Krafa um afsögn ríkisstjórnar er ábyrgðarlaus.

Ég er mikill fylgjandi þess að fólk mótmæli og tjái skoðanir sínar. Ég er líka sammála því að stjórn Seðlabanka eigi að víkja og hleypa að fagmönnum.

Ég er aftur á móti hissa á að menn krefjist afsagnar ríkisstjórnar við þessar ástæður. Það sjá fleiri og fleiri með hverjum deginum að slíkt hefði orðið til stjórskaða og gert ástandið enn verra en það þó er.

Að gerð séu hróp að fólki á útifundum.... fólki sem leggur nótt við dag í vinnunni sinni við að bjarga því sem bjargað verður er leitt á heyra og sjá. Ríkisstjórnin er hægt og bítandi að ná tökum á ástandinu og hefur tekist að beina fjölda mála í jákvæðan farveg.

Það er að opnast fyrir gjaldeyrisviðskipti, fyrsti áfangi til hjálpar heimilunum hefur komið fram, fyrirtækjapakki hefur litið dagins ljós og fékk mjög jákvæðar móttökur og búið er að tryggja landinu það lánsfé sem þurfti til að fara að vinna sig af botninum.

Framundan eru mánuðir sem skipta sköpum um það hvernig til tekst og þegar hafa vaknað vonir um að við íslendingar tryggjum okkur betur í alþjóðasamfélaginu og við fáum boðlega mynt.

Það versta sem gæti gerst á þessum tímapunkti er að rífa fólk frá verkum og dreifa athygli. Það er ekki leið til að sameina þjóðina það er ávísun á sundrungu og ég skil ekki af hverju sumir sjá það ekki.


mbl.is Áfram mótmælt á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ríkisstjórnin hefur alveg séð um það sjálf að freyfa athyglinni og tefja fyrir áríðandi málaflokkum eins og t.d að koma alvöru rannsókn í gang. Þessir aular í ríkisstjórninni sem nota bene muna ekkert hver sagði hvað eða hvenær...viðskiptaráðherra talar ekki við seðlabanksastjóra í heilt ár...halló!!! Þetta er aumasta ríkisstjórn ever og því fyrr sem þetta spillingarlið fer því betra fyrir þjóðina. Annars heldur þessi farsi bara áfram og þjóðin gefst upp andlega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 08:02

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef allt ætti að vera eðlilegt, þá ættu líklega um 10 manns að vera komni í grjótið, stjórnir FME og Seðlabankans vera búnar að segja af sér ásamt toppum og 2 ráðherrar. Þjóðstjórn í einhverri mynd hefði átt að vera fyrir löngu komin í framkvæmd. En því miður sitja allir sem fastast og á meðan ekkert breytist í yfirstjórninni, að þá munu litlar breytingar verða þar sem spillingin hefur verið hvað mest sem er út um allt stjórnkerfið!

Það hættulega við stöðuna núna er að þeir sem valda klúðrinu fá bæði möguleika á að breiða yfir ósómann og svo ráða og reka áfram eins og þeim sjálfum þykir best sem er því miður fyrir okkur verst. Svo eru þeir líka með ákvörðunarvald yfir hvaða fyrirtæki fá að lifa og hver ekki. Því miður hafa pólitísk völd ALDREI verið eins hættuleg og nú.

Á meðan er bara hlegið af mótmælendum sem áttu að setja fram skýrar kröfur strax í upphafi og ef þeim yrði ekki framfylgt, að þá yrði Borgaraleg valdbeiting eina ráðið ... því miður kunna Íslendingar það ekki lengur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með Kjartani !! 

Þessi ríkisstjórn er að gera illt verra og þess lengur sem þessir óhæfu einstaklingar stija þarna þess verra verður það fyrir þjóðina..  

Óskar Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekki hægt að kjósa fyrr en eftir 1.nov.2009 - það liggur alveg ljóst fyrir.

Óðinn Þórisson, 5.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818066

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband