Enn ein kjaftasagan hrakin. Gróa gamla þrífst vel.

Í gær voru að byrja kjaftasögur um að núverandi félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason hefði verið í bankaráði Búnaðarbankans sem hefði veitt Björgúlfunum lán fyrir Landsbankanum. Merkilegt hvað er góður jarðvegur fyrir slíkar sögur og ýmsir fljótir að byrja að smjatta. Í þessari nýju stjórn voru mættir til leiks sumir aðaleikendur í fjármálabraskinu sem framundan var hjá þeim ágæta banka sem þá hafði verið einkavæddur af þáverandi stjórnvöldum.

Á aðalfundi Búnaðarbanka Íslands hf. þann 22. mars 2003 voru eftirtaldir kjörnir í bankaráð: Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans, Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður BYKO og dr. Michael Sautter, framkvæmdastjóri hjá Société Générale í Þýskalandi og Austurríki.

Elín Sigfúsdóttir hafði átt sæti í bankaráði Búnaðarbankans í fjögur ár og Jón Helgi Guðmundsson hafði verið bankaráðsmaður frá aðalfundi 2002 en Finnur, Hjörleifur og Sautter leystu af hólmi fulltrúa ríkisins í stjórn bankans.

Eftirtaldir voru kjörnir varamenn á fundinum:

Guðmundur Kristjánsson fyrir Elínu Sigfúsdóttur
Margeir Daníelsson fyrir Finn Ingólfsson
Jón Þór Hjaltason fyrir Hjörleif Jakobsson
Þórður Magnússon fyrir Jón Helga Guðmundsson
Guðmundur Hjaltason fyrir dr. Michael Sautter.


mbl.is Lán veitt eftir einkavæðingu Búnaðarbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er örugglega ekki satt, því að ofurbankamaðurinn Davíð Oddsson sagðist ekkert skilja í því í gærkvöldi að Árni Páll myndi ekki eftir láninu. Davíð fer aldrei með fleipur eins og allir vita ... 

Gunnar (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Sævar Einarsson

hmm áhugavert, amk miðað við http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=678 en þar stendur "Í bankaráði Búnaðarbankans 2001-2003"

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Skrifuðu þeir ekki undir kaupinn 2 janúar 2003 ? þeir hafa væntanlega verið búnir að fá fjármagnið fyrst, varla kaupir maður eitthvað áður en maður slær lán fyrir því er það ?

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 14:32

4 identicon

Sæll Jón Ingi það eru nú engir duglegri e Samfylkingar-fólk að búa til sögur og dreifa óhróðri um andstæðinga sína svo ef þér svelgdist á yfir sögunni um að Árni Páll hafi verið í bankaráði Búnaðarbankans á tilteknum tíma held ég að þú ættir nú að reyna að leggja þitt að mörkum til að stoppa allan slefburðin og illmælgin sem streyma úr herbúðum ykkar í samfylkingunni, þetta er ljót og leiðinleg iðja sem þið stundið. En svona í lokn þá get e´g sagt þér að Árni Páll var í brúðkaupi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar í Baugi. Ég var það líka og mér vitist Arna Páli líða afar vel þarna í samkomunni enda sérstakur fulltrúi Samfylkingarinnar á brúðkaupinu. Með kveðju HH

HH (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

HH... þú ert með efnilegri Gróum sem ég hef hitt fyrir hér. Mér þætti vænt um að þú skrifaðir undir nafni svo allir viti nú hver þessi ágæti maður-kona er.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband