Að axla ábyrgð.

Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að axla ábyrgð... forstjóri fjármálaeftirlitsins víkur, stjórn fjármálaeftirlitsins víkur og hann sjálfur lætur af embætti viðskiptaráðherra.

Björgvin G Sigurðsson hefur með þessu sýnt mikla skynsemi og er maður að meiri fyrir þessa ákvörðun. Björgvin er frábær stjórnmálamaður og mikill öndvegis maður. Þetta kemur mér sannarlega ekki á óvart þegar hann á í hlut.

En það eru fleiri sem þurfa að axla ábyrgð í framhaldinu og þar ber fyrst að telja seðlabankastjóra og stjórn Seðlabankans.

Ég reikna fastlega með að nú muni ganga á með stórtíðindum næstu klukkustundir og daga því nú er ekki eftir neinu að bíða lengur.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fullseint að axla ábyrgð þegar skipið er sokkið. Dagar þessarar ríkisstjórnar eru taldir hvort eð er.

Víðir Benediktsson, 25.1.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... dagar ríkisstjórna eru alltaf taldir.. sérðu aldrei neitt með jákvæðri nálgun... heheheh

Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jú Jón, það hefði verið jákvætt ef hann hefði sagt af sér fyrir þremur mánuðum ásamt fleirum.

Víðir Benediktsson, 25.1.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Já það hefði verið betra ....

Við getum deilt um hvort Björgvin hafi sagt of seint eða snemma af sér. Nú er hann búinn að því og sýnir þar með nánast einstakt fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu. -Þetta er eitt hænufet í átt til betra lýðræðis.

Með þessu getur skapast aukið traust, sem við þurfum svo sárlega á að halda. Næsta skref hlýtur að vera hjá Geir að vippa yfirstjórn Seðlabankans úr stólum -Nú hlýtur Geir að þora í Davíð, hann er hvort sem er að hætta í pólitík (Ég óska Geir alls hins besta í baráttunni við alvarlegan sjúkdóm).

Jón Ragnar Björnsson, 25.1.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband