarnir mjúkir og þægilegir.

 

En nú má segja að ríkisstjórnin sé komin í öndunarvél og bara tímaspursmál hvenær hún verður tekin úr sambandi.


Hvert fór siðferði Vinstri grænna ?

2017 vgKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra skaða traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og gera samstarfið erfiðara. Hún telur hins vegar samstöðuna innan ríkisstjórnarinnar góða og að hún hafi náð miklum árangri. „Við munum halda því ótrauð áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.

 

Katrín Jakobsdóttir og VG ætla að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi þótt ljóst sé að traustið sé farið.

 

Fjármálaráðherra gerðist sekur um lögbrot og alvarlegt siðferðisbrot gagnvart fólkinu í landinu.

 

Það breytir engu og Katrín og VG ætla að halda áfram samstarfi eins og ekkert hafi í skorist.

 

Það segir ákveðna sögu um siðferði VG og þá miklu breytingu sem orðið hefur á flokknum undanfarin misseri.

 

Völdin stólarnir skipta öllu máli, siðferðið víkur.

 

Nú er að sjá hvort siðferðisvitund Framsóknarflokksins sé meiri en Katrínar Jakobsdóttur og VG liða.

2018 sjálfstæðisfuglinn

 


Miðbærinn enn einu sinni.

2020 Akureyri miðbærAkureyrarbær kynnir í dag tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. Tillögurnar byggja á niðurstöðum þverpólitísks stýrihóps með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu sem allra fyrst. Skipulagsráð samþykkti í fyrra að gera breytingar á deiliskipulaginu sem tók gildi 2014. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu.

Frá því íbúaþing var haldið um framtíðarskipulag Miðbæjarins eru liðin 16 ár og á þeim tíma var haldin verðlaunasamkeppni, og tvisvar reynd að koma þeim málum í farveg. Loks var samþykkt skipulagi árið 2014 sem hefur legið í salti síðan. Deilur og ákvaðanafælni hefur sett svip sinn á tímabilið og ekkert framkvæmt. 

Nú hefur enn eitt skipulagið litið dagsins ljós en hvort það gengur betur á eftir að koma í ljós. Þegar rýnt er í tillöguna sem nú hefur verið kynnt er ljóst að ekkert er eftir að verðlaunatillögunni sem kynnt var fyrir bráðum einum og hálfum áratug, og rótað verulega í samþykktu deiliskipulagi frá 2014. Hvort það nær að hreyfa málum á eftir að koma í ljós, ef hefði verið til staðar pólitískt hugrekki í bæjarstjórn Akureyrar hefði átt að fara í framkvæmdir í framhaldi af samþykkt þess en það gerðist ekki. Bæjaryfirvöld skorti hugrekki og dug til að fara þá leið.

Hverju svo helst sem breytt er núna ?

Glerárgatan áfram fjórar akreinar sem er miður, það var lykilatriði fyrir lifandi miðbæ að hann tengdist Hofi og hafnarsvæði með öruggum hætti. Þrenging sem er í núverandi tillögu er auðvitað klúður og mun valda vandræðum. Leitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu atriði og að mínu mati er þetta mesta klúðrið í nýjum tillögum

Húsin hækkuð og því munu götur og umhverfi verða síður vistvæn og sólarminni en stefnt var að.

Úrvinnsla Skipagötu gerir svæðið verra og ekki sérlega skynsamlegt þegar horft er til mannlífs og lifandi miðbæjar.

Þrengin reitanna á milli Skipagötu og hafnarsvæðis gerir það að verkum að þrátt fyrir að hækka húsin er byggingamagn minna og óhagkvæmari fyrir Akureyrarbæ.  

Vafalaust er verið að fara einhverja millileið í örvæntingarfullri tilraun til að koma málum af stað á þessum svæðum.

Ég er langt frá því hrifinn. Verðlaunastillagan á sínum tíma var metnaðarfull og framsækin auk þess sem hún var frumleg.

Það er ekkert frumlegt í þessari tillögu en kannski von til að hægt verði að fara af stað á svæðinu.

Þó þykir mér líklegt að ekki verði sátt um ýmislegt þarna og deilur framundan.

Ég ætla þó að vona að út úr þessu komi uppbygging og framkvæmdir í Miðbænum. Samkeppnin við önnur svæði er hörð og því miður held ég að Miðbærinn muni ekki ná flugi í þeirri samkeppni, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.

 

 


Akureyri - gula spaldið enn og aftur.

Fyrstu myndir 6D-0072Á vinnslutíma aðalskipulagsbreytingarinnar hafa komið fram ábendingar og tillögur um skipulag götureitsins sem fela í sér lægri hús sem, að mati Skipulagsstofnunar, ætti að taka til frekari skoðunar sem raunhæfa valkosti um skipulag svæðisins í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Að mati Skipulagsstofnunar ætti að setja skýrari skipulagsákvæði í aðalskipulagi, til leiðbeiningar og útfærslu í deiliskipulagi, í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum og stuðla að góðu aðgengi og sólríkum og skjólgóðum svæðum.             ( hlekkur á frétt í Vikublaðinu)

 

 

Skipulagsstofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Skipulagsráðs Akureyrar eins og í fyrra sinn.

 

Það má lesa út úr athugsemdum Skipulagsstofnunar að þeim finnst þessi tillaga illa unnin og skilgreini illa framtíðarsýn á svæðinu. Við eftirfarandi eru gerðar athugasemdir.

 

 

 

  • Enn gagnrýnir stofnunin skort á samráði við íbúa og hagsmunaaðila eins og í síðast.
  • Horfa þarf lenga í þróun á svæðinu og sjá fyrir sér hvernig deiliskipulag muni þróast á svæðinu.
  • Vantar kröfur um bíla og hjólastæði.
  • Ekkert tillit var tekið til friðaðra Gránufélagshúsa þar sem Minjastofnun hefur mótmælt harðlega.

 

Það sem er mjög alvarlegt eftir athugasemdir Skipulagsstofnun fyrr á árinu þar sem samráðsleysi var gagnrýnt og mælst til að það yrði meira í vinnslunni áfram.

 

Skipulagsráð valdi að hafa ekkert samráð við vinnslu þeirrar tillögu sem nú fær falleinkun hjá Skipulagsstofnun. Og fyrir hvað núna? Það sama og síðast - samráðsleysi.

 

Enn þurfa bæjaryfirvöld að setjast yfir málið og reyna að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Ljóst er að ef enn og aftur á að fara inn í sama ferli og vinna enn eina tillöguna í reykfylltum bakherbergjum verður engin sátt um mál á Oddeyrartanga.

 

Skynsamlegast væri að vinna samkvæmt gildandi aðalskipulagi frá 2018 þar sem náðist gott samkomulag allra um framtíð á Oddeyrinni.

 

 

 

 


Vinstri grænir og umhverfismálin.

2017 vgÞegar fjárlagafrumvarpið er skoðað ofan í kjölinn kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

 

Það ætti að vera nokkuð öruggt að þegar umhverfismálin eru skoðuð og Vinstri GRÆNIR í forustu stjórnarinnar að umhverfismálin fengju aukna athygli og aukna fjármuni.

 

En er það svo ?

 

Aukningin er 0,05% af landframleiðslu. Það er án ofanflóðavarna. Sannarlega lítill metnaður og varla græn bylting eða hvað ? Ljóst að forusta VG í þessari ríkisstjórn er engu að skila til þessa mikilvæga málaflokks.

 

Fjármunir til lista, menningarstarfs og æskulýðsmála lækka næstu fimm árin. Sama á við um samgöngumálin, þar lækka framlög sömuleiðis næstu árin.

 

Frekar vilja VG liðar styðja skattalækkanir til auðmanna, lækkun veiðigjalda og fleiri gæluverkefni Sjálfstæðisflokksins en sinna málaflokkum sem maður hélt nú að væru þeirra áhugamál. En lengi má manninn reyna.

 

Staða VG í þessari ríkisstjórn er aumari en nokkur gat spáð fyrir.

 

Gott í bili en áhugavert fyrir landsmenn að skoða þær áherslur sem núverandi ríkisstjórn er að leggja til framtíðar.


Meirihluti Alþingis er móðgun við lýðræðið.

2020 krotStjórnarskrármálin eru nú á dagskrá af auknum krafti.

 

Tilraun stjórnvalda að reyna að þagga niður umræðuna hafði þveröfug áhrif.

 

Mikill kippur kom í undirskriftasöfnunina. Þar hafa 34.000 manns sett nafn sitt á listann góða.

 

Fáránlegur gjörningur við Skúlagötuna virkaði þveröfugt. Kjósendur láta ekki þagga niður í sér.

 

Samkvæmt skoðunarkönnun MMR er góður meirihluti fyrir að vilja nýja stjórnarskrá.

 

En meirihluti Alþingis berst á móti og dregur lappirnar.

 

Hvaða hagsmuni er verið að verja spyr almenningur sig ?

Það ætti ef til vill að vera leiðarljós að andstaðan er í Sjálfstæðisflokknum þar sem enginn tjáir sig með nýrri stjórnarskrá, og Framsóknarflokknum sem auðvitað er hagsmunagæsluflokkur.

 

Staða VG í þessu er aumkunarverð og ljóst að þeir eru í gíslingu hægri flokkanna.

 

Enn eitt dæmi um auma stöðu VG í þessu stjórnarsamstarfi.

 

Meirihluti Alþingis virðist þar af leiðandi vera í fullkominni andstöðu við kjósendur þessa lands og eina ráðið í því tilfelli er að gefa þeim reisupassa næsta haust.

 

Það er móðgun við lýðræðið að meirihluti Alþingis hagi sér með þessum hætti.

 


Gönuhlaup SA.

Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi Lífskjarasamninganna í efa. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir þörf á aðgerðum á vinnumarkaði, óháð því að samtökin hafi hætt við boðaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um Lífskjarasamninginn sem átti að hefjast í dag.

 

Samtök atvinnulífsins voru komin út á hálan ís.

 

Að ætla efna til ófriðar á vafasömum forsendum var óskiljanlegt.

 

Ef þeir hefðu ógilt samninginn hefði hér skapast mjög erfitt ástand sem ekki hefði séð fyrir endann á.

 

Líklegast er að þetta hafi verið djúphugsuð flétta til að pína ríkisstjórnina til frekari fjárúláta þeim í hag.

 

Það tókst ef svo var. Ríkisstjórnin skar þau úr snörunni.

 

Eftir stendur að SA hefur opinberað sig sem óábyrg og óskynsöm samtök í hugum launafólks í landinu.

 

Trúnarbresturinn gagnvart verkalýðshreyfingunni gæti orðið þeim erfiður í framtíðinni.


Hin miskunarlausa nálgun tölvunnar.

0 2020  18 júní sól og sól-0253Ég hef verið hugsi undanfarna daga. Það er sársaukafullt að sjá fulltrúa kerfisins mæta í sjónvarpssal og útskýra af fullkomnu tilfinningaleysi hvernig tölvan vísaði fjórum börnum með valdi úr landi.

 

Fáeinir stjórnmálamenn hafa mætt sviplausir í fjölmiðla, "the computer says no".  Kerfiskallar á ferð.

 

Viljum við búa í landi sem afgreiðir viðkvæm mál með þessum hætti ? 

 

Sumir segja vafalaust já. Hvort þeir segðu já ef þetta væru þeirra eigin börn er spurning, sennilega ekki.

 

Vonandi breytist hugarfar ráðamanna í þessum málaflokki þegar börn eiga í hlut. Ég held að meirihluti landsmanna vilji ekki hafa þennan háttinn á.

 

Ísland að vera öruggt athvarf barna á flótta.

 

 


Af meiri og minnihlutum.

0 2017 00000 5.10. 17-2174Áhugaverð tilraun á Akureyri. Enginn minni eða meirihluti og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

 

Saga formlegra meiri og minnihluta á Akureyri er ekkert sérlega gömul, kannski tæplega 40 ára. 

 

Áður voru hér nokkuð hreinar línur, KEA og SÍS stjórnuðu ferðinni í samvinnu við Landsbankann.

 

Oddvitar bæjarstjórnarinnar voru lengi bankastjóri Landsbankans og KEA. Viðræður þar voru ekkert sérlega flóknar og fyrirkomulagið hentaði þessum stórveldum í viðskiptum góða stöðu.

 

Vegna ástandsins þar sem liggur fyrir að staða mála á Akureyri og reyndar flestra sveitarfélaga á Íslandi er skuggaleg. Spáð er allt það því þriggja milljarða gati hér í bæ og svipað má segja um flest önnur sveitarfélög.

 

Ég ólst upp við að hér í bæ réðu hagsmunaöflin flestu sem þau vildu, íbúalýðræði var ekki hugsun sem truflaði ákvarðanir þáverandi bæjaryfirvalda. Seinni árin hefur þetta lagast mikið þó svo oftar og meira mætti hlusta á bæjarbúa þegar kemur að stórum málum. Eins hefur ákvarðanafælni einkennt störf bæjaryfirvalda þegar kemur að stórum málum.

 

Ég er ekki einn af þeim sem mundi kalla eftir svona fyrirkomulagi og alls ekki í venjulegu árferði. Kerfið minni og meírhluti á að kalla fram umræðu og aðhald.

 

En núna, í því ástandi sem fyrirséð er þá er það réttlætanlegt að taka þennan pól og gera þessa samvinnutilraun. Þetta er átaksverkefni til rúmlega eins árs ( eða tæplega tveggja ) og þá reynir á sveigjanleika og samstarfshæfni núverandi bæjarfulltrúa.

 

Það verður örugglega fylgst með þessu verkefni af miklum áhuga og nokkuð spennandi bara hvernig til tekst. Auðvitað verða átök um einstök mál og alls ekki tryggt að allar ákvarðanir verði afgreiddar með 11 - 0 í bæjarstjórninni.

 

Það sem ég vonast til að sjá að bæjarstjórn taki þroskaða afstöðu til skoðana íbúa og auki íbúalýðræði og taki meira tillit til þeirra skoðana sem heyrast frá bæjarbúum.

 

Þá er ég td að hugsa um þá vondu ákvörðun 9 bæjarfulltrúa að auglýsa skipulag sem allir vita að er gríðarleg andstaða við. Þar skorti dug og þor að standa í lappirnar eins og stundum áður í þeim málaflokki.

En gangi okkur vel í þessu nýja ( tímabundna ) fyrirkomulagi og að verður fylgst með víða hvernig til tekst.

 

Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil.


Oddeyrarskipulag - hugleiðingar um vinnubrögð.

0 2019 sólarlag í júní-0124Langar að koma hugleiðingum mínum og nokkrum spurningum á blað.

 

Eins og allir vita hefur skipulagssvið Akureyrbæjar tekið við pöntun frá öflugum verktaka um að fá að byggja upp samkvæmt eigin hugmyndum hans. Þar er vikið hraustlega frá nýsamþykktu skipulagi á Oddeyri, skipulagi sem var unnnið á vandaðan og yfirvegaðan hátt í góðri sátt við íbúa og hagsmunaaðila.

 

Í framhaldi af því eru nokkrar spurningar sem væri gagnlegt að þeir sem hafa áhuga á málinu hugleiði.

 

  • Er rétt að fyrirtæki út í bæ geti lagt inn pöntun á aðalskipulagi ?
  • Er rétt að fyrirtæki úti í bæ geti markað sér byggingarreiti og fengið þá afhenta ?
  • Ætti ekki að auglýsa byggingarétt til að gæta jafnræðis ?
  • Er eðlileg að sveitarfélag ráðist í breytingar á aðalskipulagi á svæðum þar sem eru fyrirtæki og íbúðarhús án nokkurs samráðs við viðkomandi ?
  • Er eðlilegt að sveitarfélag gangi erinda verktaka og margfaldi verðmæti reita samkvæmt pöntun.
  • Er eðlilegt að taklausar hugmyndir raski uppbyggingu á aðliggjandi reitum og rýri verðmæti þeirra um langa framtíð ?
  • Er eðlilegt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem hefur í för sér miklar breytingar fyrir samgöngur í lofti, landi og sjó án nokkurrar skoðunar á afleiðingum ?
  • Er eðlilegt að rýra gildi menningarverðmæta með þeim hætti sem lagt er til ?

Það er sannarlega orðið ljóst að engin sátt er um þessar hugmyndir og hreinlega ósvífið af meirihluta bæjarstjórnar að bera þær á borð í formi auglýsingar um breytingar á aðalskipulagi.

 

En málið heldur áfram og ef til vill von til að nýr al-meirihluti hugsi málin dýpra en fyrri bæjaryfirvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 819090

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband