Icesave og Sjálfstæðisflokkurinn.

Bjarni Benediktsson er ekki ánægður. Hann er rétt búinn að gera samning við sjálfan sig um endurgreiðslu Sjálfstæðisflokksins á ofurstyrkjunum. Fyrst sagði hann kjósendum að þetta yrði endurgreitt að fullu og strax. Svo breyttist það og hann ætlar að endurgreiða þetta á sjö árum vaxta og verðbótalaust.

Þarna er mergurinn málsins. Hann er óánægður með saminginn vegna Icesave. Líklega hefur hann viljað sama vaxta og verðbótaleysið og hann samdi um við sjálfan sig.

Gallinn við Icesave er að við aðra er að semja en sjálfa sig og þjóðin stofnaði ekki til þessara skuldbindinga. Nú hefur umheimurinn krafist þess að Ísland standi við alþjóðaskuldbindingar vegna bankaviðskipta og þess vegna er staðan jafn ömurleg og hún nú er.

Nú er skammast í þeim sem reyna að semja þjóðina inn í alþjóðasamfélagið á ný en gleyma því að flokkar Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs aðtoðuðu og gerðu Björgúlfunum, flokksgæðingum Sjálfstæðisflokkins, kleyft að leggja þennan klafa á íslenska þjóð.


mbl.is Öll óvissa á kostnað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jón

VG breytti um kúrs, en VG vill vera í ríkisstjórn með SF og SF vill í ESB og þetta er gjaldið fyrir inngöngu.

Þessi samningur er alfarið á ábyrgð SF og VG sem dæmir okkur íslendinga í skuldafangelsi um ókomin ár -

Með bestu kveðju úr Kópavoginum.

Óðinn Þórisson, 7.6.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfsblekking eða gullfiskaminni ... Óðinn ???

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óðinn ekki alveg með á nótunum í dag.

Óskar Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Ingi, hvaðan kemur þessi vitleysa:

Nú hefur umheimurinn krafist þess að Ísland standi við alþjóðaskuldbindingar vegna bankaviðskipta og þess vegna er staðan jafn ömurleg og hún nú er.

Við höfum boðist til að alþjóðlegir dómstólar túlki þessar "alþjóðaskuldbindingar", en Bretskir Sossar hafna því. Þessi höfnun virðist nægja til að Íslendskir Sossar hneygja sig í duftið og senda reikninginn til þjóðarinnar.

Hefði ekki verið ráð að láta alla stjórnmálaflokka koma að samningum um Icesave reikningana ? Þannig hefði hugsanlega orðið vísir að sátt um málið. Hrokafull framkoma Jóhönnu hjálpar ekki þjóðinni að sætta sig við skuldaklafann.

Þetta mál er þess eðlis, að tíminn vinnur með okkur, þótt ekki sé annað að gert en tefja það. Við eigum að bíða með afgreiðslu Icesave málsins, þar til íhaldsstjórnin hefur tekið við völdum í Bretlandi. Ég hef það eftir öruggum heimildum, að sú stjórn muni taka málið allt öðrum tökum en Gordon Bulldog Brown og Sossa-hjörðin gerir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 11:46

5 identicon

Rosalega getur skelin á þér verið þykk.  þetta mál hefur ekkert að gera með endurgreiðslu Sjálfstæðisflokksins á 50 milljónum, með eða án vaxta. Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiddi þá peninga, sem var engin skuld, heldur var verið að mæta einhverri kröfu frá fólki úti í bæ. Samfylking ætlar t.d. ekki að borga krónu til baka, hvorki vexti, höfuðstól eða neitt annað. Þeirra upphæð var þó mun hærri.

Vextir af 15 ára skuldabréfi í bretlandi er 4,15%. Steingrímur var að skrifa undir að borga 5,5%. Þarna skeikar tugum milljarða.

Íslendingar eru að borga hverjum reikningseiganda með þessari greiðslu upp að 20 þús evrum. Við höfum enga tryggingu fyrir því að þeir reikningseigendur sem áttu yfir 20 þús evrum á sínum reikningum og töpuðu þeim muni ekki fara í mál við íslenska ríkið og freista þess að fá enn meira upp í tapaða fjármuni af Ice-save. Ég mundi segja að það væru 90% líkur að þeir sem áttu mun hærri upphæðir inni á reikningum fari í mál. Við vitum ekkert hvernig þau málaferli fara.

Steingrímur J. talaði um sl. haust að ef þessi leið yrði farin, þá myndi þjóðin gera uppreisn.

Nokkrum mánuðum síðar var hann orðinn fjármálaráðherra. Þá talaði hann um að "glæsileg" niðurstaða væri í vændum.

Núna er hann búinn að landa þeirri leið sem hann talaði um að þjóðin myndi aldrei una og það yrði uppreisn út af.

Þú ert prívat og persónulega að leggja þig í skuldir upp á 1,5-2,0 milljónir út af þessu samkomulagi. Hefði ekki verið sjálfsagt að láta dómstóla skera úr um hvort íslenaska þjóðin eigi yfir höfuð að borga þetta? Hefði ekki verið í lagi að sjá hvaða eignir eru á bakvið ice-save? Jóhanna segir allt að 90% fást upp í skuldir. Af hverju eru bretunum þá ekki bara afhent þessi eignasöfn og mismunur greiddur?

Mergurinn málsins er að þú hefur ekki hundsvit á því sem þú ert að tala um. Blandar saman einhverjum styrkjum stjórnmálaflokka annars vegar og gríðarlegum skuldum á ALLA LANDSMENN hins vegar.

joi (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi Icesavesamningur á eftir að fara fyrir þingið og treysti ég því að það séu nógu margir skynsamir þingmenn þar sem hafa hagsmuni okkar Íslendinga að leiðarljósi og segja NEI við þessum samning.
Ég er sammála Lofti að bíða með þetta, ljóst þykir að verkamannaflokkurinn er á leiðinni frá völdum í Bretlandi og Íhaldið er að taka þar við  setjum traust okkar á íhaldið.

Óðinn Þórisson, 7.6.2009 kl. 12:45

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

setjum traust okkar á íhaldið.

lol það var einmitt Tatcherisminn sem kom þessu öllu af stað.. já treystum íhaldinu til að moka yfir lýðinn.

Óskar Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki veit ég hvar Loftice hefur alið manninn í vetur.  Ríkisstjórn Geirs H. Haarde hummaði framaf sér að setja málið fyrir dómsstóla!  Og það hafði ekkert með Breta að gera.  Frestir til að setja málið fyrir dóm rann út í boði Sjálfstæðisflokksins!  Og það þrátt fyrir að lögmannsstofur bæði breskar og amrískar byðust til að taka málið að sér

Mottó Geirs:  Það er kannski bara best að gera ekki neitt!

Auðun Gíslason, 7.6.2009 kl. 13:19

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki veit ég hvaða rit Auðunn hefur lesið í vetur. Að minnsta kosti hefur hann ekki lesið mín skrif. Þann 18.desember 2008 birtist til dæmis grein eftir mig í Fréttablaðinu um Smánarsamninginn. Varla getur Auðunn haldið því fram að ég hafi þar dásamað gerðir Þingvallastjórnarinnar.

Fjármálkreppan og niðurlæging Alþingis: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/742547/

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 13:57

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Reyni aftur að setja inn hlekkinn.

Fjármálkreppan og niðurlæging Alþingis: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/742547/

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 14:01

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Á að eyða upp Lífeyrissjóðunum?

Á morgun, verða kynntar fyrir ríkisstjórninni, hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, um framkvæmdir allt að 340 milljörðum,,,en þó ekki fjármagnaðar með skattfé.

Taka ber fram, að hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, eru ekki fullmótaðar, sjá frétt RÚV.

"Lögð er til þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir, upp á allt að 340 milljarða króna. Ef þessu verður öllu hrundið í framkvæmd - gætu orðið til 5000 störf...Á föstudag setti atvinnu- og efnahagsmálahópurinn saman minnisblað um hugsanlegar framkvæmdir á næstu þremur árum. Í góðærinu störfuðu um 16 þúsund manns við mannvirkjagerð. Ef ekkert verður að gert óttast menn að aðeins 4000 manns hafi atvinnu í greininni í haust. Vinnuhópurinn hefur gert lauslega þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir á sviði orkutengdra verkefna, vegagerðar og þeirra verkefna sem eru á sviði sveitarfélaga. Minnisblaðið hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta fjárfestingarverkefni upp á 230 til 340 milljarða króna. Og ársverk á uppbyggingartímanum yrðu 3500 til 5000 talsins. Þetta myndi tryggja svipað framkvæmdastig og í venjulegu árferði...Ríkisvaldið hefur augljóslega ekki fjárhagslegt bolmagn í framkvæmdirnar. Því er rætt um að lífeyrissjóðirnir og erlendir fjárfestar eða fyrirtæki komi að þessu...Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafa komið að viðræðunum en ríkisstjórninni verða kynntar hugmyndirnar með formlegum hætti - væntanlega á morgun. Ríkisstjórnin mun þá væntanlega velja úr þær framkvæmdahugmyndir sem hún telur raunhæfar. Eftir það verða málin að öllum líkindum rædd við lífeyrissjóðina."

Það sem ég staldra við hérna, eru hugmyndir um að 'Lífeyrissjóðir landsmanna' skuli fjármagna þetta, sennilega að stærstum hluta, því erfitt er að sjá að til staðar séu um þessar mundir, fjársterk fyrirtæki, með gnótt af fjármagni til að leggja í þetta. Sama má segja um sveitarfélög, þau eru ekki síður á kúpunni en ríkið.

Svo við skulum tala tæpitungulaust, hér er verið að tala um að spreða Lýfeyrissjóðunum. Janfvel 'Lífeyrissjóðirnir' hafa ekki lausafjármagn, upp á slíkar fjárhæðir, svo að hér er einnig verið að tala um, að neyða þá í sölu eigna á brunaútsölu - ÞVÍ EKKERT ANNAÐ ER Í BOÐI UM ÞESSAR MUNDIR. Heyrst hefur tal um, sölu erlendra eigna, sem nú um þessar mundir, eru miklu mun traustari eignir heldur en innlendar eignir, þ.s. þær eru A)bundnar í erlendum fyrirtækjum með miklu mun traustari stöðu en Íslensk, nú um þessar mundir B)en ekki síst í öðrum gjaldmiðlum en krónunni.

Til að standa undir þessu, á sem sagt, að spandera stórum hluta bestu eigna Lífeyrissjóðanna, sem standa undir ellilaunum landsmanna, kjörum gamla fólksins - - og það í framkvæmdir, sem búa ekki til eina einustu krónu í útflutningstekjur. En vegaframkvæmdir og mannvirkjagerð, hafa enga beina skýrskotun til útflutningstekna, nema þær séu hluti af uppbyggingu sbr. álveri, sem skapar þær á endanum. Að sjálfsögðu, hefur maður samúð með atvinnulausum verkamönnum,,,en þessi störf, verða mjög dýru verði keypt.

Hérna, sjáið þið, hversu vitlaust þetta er. Ef menn halda, að Icesave samingurinn hafi verið slæmur (frétt RÚV um Icesave málið), þá er þetta hálfu verra. Því, eins og staðan er í dag, að þó allt fari á versta veg, þá standa erlendar eignir Lífeyrissjóðanna samt undir gamla fólkinu, sem skilað hefur sínu ævistarfi. Það er ekki nóg, að sökkva okkur, enn dýpra í skuldir en áður, nei, það á einnig að spandera síðustu traustu eignum landsmanna, í það sem gefur ekkert af sér.

Ef væri verið að tala, um að búa til fjárfestingarsjóð, sem fólk með athyglisverðar viðskiptahugmyndir gæti leitað til eða fólk með hugmynd að einhverju nýju sem hægt væri að framleiða hérlendis, þá myndu mál horfa smá öðruvísi, því þá væri verið að horfa til framtíðar, skapa raunveruleg framtíðarstörf og nýja útflutningsatvinnuvegi, skapa dugmiklu fólki tækifæri til að skapa störf fyrir aðra elju. Það er það eina, sem getur að mínu mati réttlætt, að færa hingað til lands, fjármagn frá Lífeyrissjóðunum,,,þ.s. sköpun framtíðarstarfa, sem færa landsmönnum, von um nýjar uppsprettur gjaldeyristekna. Því, það er þannig, sem við vinnum okkur úr kreppunni, með dugnaði og því að framleiða gjaldeyri, með auknum útflutningi, og það með öllu því, sem frjóir einstaklingar, geta hrundið í framkvæmd. 

Sköpum störf, með því að íta undir myndun nýs atvinnurekstrar, en ekki með því að spandera í opinberar framkvæmdir, sem á endanum skila engum nýjum útflutningi.

Kv., Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband