Endurreisn að komast á skrið þrátt fyrir andstöðu stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin hefur unnið að því hörðum höndum að koma af stað hjólum þjóðfélagsins. Ljóst er að það verk er erfitt og flókið og ekki hægt að hrista fram einhverjar hókus pókus lausnir á nokkrum vikum þó svo umræðan hafi gjarnan verið þannig.

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt nótt við dag við þær tilraunir sína að tefja og drepa á dreif þeirri vinnu og hefur sannarlega tekist að tefja ýmislegt. En þeim mun ekki takast að koma í veg fyrir að árangur náist og hjólin fari að snúast á ný.

Mörg risastór mál eru framundan og miklu bjartara er við sjóndeildarhring en áður. Þó hamast stjórnarandstaðan nótt og nýtan dag í úrtölumyrkri, svartagallsrausi og svartsýni. En stjórnvöld halda áfram ótrauð þrátt fyrir dómsdagsspár Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.

Á næsta mánuði munu ýmis mál komast á skrið, Icesavemál munu leysast, framlenging stöðugleikasáttmála kemst í höfn, bankaendurreisninni mun ljúka, rannsóknarniðurstöður í hrunmálum mun birtast, stýrivextir munu lækka og endurskoðaða samkomulag við AGS mun birtast landsmönnum.

Atvinnuleysi er verulegt en þó talsvert minna en spár gerðu ráð fyrir og ýmis teikn eru á lofti að atvinnulífið sé að taka við sér.

Allt þetta er á góðri leið og þó svo Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Hreyfingin hafi ekkert aðstoðað við endurreisnina og vinnu við hana eru þess augljós merki að botninum hefur verið náð og landið á byrja að rísa.

Það sýnir hvaða árangri er hægt að ná með þolgæði og ákveðni og jafnframt því að vera ekki haldin fjölmiðlalöngun stjórnarandstöðuleiðtoganna sem hafa bulið eins og tómar tunnur undanfarnar vikur. Þó er heldur að draga úr barlómnum og neikvæðninni því meira að segja formenn stjórnarandstöðuflokkanna sjá að árangur er orðinn mælanlegur og vel sjáanlegur er svartnættisþokan byrgir ekki sýn.


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvar er hrósið hjá þér til Svandísar vegna úrskurðar hennar vegna Suðvesturlínu sem allir Suðurnesjabúir eru svo sáttir við að þeir héldu fund þar sem enginn þingmaður vg mætti - þetta er kanski eitt af þessum góðu málum sem ríkisstjórn er að gera - þetta hjálpar Jón að hafa svona ráðherra - eða þannig -

Óðinn Þórisson, 13.10.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband