Hættið þessu rugli og klárið málin.

Hér góðlátleg beiðni frá mér til þingmanna, þingmanna Framsóknarflokksins sem annarra.

Hættið þessu rugli og farið að klára þessi mál. Framsóknarflokkurinn sökkti þessu landi í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Það gerðu þeir í góðri samvinnu þar sem eigur ríkisins voru gefnar.

Núna leggja arftakar þeirra í forustu Framsóknarflokksins allt kapp á að sökkva landi og þjóð enn dýpra með endalausu bulli og vitleysu. Núna hafa þeir orðið uppvísir að ábyrgarleysi og kjánaskap.

Íslendingar mega ekki við því að íslenskir stjórnmálamenn vinni ekki vinnuna sína og vinni ekki landi og þjóð til heilla.

Og svo aftur að beiðni minni.... til þingmanna. Vinsamlega vinnið vinnuna ykkar og komið hjólum þjóðlífsins í gang á ný... vanhæfni allt of margra þingmanna er að verða pínleg og Alþingi til skammar.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér og tek heilshugar undir áskorun þína.

Það er nóg komið, þetta er orðið virkilega neyðarlegt og ykkur og okkur öllum til skammar.

ASE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sammála áfram ísland ekkert flokkskjaftæði ekki var það Jóhönnu til upplyftingar að senda tölvupóst og spyrjast firrir um hvort við fengum lán eða ekki, þarna fór illa vegna flokkskjaftæða.

Sigurður Haraldsson, 10.10.2009 kl. 03:55

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Betra er að taka lélega ákvörðun en enga ákvörðun.

Óðinn Þórisson, 10.10.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband