Eiga tilfinningar forstjórans að ráða ?

Ef forstöðumanni ríkisstofnunar er illa við einhverja af því málflutingur þeirra hentaði ekki og var óþægilegur, hefur hann rétt til að draga þá í sérstakann dilk þar sem þeir fá aðra meðhöndlun en aðrir...?

Hætt er við að jafnræðisreglan svigni óþægilega í þessu mál og frólegt hvort Georg hefur heimild ráðherra til að stjórna Gæslunni eftir eigin tilfinningum og geðþótta.. ?

Sennilega verður látið á það reyna.


mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maður í þessari múnderingu hlýtur að álíta sig vera herforingja eða þjóðhöfðingja.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Maðurinn er náttúrlega Aðmíráll í hinum íslenska sjóher og því kannske von að hann finni til sín aðeins.

Annars minnir þetta dálítið á frásögn sem ég las einu sinni frá pólitíkinn á fyrripart tuttugustu aldarinnar. Menn voru þá vægast sagt illskeyttir og ófyrirleitnir og nægir að minnast þess þegar andstæðingar Jónasar frá Hriflu reyndu að koma honum á Klepp.

En í þessari frásögn var það Jónas sjálfur sem neytti bellibragða. Þannig var að frambjóðendur ferðuðust gjarnan með varðskipunum á framboðsfundi út á land. Jónas sem dómsmálaráðherra og þar með æðsti maður landhelgisgæslunnar fékk því hins vegar framgengt fyrir kosningar að Ólafi Thors var neitað um far með varðskipunum með þeim rökum að það væri ekki sæmandi að landhelgisgæslan væri að transportera landhelgisbrjóta. Þannig var að skömmu áður hafði einhver af togurum Kveldúlfs verið staðinn að landhelgisbroti:) Ólafur Thors var sem kunnugt er eigandi (eða einn af eigendum) Kveldúlfs.

Hér virðist, 80 árum seinna vera svipað viðhorf á ferðinni; þeir sem tala illa um landhelgisgæsluna geta sko bara transporterað sig sjálfir!

Jón Bragi Sigurðsson, 12.9.2009 kl. 17:38

3 identicon

góði kynntu þér málið áður en þú ferð á nornaveiðar. georg hefur barist fyrir að halda starfseminni gangandi á meðan gæluverkefni einhverra ráðamanna  er að leigja einhverjar þyrlur sem eru að sliga rekstur gæslunnar vegna þess að þær eru leigðar á erlendu gengi og því er bara rekstur þeirra um 2/3 hluti rekstrarfjár gæslunnar. á sama tíma hefur honum tekist að segja sárafáum starfsmönnum upp, helst þeim sem hvort eð er voru hugsanlega að fara, láta fólk fara fyrr á ellilífeyri og ekki ráða á ný í stöður sem losna. honum hefur tekist að halda launum fólks á sama stigi og þau voru þrátt fyrir að honum sé gert mjög erfitt fyrir um rekstur sökum lágra fjárútveitinga.

hann hefur sem forstjóri gæslunnar fullt vald til að ráða því hver flýgur með þyrlunum. við höfum ekki enn fengið að vita nákvæmlega hvað gerðist - kannski byrjuðu kastljósmenn á að gagnrýna eitthvað eða bara rífa kjaft, hvað veit maður.

kannski mat georg stöðuna sem svo að þeir væru ekki hæfir í flugið. bíðum með að dæma þar til báðar hliðar sögunnar eru komnar!!!

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Angantýr..bloggið fjallaði alls ekki um það sem þú skrifar..örgugglega duglegur karl...en það gefur honum ekki heimild til að stjórna með geðþóttaávörðunum hvað varðar aðgengi fjölmiðla að starfsseminni.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband