Hroki og stórbokkaháttur.

Ég verð nú að viðurkenna að álit mitt á þessu háttvirta þingmanni hefur beðið hnekki. Þessi ummæli bera vott um ótrúlegan hroka og lítilsvirðingu við þjóðina sem á rétt á skynsamlegri umræðu og kynningu á þeim kostum sem í boði eru.

Ég vil bara blak af honum með að segja..hann er óreyndur og kann ekki leikreglur málefnalegrar umræðu og almenna virðingu fyrir því sem Alþingi hefur ákveðið.

Hann ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt... fáránlegur málflutningur..kjánalegur.

Umsókn um aðild að ESB er í ferli...samningaviðræður eru að hefjast. Ekkert liggur fyrir hvað út úr þeim kemur. Að þeim loknum og samninganefndin telur sig hafa samningsdrög sem hún telur þess virði að setja í dóm þjóðarinnar verður það gert.

Þjóðin á rétt á skynsömum stjórnmálamönnum sem umgangast lýðræðislegan rétt þjóðarinnar af virðingu. Það fylgir því vandi og ábyrgð að vera alþingismaður.

Stjórnmálamenn sem uppvísir eru að virðingarleysi við land og þjóð með hroka og stórbokkahætti eiga það ekki skilið að sitja á Alþingi. Alþingismaður hefur ekki rétt á því að tala eins og ábyrðgarlaus götustrákur jafnvel þó hann sé að reyna að slá pólitískar keilur í sveitinni þar sem atkvæðin sem kjósa HANN eru .

Gott að fá formann í Heimsýn sem rýrir áltit þessara samtaka með kjánaummælum og klaufaskap...styrkir stöðu ESB - sinna að fá slíkan fulltrúa þegar grannt er skoðað.


mbl.is „Við slátrum ESB-kosningunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

þeir sem eru uppvísir að virðingarleysi við land og þjóð eru þeir sem sitja í núverandi ríkistjórn. Held að við ættum að þakka fyrir að einhver lætur sig land og þjóð varða...ekki peninga...sem allt virðist snúast um. Við erum sjálfstæð þjóð og eigum að vernda það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Áfram fullvalda Ísland.Höfnum fátækt með því að hafna sameiningu við gömul nýlenduveldi Evrópu.Höfnum undirlægjuhætti Samfylkingarinnar.Áfram Ásmundur.Áfram Heimssýn.

Sigurgeir Jónsson, 17.11.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

"Stjórnmálamenn sem uppvísir eru að virðingarleysi við land og þjóð með hroka og stórbokkahætti eiga það ekki skilið að sitja á Alþingi."

 Aldrei meira sammála þér Jón Ingi og það sennilega í fyrsta sinn!! Sendum alla ráðherra Samfylkingarinnar heim. Það er hvergi meiri hroki og virðingarleysi gagnvart landi og þjóð en einmitt hjá þínu liði!

Hafsteinn Björnsson, 17.11.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú meiri taugatitringurinn sem þessi drengur hefur valdið innan Samfylkngarinnar. Fréttir í gær hermdu að þingmenn Samfó væru steinhissa á að maður úr öðrum stjórnmálaflokki nýtti sér félagafrelsi  og nú á að vega að málfrelsi mannsins vegna þess að hann talar tæra íslensku og lætur ekki misskiljast. Samfó gæti lært mikið af hreinskilni þessa manns.

Víðir Benediktsson, 17.11.2009 kl. 18:30

5 identicon

Þetta eru stór orð í fyrirsögninni hjá síðuhöfundi sem svarar á líkan hátt og hann gerði hjá mér, og víðar, á svipaðan hátt og þetta:

"Sorglegt skilningsleysi...."

Tek undir með Víði.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef mikla trú á Ásmundi Einari og held ég að hann gæti gert góða hluti sem formaður Heimssýnar.
Það væri mjög skynsamlegt ef umsókn okkar um ESB yrði dregin til baka - þjóðin fékk ekki að greiða atkvæði hvort farið yrði þessar viðræður - þökk sé SF.

Óðinn Þórisson, 17.11.2009 kl. 19:31

7 identicon

Jón !  getur þú sagt mér hvers vegna mál koma yfirleitt þannig upp Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi  að VG er ekki sammála Samfylkingunni  en ekki öfugt ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ásmundur er afar vel gefinn maður, en þjóðerniskennd og tilfinningasemi eru skynseminni yfirsterkari.

Að mínu mati eru andstæðingar ESB aðildarumsóknar að stjórnast af sömu hvötum og fengu hundruð manna í Keflavíkurgönguna á árum áður.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband