Afstaða Sjalla og Framsóknar er flokkapólitík.

Afstaða Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ekki lausnamiðuð. Það virðist sem sú lína hafi verið gefin innan stjórnarandstöðuflokkanna að vera á móti öllu sem fram kemur í málinu frá stjórnvöldum.

Það breytir því líklega engu hvaða lausnir verða í boði... Sjálfstæðisflokkur sem á málið skuldlaust frá í okt-nóv og Framsóknarflokkur með hugmyndafræðinginn Sigmund Davíð í broddi fylkingar munu hamast gegn þessu sama hvað..

Þess vegna þurfa ábyrgir stjórnmálamenn að klára þetta mál og það sem fyrst.

 


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þú ættir að kynna þér málið fyrst áður en þú segir: "klára þetta mál og það sem fyrst"! Nei, bíddu.. það er því miður ekki hægt að kynna sér málið vegna þess að vinstristjórnin þín heldur öllum upplýsingum leyndum!

Vissulega bera Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ákveðna ábyrgð á hruninu, einkavæðingu bankana o.s.frv. En hvenær settist Samfylkingin í ríkisstjórn? Hvaða flokkur tók við bankamálunum vorið 2007? Ef þetta hrun var svona augljóst, af hverju var ekkert gert strax vorið 2007?

Ábyrgir stjórnmálamenn í Samfylkingunni? Þú mátt þá byrja á því að sendu þínu fólki skilaboð um að aflétta leyndinni í Icesave málinu!

Reynir Jóhannesson, 21.9.2009 kl. 15:37

2 identicon

Það er engin leynd Reynir, í IC-málinu. Svo gegnsætt hefur ferlið verið að almenningur og stjórnarandstaðan hefur nánast fengið þetta beint. Því miður hefur ákveðinn hluti stjórnarandstöðunnar lekið upplýsingum sem hafa skaðað okkar málstað. Gert í flokkshagsmunaskyni. Í sex vikur var reynt að eiga við stjórnarandstöðuna og mikilvægur tími tapaðist. Orð þín Reynir eru ómakleg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Gísli, eins og þú segir.. það átti ekkert að gefa neitt upp. Ef stjórnarandstaðan hefur lekið upplýsingum, þá hefur hún greinilega ekki lekið nægilega miklu. Því vitum vitum alls ekki allt um málið. Ferlið er langt frá því að vera gegnsætt.

Þú segir einnig að "Í sex vikur var reynt að eiga við stjórnarandstöðuna og mikilvægur tími tapaðist."? Samfylkingin og VG eru með meirihluta á þingi, af hverju ekki bara keyra málið í gegn ef það er svona mikilvægt að klára þetta strax? Af hverju eru þið að láta stjórnarandstöðuna trufla ykkur? Getur kannski verið að hún hafi eitthvað til síns máls?

Reynir Jóhannesson, 21.9.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er það sem ég er að leggja til núna Reynir.. samráðspólitik við Sjalla og Framsókn er tímaeyðsla og það kom í ljós í þessu rúmlega mánaðar ferli í sumar.. þó var Framsóknarflokurinn heiðarlegri.. var á móti alltaf en Sjallar spiluðu með... samþykktu fyrirvarana í fjálaganefnd en hlupu síðan frá þeirri ábyrgð á Alþingi og sátu hjá... þetta er aumingjapólitík.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2009 kl. 16:38

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Nú er forsaga þessa máls öllum ljós, Geir Haarde hefur þegar viðurkennt mistök sín í málinu þegar hann var fjámálaráðherra. Hann er maður af meiri. Aðrir hafa þagað þunnu hljóði sem bera jafnvel enn meiri ábyrgð á þessu máli.
  • Skuldaviðurkenning er undirrituð af Geir Haarde í október fyrir rúmu ári, auðvitað getur Samfylkingin ekki lokað augunum fyrir þeim gjörningi. Eða átti sá flokkur að segja nei og mótmæla því að íslendingar  skulduðu þessa fjárupphæð.
  • Gerður er samningur um greiðslufrest í júni á þessu ári.
  • Það þarf ekki frekari söguskýringar við þetta mál. Það er vitað hverjir það voru sem gerðu mistökin og þeir eru nú allir harfnir af þingi en flokkar þeirra eru enn til staðar á Alþingi og eiga auðvitað að bera hina pólitísku ábyrgð.
  • En þeir kveinka sér undan henni og reyna að varpa skuldinni á saklaust fólk. Þar eru greinilega litlir kallar á ferð

Kristbjörn Árnason, 21.9.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvar í veröldinni ætlar þú að finna þessa ábyrgu stjórnmálamenn? Björgvin G. kannski?

Víðir Benediktsson, 21.9.2009 kl. 17:45

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stóri skaðinn var gerður 5.júní OG hvað lá ?

Hversvegna var ekki leitað samráðs og samstarfs við stjórnarandstöðuna áður farið var út og skrifað undir ?

Hversvegna var ekki reynt á lagalegu leiðina áður en skrifaði var undir ?

Hversvegna var þetta mál ekki keyrt í gegn í sumar alþingi ? þið erum með þingmeirihluta
EN sem betur fer fyrir þjóðna þá voru nokkrir ábyrgir þingmenn vg OG stjórnarandstaðan sem sáu strax OG þeir fengu samninginn ( sem þeir áttu ekki að fá að sjá ) að hann var heil hörmung OG farið var í björgunarleiðangur -

Óðinn Þórisson, 21.9.2009 kl. 18:24

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Lausnamiðuð" aðferð ríkisstjórnarinnar er að segja já og amen við öllu sem Hollendingar og Bretar krefjast og skýla sér svo bak við að íhaldið og framsókn beri alla ábyrgð. Líklega er afstaðan í og með að styggja ekki ESB aðildarviðræður. Þessi aðferðarræði er ekki bara þreytt og lúin heldur mun hún stórskaða íslenska þjóð þegar uppi er staðið.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 19:11

9 identicon

Jón !  Hvar ætlar þú að finna "ábyrga stjórnmálamenn" og í annan stað
hvernig útskýrir þú hvað er " ábyrgur stjórnmálamaður " eru það  td.  þeir sem vill leggja niður íslenskan landbúnað og flytja stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum til Brussel ?  

Ágúst J. (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Skuldaviðurkenning er undirrituð af Geir Haarde í október fyrir rúmu ári, auðvitað getur Samfylkingin ekki lokað augunum fyrir þeim gjörningi. Eða átti sá flokkur að segja nei og mótmæla því að íslendingar  skulduðu þessa fjárupphæð.

Þessi svokallaða skuldaviðurkenning sem þú minnist á þarna var viljayfirlýsing til að standa við þær skuldbindingar sem Íslenska ríkinu ber, samkvæmt regluverki ESB sem við erum með í gegnum EES samningana þá er það skýrt fram tekið að ríkinu bar ekki að gera það þar sem það var búið að koma á fót tryggingasjóð.

Það að halda því fram að Geir Haarde hafi krotað undir samning sem skuldabatt ríkið til að borga þetta Icesave rugl stenst ekki, þar sem hann hefur engin réttindi til þess, svona skuldaviðurkenning þarf að fara í gegnum alþingi. Það vita bretar og hollendingar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.9.2009 kl. 21:51

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Doddi minn, ég held að þú eigir lesa betur.

Þegar að Alþingi samþykkti EES samninginn samþykktu þeir einnig þá skilmála sem ESB setur þ.á.m. um tryggingasjóð innistæðueigenda sem í sjálfu sér er gott regluverk og raunar neytendaverndarákvæði. Vegna venjulegra launamanna.

Þ.a.l. hefur Alþingi þegar samþykkt þetta regluverk og Geir hefur þegar viðurkennt mistök sín. 

settu þig inn í málið, en endurtaktu ekki eitthvað sem aðrir hafa gasprað um án þess að vita um málið. 

Kristbjörn Árnason, 21.9.2009 kl. 23:08

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þegar að Alþingi samþykkti EES samninginn samþykktu þeir einnig þá skilmála sem ESB setur þ.á.m. um tryggingasjóð innistæðueigenda

Þetta er akkúrat málið, þegar búið er að koma á fót tryggingasjóði innistæðueigenda þá ber ríkið enga ábyrgð á innistæðum, og þetta er samkvæmt regluverkinu, samkvæmt regluverkinu er einnig tekið fram að ríki meiga ekki vera ábyrg fyrir innistæðum ef kominn er tryggingasjóður til að hampa ekki samkeppni. Ef tryggingasjóður klárast þá er hann búinn, ríkið tekur ekki við.

settu þig inn í málið, en endurtaktu ekki eitthvað sem aðrir hafa gasprað um án þess að vita um málið

Ég hef sett mig inn í málið, kannski ættir þú að skoða það nánar út af sömu ástæðu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.9.2009 kl. 09:10

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Lögin eru samþykkt og nú gildir að komast að því hvort ríkisstjórnin getur náð samkomulagi við Holland og Bretland innan þeirra laga. Reynist það ekki mögulegt erum við aftur á byrjunarreit og getum annað hvort sent nýja samningarnefnd, sagt Hollandi og Bretlandi að sækja kröfu sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef þeir vilji fá eitthvað umfram núverandi lagabókstaf eða tekið kröfur þeirra fyrir á þingi og reynt að gera lagabreytingu á nýsamþykktu frumvarpi. undir öllum kringumstæðum getur ríkisstjórnin með sín 12 atkvæði á þingi ekki breytt lögum upp á sitt einsdæmi án þess að leggja af stjórnarskrána.

Héðinn Björnsson, 22.9.2009 kl. 14:00

14 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Rétt hjá þér Doddi,

  • ég margbúinn að margskoða þetta. Sjóðurinn var tómur og það var talið að hann skuldaði 19 milljarða en það var bara vegna innlánanna innanlands.
  • þetta voru mistök ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
  • En lögin sem eru í gildi enn ná ekki til starfsemi bankanna erlendis.  Það voru önnur mistök og miklu alvarlegri 
  • En skoðaðu hvað ríkisstjórn Geirs og Sollu greiddu út marga milljarða vegna innistæðna hér innanlands. Það var margföld sú upphæð sem tryggingasjóðnum var skylt að gera.
  • samkvæmt neyðarlögunum ætlaði þessi stjórn ekki að greiða launafólki neitt sem áttu innistæður í Bretlandi og í Hollandi
  • Þetta tvennt setti allt á annann endan. 1. regla í ESB fyrirbæri er jafnrétti allra viðskiptavina hvar sem þeir versla við fyrirtæki
  • Fólkið var bálreitt í þessum löndum og taldi sig illa svikið

Kristbjörn Árnason, 23.9.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband