Framsókn langaði í ráðherrastóla.

Guðna Ágústssyni og Framsóknarflokknum var hafnað með afgerandi hætti í kosningunum 2007. Framsóknarflokkurinn hafði verið við völd í 12 ár og hefði á þeim tíma átt að sanna sig sem stjórntækur, skapandi flokkur. Það var hann ekki og mun í ljósi sögunnar líklega fá stóran og mikinn sess í sögunni sem skóp hrun Íslands með glórulausri einkavæðingu og einkavinavæðingu.

Nú kemur Guðni og lætur sem það hefði breytt einhverju að taka inn aftur þá sömu ráðherra flokksins sem bjuggu til hrunið. Þetta er blinda á stöðu mála eins og hún best gerist.

Hverju hefði það breytt að fá Guðna Ágústsson sem hrökklaðist úr embætti formanns Framsóknarflokksins, eða Valgerði Sverrisdóttur sem leiddi einkavinavæðingu bankanna inn í ríkissjórn. Nákvæmlega engu og hefði verið bein móðgun við kjósendur sem dæmdu þetta fólk úr leik í kosningum.

Mikil er löngun Framsóknarmanna í stóla... skítt með það hvernig þeir eru fegnir og skítt með það hvort þeir hafi hæfileika eða getu til að stjórna og leiða.


mbl.is Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að flestum sé í fersku minni þegar Össur hringdi í Halldór Ásgrímsson og bauð honum forsætisráðherrastólinn án skilyrða. Þannig séð eru fleiri en Framsókn sem lætur sér í léttu rúmi liggja hvernig stólarnir eru fengnir.

Víðir Benediktsson, 8.9.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tækifærismennska hefur lengi verið viðloðandi í íslenskri pólitík.  Ég tel að ekki sé sanngjarnt að kenna Framsókn einni um að hanna hrun kerfi íslands. Þar spilaði Framsókn vissulega aðra og þriðju fiðlu og nokkrir aðrir flokkar eins og Samfylkingin veitti ekki næga viðspyrnu.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilja ekki allir alþingsmenn ráðherrastóla og vilja ekki allir stjórnmálaflokkar vera í ríkisstjórn - SJS sagði að fyrsta tæra vinstri stjórnin skipti öllu máli - fórnaði trúverðugleika, hugmyndafræði og stefnu flokksins fyrir völd -

Óðinn Þórisson, 8.9.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skemmtilega fúll út í framsóknarmenn eins og venjulega, Jón.  Sérstaklega er athyglivert að Valgerður skuli verða fyrir geðilskunni í þér. 

Valgerður fór að ráðleggingum skurðgoða þinna í Brussel og var að vinna að því að einkavæða hluti sem þá voru ríkisvæddir.  Þú mannst, ríkisbankana, ríkisútvarpið, ríkisflugmálastjórn, ríkisskólana, ríkisspítalana, svo eitthvað sé nefnt.  Sumt er hægt og heppilegt að ríkisvæða og annað ekki, eins og gengur.  Einkavæðingin einfaldar hins vegar talsvert "skriðbisness" Samfylkingarinnar inn í ESB. 

Hvað varðar stóla og einkavinavæðingu, þá sé ég ekki betur en að hver sé sjálfum sér næstur í því, sama hvar í flokki þeir standa.  Vinir og venslamenn eiga ekki að gjalda fyrir að vera það og ég hvorki reikna með, né ætlast til þess, að þú og/né þínir félagar látir vini og venslamenn gjalda þess að vera það.   Kveikir nafnið Einar Karl Haraldsson ekki einhverja týru í hjá þér, villuráfandi og hrasandi framsóknarmyrkviðinu? 

Benedikt V. Warén, 8.9.2009 kl. 23:08

5 identicon

Alltaf vaknar orðið -atvinnumiðlun- Benedikt, þegar Framsókn er nefnd.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:46

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

....og óheft fjárstreymi vafasama samgöngubót í Eyjafjörð, - þegar maður hugsar til samgönguráðherra.....

Benedikt V. Warén, 9.9.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband