Björt framtíð - vörusvik ársins.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar verður með minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta, ef hún kemst á kopp­inn eða sam­tals með 32 þing­menn á þingi af 63. „Þegar rík­is­stjórn er mynduð með jafn­litl­um meiri­hluta skipt­ir hver þingmaður miklu máli,” seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, stjórn­mála­fræðing­ur.

___________________

Þá er ný ríkisstjórn í burðarliðnum.

Ríkisstjórn hægri aflanna á Íslandi.

Kjósendur púuðu niður slíka stjórn á Austurvelli í vor en mættu síðan í kjörklefana og kusu aðra slíka.

Sjálfstæðisflokknum virðist vera að takast að landa tveimur smáflokkum og ætlar þeim hækjuhlutverk í samræmi við þingstyrk, en Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa tögl og hagldir í þeirri ríkisstjórn.

Framundan eru því dagar þar sem hægri áherslur verða í forgangi og þetta kjörtímabil því í reynd bein framlenging á því sem lauk í haust, forréttindahópar í öndvegi, samfélagskerfi í fjársvelti og dulbúinni einkavæðingu komið á í heilbrigðiskerfinu.

Hvað breyttist þá með 20.000 manna fundi á Austurvelli ?

Nákvæmlega ekki neitt annað en Sjálfstæðisflokkurinn losnaði við Framsókn og fékk tvo nytsama sakleysingja með sér til heimabrúks.

Hvað Viðreisn varðar var þetta algjörlega fyrirséð, afleggjari Sjálfstæðisflokkisins fór vitaskuld beint heim, enda passaði frjálshyggjuhugarfar þeirra ekki við miðju og vinstri flokka á Íslandi.

Björt framtíð er aftur á móti furðuflokkur þessara kosninga.

Buðu sig fram í nafni frjálslyndis og miðjustjórnmála.

Runnu síðan inn í hægri flokkinn Viðreisn og máttleysislegur formaðurinn hefur fært Benedikt í Viðreisn fullt forræði yfir stefnumálum og áherslum flokksins.  Furðulegt í beinu framhaldi af kosningum og vond svik við kjósendur flokksins.

Björt framtíð var því undir fölsku flaggi í kosningabaráttunni og fjöldi jafnaðarsinnaðra kjósenda kusu flokkinn og björguðu honum frá að hverfa af þingi.

Uppskera þessara kjósenda eru aukinn völd Sjálfstæðisflokksins á Íslandi næstu misseri og mér er stórlega til efs að það hafi verið hugsun þessara sömu kjósenda.

Björt framtíð er því öruggur sigurvegari í keppni um vörusvik ársins.

Ekki annað hægt en vorkenna kjósendum BF fyrir að falla fyrir blekkingunni.

Nytsöm hækja hægri aflanna á Íslandi búin að kasta dulargerfinu og opinberað sig til framtíðar.

 


mbl.is Þarf að ríkja gott traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2016

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband