Skilar ekki auknum tekjum í ríkissjóð.

Hækkun á gosi, sælgæti og kexi mun ekki skila auknum tekjum í ríkissjóð að mínu mati. Það gæti jafnvel lækkað tekjur ríkissjóðs. Hækkun á virðisaukaskatti í 24,5% mun draga úr neyslu á þessum vörum sem er í sjálfu sér ekki slæmt. Það er auðvelt að neita sér um gosdrykki og sælgæti fyrir fullorðna og það eru auk þess fullorðnir sem hafa mest áhrif á hversu mikið skilar sér af börnum í sælgætisinnkaupin.

Neyslustýring á borð við þessa er vafasöm að mínu mati og ef þessu er eingöngu beitt með tekjuaukningu í huga gæti það auðveldlega snúist upp í andhverfu sína. Ef neyslan minnkar um 10% sem gæti auðveldlega gerst er mestur afraksturinn farinn en skilar sér ef til vill í minni óhollnustu og minni sykurneyslu sem er af hinu góða. En ef sykurlaust gos á að hækka líka væri ráð að breyta nafni þessa skatts í eitthvað annað en sykurskattur.

Þessi aðgerð er einum og vinstri græn fyrir minn smekk svo ég sé hreinskilinn með það.


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband