Hvernig væri nú að hætta þessu þrefi.

"Þingmenn bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýstu þeirri skoðun í fyrirspurnum á Alþingi í dag, að þeir fyrirvarar, sem fjárlaganefnd Alþingis ætlar að segja við ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna, þýði að semja þurfi að nýju við Breta og Hollendinga"

Hvernig væri nú að hlífa þjóðinni við þessu innhaldlausa þrefi á þingi. Afgreiðið þetta mál í samræmi við fyrirvara fjárlaganefndar og takist síðan á við afleiðingar þess þegar þar að kemur.

Þjóðin er búin að fá sig fullsadda á þessu pexi í þingsölum þegar þingmenn eiga að vera vinna að öðrum málum.


mbl.is Eiga að viðurkenna staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að við þurfum að viðurkenna, að Bretar og Hollendingar, hafa raunverulegt og réttmætt, "grievance" gagnvart okkur.

Á hinn bóginn, er ekki heldur skynsamlegt, að samþykkja óbreyttann samning. 

Ég tek undir með ritstjóra Financial Times, að það þurfi að endurdreifa byrðunum, þannig að Ísland ráði við þær og einnig þannig, að ekki komi til landflótta og langvarandi kreppu.

Þannig, styð ég ekki þá afstöðu, að neita að taka tillit til hagsmuna Breta og Hollendinga. Á hinn bóginn, er heldur ekki sanngjarnt af þeim, að taka ekkert tillit til okkar hagsmuna.

Að mínum dómi, hefur uppgjafar stefna ríkisstjórnarinnar verið röng. Ég hef alltaf verið sannfærður um, að góð rök væru fyrir að endursemja, eða alla tíð síðan sömu vikunni og Icesave frumvarpið var kynnt á Alþingi.

Í greinargerð með því, kemur það fram, að skuldir ríkisins með Icesave inniföldu verði mest, 1,25 VLF, ótrúlegt en satt. Í sömu vikunni, byrtust óvænt upplýsingar um að skuldir ríkisins væru 2,5 VLF ef reiknað væri með Icesave, og fulltrúi AGS staðfesti þá tölu.

Þá þegar, hefði ríkisstjórnin átt, að draga frumvarpið til baka, og kynna Bretum og Hollendingum, að forsendubrestur hefði orðið. Enda er munurinn á 1,25 VLG og 2,5 VLF ekkert smáræði, setur alla útreikninga um greiðslugetu í háa loft.

Meira hefði ekki átt að þurfa, en þessa einföldu staðreynd. Síðan, hefði það hreinlega verið órökrétt af Hollendingum og Bretum, að neita að taka upp samningana.

Skiljanlega, hefði getað verið nokkur tortryggni, frá mótaðilunum og þá hefði sá einfaldi mótleikur verið fær, að mæta með allt bókhaldið og hreinlega endurskoða það, ásamt fulltrúum hinna landanna, þar til allir aðilar væru orðnir sáttir um hver raunveruleg staða væri. Slíkt er oft gert, þegar bankar eru að díla við fyrirtæki sem eru í skuldavandræðum.

Það, að ríkisstjórnin, lét sem ekkert væri, þrátt fyrir að allar forsendur væru hrundar, er að mínu mati það helsta sem réttlætir að tala um svik og undirlægjuhátt.

Ég hef með öðrum orðum, lengi verið þeirrar skoðunar nú, að endursemja eigi um Icesave,,,með það í forgrunni að þjóðin borgi einhverjar skaðabætur upp í tjónið, sem Bretar og Hollendingar urðu fyrir, en alls ekki krónu eða Evru meira, en hægt er að ráða við.

Síðan, á að endursemja um aðrar skuldir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband