Þingmaður VG leiðir óeirðahópa ?

Mér finnst það merkilegt að þingmenn skuli veita óreirðahópa siðferðislegan stuðning með nærveru sinni. Hópurinn beitti ofbeldi og skemmdarverkum og virtist sem þingmaðurinn léti sér vel líka.

 ER VG er að fá á sig ímynd öfgasinnaðs kommunistaflokks?

Mér þykir líka sorglegt að friðasinninn og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason skuli kalla yfir þátttakendum á friðsömum mótmælafundi að hvetja menn til aðfarar að lögreglustöð.

Ég held svei mér þá að þetta sé á leiðinni í vitleysu.


mbl.is Sagt frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ólögleg handtaka. Hver er hinn sanni kommúnistaflokkur hér á landi?

Þórdís (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Slíkt útkljá menn fyrir dómsstólum með löglegum hætti en ekki með ofbeldi

Jón Ingi Cæsarsson, 23.11.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jón Ingi. Það kom skýrt fram í máli Ragnars Aðalsteinssonar í hádegisfréttum útvarps að handtaka þessa drengs var ólögleg. Þriggja vikna fyrirvara þarf til. Þarna var lögreglan að handtaka hann til að hann tæki ekki þátt í mótmælum á Austurvelli. Svipað og Geir og Solla gera nú hvern föstudag. Þau halda blaðamannafund og stinga dúsum upp í fólk rétt fyrir fundina. Hörður var ekki að hvetja til ofbeldis, hann hvatti til þess að drengurinn yrði látinn laus. Ég hvet jafnaðarmenn landins til að taka á þessum málum og trúi því seint að við kratar þessa lands ætlum að láta eigin flokk flengja okkur svona.

Haraldur Bjarnason, 23.11.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ertu alveg viss um, Jón Ingi, að þú sért í réttum flokki? Hver er munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum? Finnst þér virkilega í lagi að á Íslandi séu samviskufangar? VG er ekki kommúnistaflokkur, því miður. Með því að nota hugtakið eins og þú gerir ert þú að leggja þitt af mörum til að ríkjandi ástand haldist óbreytt.

Björgvin R. Leifsson, 23.11.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Finn ykkur ekki hafa verið gengið of langt við lögreglustöðina á Hverfisgötu?

Við getum svo rætt um það hvort handtakan hafi verið ólögmæt eða ekki.

Væntanlega á maðurinn rétt á að sækja sinn rétt, ef hann kýs svo að gera. 

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er eingöngu að mæla gegn árásum á lögreglustöðvar með ofbeldi... svo lágt eigum við íslendingar ekki að leggjast.... sama hvað öllu líður. Þeir sem mæla því bót og telja réttlætanlegt af einhverjum orsökum ættu að skoða sinn hug.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.11.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: hefner

Ég er fullkomlega sammála þér Jón Ingi.  Ef menn telja sig órétti beitta þá leita menn til dómstóla.  Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að við höfum kannski ekki allar staðreyndir málsins.  Var búið að boða Hauk með þriggja vikna fyrirvara? Ég veit það ekki.  Var ákvörðunin um að handtaka hann tekin með það fyrir augum að taka hann úr umferð svo hann gæti ekki mótmælt?  ég veit það ekki.  

Ef Haukur er ósáttur þá leitar hann eflaust bara til dómstóla og Ragnar Aðalsteinsson væri örugglega tilbúinn til að aðstoða hann við það.

hefner, 23.11.2008 kl. 13:34

8 identicon

Haraldur: Hvað í andskotanum veist þú um þetta mál :) Annað en það sem andstæðingar löggunar eru búnir að mata þig? Bara af því einvher hrld segir þetta ólöglegt, er þá víst að hann þekki öll málsatvik? Vona þú kjósir ekki... miðað við hvar þú færð þínar upplýsingar.

Hallur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála Jóni Inga.Það er víst nógu slæmt ástandið í þjóðfélaginu,að það sé vart ábætandi að ráðast á lögreglustöðvar með ofbeldi.Ef maðurinn telur að brotið hafi verið á rétt sínum,þá á hann að fara dómstóla leiðina með það.Allt í lagi að mótmæla,en hafa það þá á friðsömum nótum og hugsa með hjartanu.

Hjörtur Herbertsson, 23.11.2008 kl. 13:43

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Má löggan beita ólöglegu ofbeldi? það er að sönnu bannað að brjóta hurðir í opinberum stofnunum. Það er líka bannað að handtaka fólk ólöglega. Nú ef lögreglunni finnst hún órétti beitt leitar hún bara til dómstóla. Það gildir það sama fyrir alla. Sé ekki í athuguðu augnabliki hvor aðilinn hagaði sér verr í þessu tilviki. Hvorugt til fyrirmyndar.

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 14:20

11 identicon

Þessi maður var búinn að hafa sér eins og fífl fyrir austan með Saving-Iceland í mótmælunum á Kárahnjúkasvæðinu. Mér finnst bara ekkert athugavert við það að maðurinn sé handtekinn fyrir mótmælin hér þegar við vitum hverju við getum átt von á frá honum. Hann yrði alveg örugglega ekki með friðsamlegustu mótmælendunum.

Varðandi Þingmann VG þá er þetta alveg dæmigert af þeim flokki að nýta hvert einasta tækifæri til að ná sér í atkvæði. Nú eru þeir að skjótast undan ábyrgð með því að mótmæla sjálfum sér. Hvað mundi fólk halda ef Geir Haarde færi út og mótmælti? Allavega er hann ekki hrifinn af ástandinu og varla er hann stoltur af þekkingarleysi stjórnvalda.

Þeir (VG) eru búnir að haga sér svona allan tímann, sparkandi í ríkisstjórnina meðan hún liggur í jörðinni. Ég man nú ekki betur en að Steingrímur hafi staðið upp á fundi og gagnrýnt Breta opinberlega fyrir það að hafa bætt okkur á hryðjuverkalistann. Maðurinn stendur uppaf því að hann ræður ekki við sig en hugsar ekkert um hvaða áhrif þessi ummæli hans geti haft ef horft er á heildarmyndina og til að leysa deiluna milli okkar og Breta. 

Axel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:37

12 identicon

Þessi maður var búinn að hafa sér eins og fífl fyrir austan með Saving-Iceland í mótmælunum á Kárahnjúkasvæðinu. Mér finnst bara ekkert athugavert við það að maðurinn sé handtekinn fyrir mótmælin hér þegar við vitum hverju við getum átt von á frá honum. Hann yrði alveg örugglega ekki með friðsamlegustu mótmælendunum.

Varðandi Þingmann VG þá er þetta alveg dæmigert af þeim flokki að nýta hvert einasta tækifæri til að ná sér í atkvæði. Nú eru þeir að skjótast undan ábyrgð með því að mótmæla sjálfum sér. Hvað mundi fólk halda ef Geir Haarde færi út og mótmælti? Allavega er hann ekki hrifinn af ástandinu og varla er hann stoltur af þekkingarleysi stjórnvalda.

Þeir (VG) eru búnir að haga sér svona allan tímann, sparkandi í ríkisstjórnina meðan hún liggur í jörðinni. Ég man nú ekki betur en að Steingrímur hafi staðið upp á fundi og gagnrýnt Bretland opinberlega fyrir það að hafa bætt okkur á hryðjuverkalistann. Maðurinn stendur uppaf því að hann ræður ekki við sig en hugsar ekkert um hvaða áhrif þessi ummæli hans geti haft ef horft er á heildarmyndina og til að leysa deiluna milli okkar og Breta. 

Axel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:38

13 identicon

Já Hver átti fyrsta höggið

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:44

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hélt að ekkert sem afturhaldið gerði kæmi mér á óvart en þetta er meira að segja yfir strikið á þeirra mælikvarða.
Og þetta fólk vill taka við

Óðinn Þórisson, 23.11.2008 kl. 17:07

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sagðist Ingibjörg ekki vera úti að mótmæla ef hún væri ekki í ríkisstjórn? Þá væntanlega sjálfri sér.

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 17:12

16 identicon

Ætli Geir mundi ekki líka mótmæla ef hann væri ekki í Ríkisstjórn?

Mig grunar að fólk sé að miklu leiti að mótmæla lofti, einhverju sem þegar er orðið og ekki er hægt að breyta. Að mínu mati á fólk ekki að mótmæla nema það hafi einhverja kröfu og lausn á móti. Nú eru einhverjir þarna (alls ekki allir) sem vilja skipta um ríkisstjórn. Burt séð frá ábyrgð núverandi ríkisstjórnar eða hvernig þeir hafa brugðist okkur þegar þeir voru ekki nógu vakandi, hverju mun þá ný ríkisstjórn breyta um framhaldið? Vilja menn virkilega fá uppeldisfræðing sem forsætisráðherra þegar hagfræðingur ræður ekki einu sinni við stærsta efnahagsvandamál Íslandssögunnar?

Þar að auki þá skiptir það engu hvort boðað verði til kosninga nú vegna þess að ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking geti myndað meirihluta saman (sem þau munu örugglega geta) þá munu þau gera það. Þannig að þegar öllu er á botnin hvolft þá er þetta bara vesen sem mun draga fókus stjórnvalda frá vandanum sem nú ríkir yfir á kosningabaráttuna og þar að auki fylgja þessu um 50-60 milljóna kr kosnaður að mér sklist (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).

Axel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:46

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Axel.. lýðræði er VESEN.. aulaleg athugasemd hjá þér að mínu mati.

Óskar Þorkelsson, 23.11.2008 kl. 21:32

18 identicon

Axel: "Mér finnst bara ekkert athugavert við það að maðurinn sé handtekinn fyrir mótmælin hér þegar við vitum hverju við getum átt von á frá honum. Hann yrði alveg örugglega ekki með friðsamlegustu mótmælendunum."

Þér finnst sem sagt í lagi að handtaka mann á þeim forsendum að hann sé líklegur til að gera eitt eða annað?

hefner: " Ef menn telja sig órétti beitta þá leita menn til dómstóla."

Til hvaða dómstóla eiga menn að leita til sem telja að stjórnvöld séu að beita þá órétti? Svona í ljósi þess að dómsmálaráðherra er búinn að því skipulega seinusta áratuginn eða svo að setja sína menn í öll dómaraembætti sem eru í boði. Menn úr sömu valdaklíku og er búinn að stjórna landinu og lagði grunninn að gjaldþroti landsins.

Karma (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:23

19 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er það innan starfssviðs Alþingismanna að taka þátt í mótmælum eins og þessum?

Getur verið að rétt að eiginmaður þingmanns VG hafi greitt sektina fyrir fánamanninn?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2008 kl. 22:43

20 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér fannst óheppileg tilviljun að handtaka mann sem fékk dóm fyrir mótmæli á þessari stundu.

Ég held þó að það hafi verið klaufaskapur og nú kemur í ljós að mistök voru gerð varðandi birtingu handtökuskipunar af hendi innheimtu miðatöðvar sekta.

Allt hið versta mál og endurtekur sig vonandi ekki.

Friðarsinnar beita ekki ofbeldi fyrr en í lengstu lög(leysu). 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 00:12

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jón Ingi, það sem Haraldur Bjarnason skrifar hér fyrir ofan er satt og rétt, þetta voru kolólöglegar aðgerðir lögreglu, hversvegna þeir réðust svona að manninum, á eftir að rannsaka en það verður gert. - En svona kolólögleg aðgerð lögreglu kallar á mótmæli, og jafnvel uppþot. -Sem var kannski ætlunin til að sverta málstað mótmælenda, svona eins og tíðkast í sumum ríkjum. -

En Hörður hvatti til friðsamlegra mótmæla, og hann hvatti til þess að lögreglan léti unga manninn lausan, annað ekki.

 - En ef ég hefði verið þarna og einhverju ráðið, þá hefði ég hvatt til þess að spýturnar væru notaðar til þess að negla fyrir dyr lögreglustöðvarinnar svo lögreglan kæmist ekki út,  til að flytja manninn í gæsluvarðhald, á meðan verið væri að ná í lögfræðing eða þann sem gæti stoppað þennan ljóta gjörning og brot á lýðræði, sem framin var gagnvart þessum unga manni.

Ofbeldið var fyrst og fremst lögreglunnar með ólöglegri handtöku, og ætla að færa hann ólöglega í gæsluvarðhald, svo sem fram hefur komið í fréttum

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:13

22 identicon

Sæll Óskar.

Hvað áttu við með að þetta sé aulaleg athugasemd?

Lýðræði er ekkert heilagt hugtak og alls ekki sjálfsagður hlutur, reyndar meigum við þakka fyrir það lýðræði sem við búum við hér á Íslandi.

Stundum geta mál verið mjög djúp og flókin fyrir almenning að skilja almennilega og í svoleiðist tilfellum er það ekki alltaf meiri hlutinn sem að veit best. Að mínu mati á ekki lýðræði að fullu við (plís ekki miskilja mig) þegar stærsta efnahagsvandamál Íslandssögunnar liggur fyrir. Það sem við þurfum á að halda í dag er að losna uppúr þessari gröf og það eina sem getur hjálpað okkur eru réttar ákvarðanir (ekkert endilega lýðræðislegar). Fjölmargir íslendingar eru reiðir og dregur það úr hæfni almennings til að geta tekið ábyrgðarfullar ákvarðarnir.

 Sæl(l) Karma.

Tilgangur dómskerfis okkar er alltaf að koma í veg fyrir að fólk geri eitthvað af sér. Því miður getum við ekki dæmt í málum fyrr en skaðinn er skeður en ef við getum komið í veg fyrir glæp með að loka mann inni tímabundið þá sé ég ekkert að því (sérstaklega í ljósi þess að verið var að afplána eldri dóm í þessu tilviki þannig að maðurinn sat ekki inni fyrir ekki neitt).

Axel (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 03:34

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Axel.. mér fannst þetta aulaleg athugasemd : 

Þar að auki þá skiptir það engu hvort boðað verði til kosninga nú vegna þess að ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking geti myndað meirihluta saman (sem þau munu örugglega geta) þá munu þau gera það. Þannig að þegar öllu er á botnin hvolft þá er þetta bara vesen sem mun draga fókus stjórnvalda frá vandanum sem nú ríkir yfir á kosningabaráttuna og þar að auki fylgja þessu um 50-60 milljóna kr kosnaður að mér sklist (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). 

að velta fyrir sér kosnaði við kosningar á þessum tíma þegar ríkisstjórnin er búinn að klúðra tugþúsundamilljarða dæmi.. er aulalegt !

Það verður að koma þessu fólki frá til að friður geti skapast til að vinna að uppbyggingu landisns.. því ekki vil ég að það fólk sem stjórnar í dag komi nálægt þeirri aðgerð..  

Óskar Þorkelsson, 24.11.2008 kl. 11:51

24 identicon

Staðreyndin er sú að margir eru búnir að missa trúna á stjórnvöld og vilja því kosningar til að stjórnmálamenn geti sótt umboð til kjósenda aftur.

Sæll Axel: Það þekkist hvergi í lýðræðislegum ríkjum (nema kannski USA) að menn séu handteknir til að koma í veg fyrir að þeir hengi mögulega bónusfána á opinbera byggingu eða mótmæli með öðrum friðsamlegum hætti. Ef við erum komin á það stig að ólöglegar handtökur séu réttlættar og þyki sjálfsagðar er landið farið að minna ansi mikið á fasistaríki. Velkominn til Guantanamo.

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:07

25 identicon

Kosningabaráttan hafin af fullu á þessum bæ. Nú þarf Samfylkingin að gera upp við sig hvar hún stendur á pólitíska kvarðanum. Það er nokkuð ljóst að Samfylking situr nú á óánægjufylgi Sjálfstæðismanna og Vinstri Grænir njóta óánægjufylgis Samfylkingarinnar. Það er líka ljóst að Sjallarnir fá flest ef ekki allt fylgið til baka í kosningunum í vor, að því gefnu að þar verði skipt um framlínu. Það er aftur á móti ekki útséð með Samfylkinguna. Félagshyggjuflokkur sem harðlega var gagnrýndur fyrir hægri-slagsíðu, sótti svo kosningabaráttu sem vinstriflokkur en lak svo aftur til hægri við fyrsta tækifæri. Ég neita að trúa því að fólk láti blekkja sig tvisvar. Nú er svo komið að þeir sem vilja vinstri stjórn, kjósa vinstriflokk. Þessar komma-uppnenfingar skila engu. Fólk sér í gegnum þetta. Sérstaklega þar sem þú líkir VG við Nasista í annarri færslu hér á þessari síðu. 

Elvar (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:15

26 identicon

Nú snýst þetta bara ekki um vinstri eða hægri heldur hverjir eru hæfastir til að taka góðar og faglegar ákvarðanir (eða kannski skástir til þess öllu heldur). Sjálfur er ég ekkert bitur út í ríkisstjórnina. Auðvitað er ástandið ömurlegt og það sem er orðið er orðið.

Það fór allt í klessu vegna þess að á meðan mikil uppbyggin var á mörkuðunum, nýjar leiðir þróuðust til að efla þekkingu fólks og fá inn meira af fagfólki inn á markaðinn, stóð ríkið í stað. Það hefur engin breyting orðið í flokkapólitíkinni. Við erum ennþá með sama gamla kerfið þar sem að maður vinnur sér inn trausts innan síns stjórnmálaflokks vegna þess að hann er vinsæll eða hefur flottar skoðanir sem laðar fólk að, vinnur sig alltaf ofar inn í flokkinn, endar sem formaður flokksins og hefur svo að lokum gífurleg völd í ríkisstjórninni. Bara fyrir það eitt að hann hefur flotta stefnuskrá, kannski hægri maður eða vinstri maður eða hljómar vel í sjónvarpi. Hefur annars ekkert að segja með það hversu hæfur einstaklingurinn er til að taka ákvarðanir.

Það er einmitt þetta sem hefur breyst á mörkuðum undanfarin ár. Það þekkist ekki lengur að fólk byrji tvítugt að vinna hjá einhverju fyrirtæki, vinni sig svo upp og endar sem framkvæmdastjórar. Fólk er í dag ráðið beint í forstjórastöður eða þær stöður sem fólk getur látið sérþekkingu sína blómstra og hefur þetta tryggt okkur miklu meiri uppbyggingu á mörkuðum.

Það gengur þó ekki að þegar markaðurinn er að þróast svona að ríkisstjórnin okkar standi í stað og ekkert breytist þar. Þetta er ekki ríkisstjórnarflokkunum sjálfum að kenna heldur er vanþekking þeirra og skortur á sérþekkingu það sem kom okkur í þessa holu. Það var ekkert sem ríkisstjórnin gerði sem að orsakaði þetta hrun heldur var það það sem að ríkisstjórnin lét ógert sökum vanþekkingar sinnar sem olli hruninu. 

Þess vegna sé ég lítinn tilgang í því að boða til kosninga. Sama hvað kemur út úr þeim kosningum þá eru allir flokkarnir byggðir upp á sama hátt og eina leiðin fyrir okkur til að breyta einhverju er að umbreyta stjórnkerfinu og hætta með þetta pólitíska flokkakerfi. Ef við fáum Steingrím inn sem forsætisráðherra erum við að setja uppeldisfræðing í stöðu til að leiða okkur úr mestu efnahagskreppu íslandssögunnar, þar sem að hagfræðingur sem þar situr nú í dag, ræður ekki einu sinni við þetta.

Axel (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:22

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

núna er ég þér sammála Axel.. góður pistill btw :)  en ég vil þetta fólk burt.. bæði samfó og Sjálftekt

Óskar Þorkelsson, 24.11.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband