Framsóknarvandræði.

Framsóknarflokknum virðast enn mislagðar hendur við val á fólki til trúnaðarstarfa. Það gerist aftur og aftur að tengsl og vinnubrögð þeirra sem þar koma að málum virka illa á fólk. Borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík og formaður stjórnar Orkuveitunnar eru svolítið Framsóknar og fyrirgreiðslulegir. Tengsl formanns flokksins við gróðaöflin og einkavæðingarfortíðina eru öllum ljós.

Nú neyðist fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabanka til að segja af sér því einhverjir fundu á honum veikan blett sem hann ekki treysti sér til að standa af sér.

Þetta minnir okkur sem betur fer á það að Framsóknarflokkurinn hefur ekkert breyst og er enn hagsmunasamtök fyrrum kaupfélags og sís manna sem komu ár sinni fyrir borð þegar samvinnurhreyfingi hrundi og losnaði um fé sem enginn átti.


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Grjótkast úr glerhúsi!

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef aldrei verið í gróðurhúsi og hef ekki stundað nein viðskipti á ævi minni .. þannig að ekkert er glerhúsið hvað mig varðar

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er svona álika geðslegt og þiggja stórfé af Jóni Ásgeiri til að reka stjórnmálaflokk.

Víðir Benediktsson, 12.9.2009 kl. 19:09

4 identicon

Jón Ingi er ekki þekktur glergrýtismaður, Hallur. Talinn sómamaður af andstæðingum. Spurðu Víði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enda var lögum um fjármál stjórnmálaflokka breytt að frumkvæði Samfylkingarinnar eftir áratuga leynarhjúp og pukur.... og því fær enginn stjórnmálaflokkur framar slík framlög..hvorki Framsókn né aðrir.. Gott fyrir Framóknarflokkinn því ekki var Sís eða Kea til að dæla í þá milljónum eins og gamla daga... Nú er þetta komið í eðlilegan og gagnsæjan farveg og það var Samfylkingin sem rak það mál í gegn.. Jóhanna flutti fyrsta frumvarp þessa efnis fyrir tuttugu árum. Víðir... þú ert sjálfum þér samkvæmur...ferð að tala um Samfylkinguna þegar Framsókn er í veseni...en samt þykist þú ekki vera Frammari...römm er sú taug

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sagði að þetta væri álíka geðslegt Jón minn. Hvarflar ekki að mér að taka upp hanskann fyrir einn né neinn í þessu sukki, hvorki framsóknarmenn né aðra. Gísli minn, ég er sammála þér, held að Jón sé sómamaður, bara í vondum félagsskap.

Víðir Benediktsson, 12.9.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli!

Hann villtist þá inn í það núna - stóra Samfylkingarglerhýsið :)

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818066

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband