Íhaldsstjórn VG, Sjálfstæðísflokks og Framsóknar ?

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist munu í helgar­lok eða strax á mánu­dag gera Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, grein fyr­ir gangi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna. Í sam­töl­um sín­um við for­seta, sem síðastliðinn þriðju­dag fól Bjarna stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð, hafi þetta verið sett sem tím­arammi.

Stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar, BB hefur þreifað á öllum formönnum og er á leið til forseta til að gera grein fyrir stöðu mála.

Mest hefur verið talað um stjórn D-C-A, þó svo formenn C-A slái úr og í.

Auðvitað langar Engeyjar-Bensa að vera aðal og formaður A hefur talað á allt öðrum nótum fram að þessu.

Nú er farið að tala um stjórn D-V-B sem væri hrein íhaldsstjórn.

Þessar viðræður fara marga hringi áður en kæmi að því en hugmyndin ekki eins fjarlæg og mætti ætla.

Formaður VG hefur sagt stefnu flokkanna fjarri hvor annari en er það reyndin ?

Þessir flokkar eru mjög sammála í stórum málum. Einangrun á alþjóðavettvangi, óbreytta mynt, óbreytt landbúnarkerfi, óbreytt fiskveiðikerfi.

Stóru línurnar eru samhljóða, annað mætti semja um á meðalnótum.

Framsókn er til í hvað sem er og SDG og stuðningsmenn hans settir á ís.

Það skyldi þó aldrei enda þannig að við fengjum íhaldsstjórn sem væri sammála um óbreytt ástand.

Ekkert ósennilegt í ljósi stöðunnar.

Kjósendur hrökktu burtu gömlu stjórnina og forsætisráðherrann en kusu í reynd yfir sig sömu flokka og sömu fyrirgreiðsluöflin, hver hefði trúað því í vor sem leiða þegar 20.000 manns mótmæltu á Austurvelli.


mbl.is Allir finna til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2016

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband