48% taka ekki afstöðu.

Það er eðlilegt að VG mælist háir eins og ástandið er nú. Það spilar þó stærst hlutverk í undarlegri niðurstöðu þessarar könnunar að tæplega 48% taka ekki afstöðu.

Könnun þessi endurspeglar því fyrst og fremst órróa og óljósa stöðu í þjóðfélaginu. Stjórnmálamenn, bæði í stjórnarandstöðu og stjórn hafa farið á taugum undanfarna daga og það skilar sér svo sannarlega í niðurstöðum þessarar könnunar.

Það er eðlilegt að ríkisstjórnin tapi enn meirra fylgi .... þetta endalausa hik með að láta þá taka pokann sinn sem stærsta beina ábyrgð bera á aðdraganda bankahrunsins er stærsti hluti þessara óvinsælda. Staðan væri allt önnur ef þegar í október hefðu Seðlabanki, fjármálaeftirlit og fáeinir ráðherrar verið settir til hliðar og nýjir látir taka við.


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin er nú á góðri leið með að stimpla sig út úr íslenskumstjórnmálum. Henni tókst á einu og hálfu ári að að sanna getuleysi sitt svo eftir var tekið um alla heimsbyggðina. Hef enga trú á að VG nái að slá þetta met.

Víðir Benediktsson, 24.1.2009 kl. 09:17

2 identicon

Það er svo merkilegt hvað mikill skítur kemur upp á yfirborið í svona ástandi. Hvað finnst fólki um þennan hóp?

Gröfukarlinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:01

3 identicon

Gröfukarl kær:

Aftaka er enginn hópur, heldur vefsíða sem fæddist ekki í kreppunni eins og þú heldur heldur hálfu ári áður. Greining á skítnum sem vall úr rassgati góðæris kapítalsins þurfti að greina á meðan á því stóð, ekki núna eftir á þegar blog-fasistar landsins þykjast allir hafi vitað þetta eða hitt.

Sannleikurinn er sá að fyrir kreppu þögðu langflestir. Listamenn héldu í hendur bankastjóranna sinna og hin valdlausi almenningur hlýddi hverri skipun yfirvalda án þess að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut. Hvers vegna? Því flestir höfðu það svo skrambi gott í góðærinu að þeir þurftu ekki að hugsa, þurftu ekki að gera tengingar og gagnrýna skítinn. Og það sem meira er: fæstir vildu það. 

Aftökuliðið er eitt af því fáa fólki sem þorði að standa uppi í hárinu á yfirvöldum og auðmönnum. 

Síðan er eitt nauðsynlegasta sprauta í rassgat netheima hér á landi.

Gröfukonan (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband