Öflugasti stjórnmálamaður landsins mættur.

Velkomin heim Ingibjörg Sólrún. Þín bíða ofurmannleg verk fram að kosningum og að þeim loknum.

Þjóðin, stjórnmálmenn. flokkar , óróinn sem skapast hefur stefnir vinnu þeirri sem framundan er við uppbygginu efnahagslífs og endurheimt stöðugleika í hættu.

Við þurfum að vera samstíga og vinna saman. Það skilar engum árangri að efna til ófriðar. Í maí munu stjórnmálaflokkar leita til þjóðarinnar í lýðræðislegum kosningum þar sem framtíðaráform og verkáætlanir verða lagðar í dóm kjósenda. Það eru hinar lýðræðislegu leikreglur sem siðmenntaðar þjóðir fara þegar tekist er á við vanda.

Öflugasti stjórnmálamaður þessa lands er mættur til leiks á nýjan leik með heilbrigðisvottorð til lengri tíma í farteskinu. Að baki hennar mun Samfylkingin fylkja sér því þar fer kjörinn leiðtogi þessa flokks sem er rétt áratugsgamall. Vinnubrögð gömlu flokkana sem að Samfylkingunni stóðu voru skilin eftir í þeim og full ástæða til að rifja það upp núna.

Vonandi tekst okkur að ganga til gæfu þessi þjóð sem svo margt hefur mátt reyna.


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Jón Ingi hefurðu ekki tekið eftir því að það ríkir algjör upplausn í flokknum ? og SF fékk aðeins 16% fylgi í skoðanakönnun um daginn sem er rosalegt áfall. I.S.G. virðist ekki treysta varaformanninum sem er ekki gott, hún skipar annan staðgengil fyrir sig Ö.S.  Það þarf kraftaverk ef SM ætlar að verða stærsti flokkurinn í kosningunm eins og hún hefur mælst í haust og vetur. Það sem ISG klikaði á er að losa okkur ekki við Davíð Oddsson og meðbræur hans hjá SÍ ásamt því að hreinsa til í FME, en stærstu mistök ISG voru þegar hún sagði á borgarafundinum við ca. 1500-1700  manns : ÞIÐ ERUÐ EKKI ÞJÓÐIN, það var hroki af verstu gerð og gleymist seint. 

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skarfur... öflugasti stjórnmálamaður þessa lands er mættur til leiks á ný ... 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2009 kl. 17:43

3 identicon

því miður... í fjarveru hennar reis risinn úr dvala með nýjann formann sem mun stimpla sig inn sem öflugasti stjórnmálamaður landsins

Einar Freyr Elínarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:45

4 identicon

Bull er þetta í þér. Öflugasti stjórnmálamaður hvað??????

Þórður Möller (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:46

5 identicon

Þetta var það sem ISG sagði svona nokkurn vegin á þessum borgarafundi eftir að fólk hafði kallað til þeirra sem sátu upp á sviðinu "þið eruð ekki þjóðin - þjóðin vill ykkur burt" 

Ingibjörg svarar.  "Ég efast um að sá hópur sem hér situr á þessum fundi sé þess neitt frekar umkominn að kalla sig þjóðin"

Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta hroki, mér er algjörlega slétt sama um það, en ég er sammála þessum orðum hennar.

Ég gleðst yfir því að hún skuli vera kominn heim aftur og vona svo sannarlega að við njótum hennar um ókomna framtíð í pólitíkinni og um leið sendi ég baráttukveðjur til Geirs Haarde og vona að hann vinni bug á því meini sem hrjáir hann.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Algjörlega sammála. Öflugasti stjórnmálamaður landsins kominn heim - punktur og basta.

Eggert Hjelm Herbertsson, 23.1.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Skarfurinn

Jón Ingi gaman að allir séu þér svona sammála hér á síðu þinni,  eru þetta kannski spilafélagar þínir á Akureyri ? en ég tek þig algjörlega á orðinu og sjáum 9. maí hvar Samfylkingin hafnar í kosningunum, ef Ingibjörg er eins fær og þú segir þá hlýtur hún að stefna á toppsætið ekki satt ?

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 17:52

8 identicon

Alltaf er hann Jón Ingi gamansamur :) en þessi er einn sá besti sem hann hefur sagt í langan tíma, ha ha ha ha ha -ég spring af hlátri.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:53

9 identicon

Og ég sem hélt að öflugasti stjórnmálamaður landsins héti Davíð Oddson,

en hvað veit ég svosem?

Grímnir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:54

10 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Ingibjörg er ein spilltasta stjórnmálakona landsins, hugsið ykkur að fyrir kosningar og alla kosningabaráttuna stillti hún samspillingunni á móti íhaldinu, hún hammraði stöðugt á því að helsti óvinur sampillingarinnar væri íhaldið, þúsundir íslendinga orðnir hundþreyttir á íhaldinu við stjórnvölinn kaus samspillinguna einmitt og eingöngu vegna þess að þetta átti að vera valkostur á móti sjálfstæðisflokki! Og hvað gerir "öflugasti" stjórnmálamaður landsins? Hún fer í ríkisstjórn með "óvininum" eftir allan áróðurinn! Burt með svona lið!

Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 18:14

11 Smámynd: Skarfurinn

Jæja Jón Ingi þú hefur semsagt engu við þetta að bæta, þetta er fremur fátæklegt hjá þér, en vonandi er fullyrðing þín sönn, kemur í ljós næstu vikurnar.

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 18:15

12 Smámynd: Isis

Er þetta eitthvað svona grín? Ingibjörg öflugsti stjórnmálamaðurinn..bíddu, hvað hefur hún gert til þess að fá þá nafnbót?

"Vinnubrögð gömlu flokkana sem að Samfylkingunni stóðu voru skilin eftir í þeim og full ástæða til að rifja það upp núna".... þetta er það allra fyndnasta sem ég hef lestið um ævina...

Isis, 23.1.2009 kl. 18:17

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er svona þorrablótsbrandari hjá Jóni. Bara nokkuð góður. Ingibjörg skilur eftir sig sviðna jörð. Ef Ingibjörg er besti stjórmálamaður landsins þá er Árni Johnsen sá heiðarlegasti.

Víðir Benediktsson, 23.1.2009 kl. 18:53

14 identicon

Gengur þú ekki á öllum.........?

J.þ.A (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:28

15 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Get ekki bloggað um þetta því ég sé varla á lyklaborðið fyrir tárum     ...........

Ólafur Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 20:44

16 identicon

Hvernig er þetta með þessa valdagráðugu forsprakka, eiga þeir engar fjölskyldur og eða vini?

Þegar fólk hefur illkynjað krabbamein, þá lætur það fjölskylduna ganga fyrir og tekur sér hvíld frá vinnu. Það fynnast varamenn,  EÐA HVAÐ?

Þetta fólk er yfirgengilega tilfynningakaldar persónur, sem hugsa eingöngu um framapot!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband