Dramadrottningin Guðni.

Guðni Ágústsson heldur áfram að skemmta þjóðinni. Hann horfir spekingslegur til himins og af vörum hans hrjóta gullmolar frá seinni hluta nítjándu aldar.

Ég lenti í skemmtilegri umræðu um daginn. Það var fréttatími og nokkir unglingar voru staddir nærri sjónvarpinu þar sem formaður Framsóknarflokksins tók eina af gullmolaræðnum sínum. Hann fór á sínum venjulegu kostum og sló fram ýmiskonar mynd og ljóðrænum samlíkingum. Þetta var bara gaman og ég held að ég hafi skilið hann að mestu.

En svo kom að þætti þessara unglinga sem þarna voru staddir. Ég tók eftir því að þeir voru að spjalla saman og umræðuefnið var karlinn í sjónvarpinu. Í stytti útgáfu af því sem þau voru að spjalla..... hvað var maðurinn eiginlega að meina ? Það var greinilegt að eitthvað af því sem formaðurinn hafði verið að segja hafði ekki skilist þannig að ég spurði af gamni mínu.... hvernig fannst ykkur þessi náungi þarna í sjónvarpinu ?

Þau litu á mig og brostu .... við bara skildum ekki eitt einast orð og hættum bara að hlusta.

Þá gerði ég mér grein fyrir því að Guðni Ágústsson talar íslensku síðustu aldar og unglingar nútímans átta sig stundum bafa alls ekki á því hvað hann var að meina.

Slíkt ætti að vera nokkuð áhyggjuefni fyrir stjórnmálamann.


mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Og þarf ekki unglinga til. Ég telst vera kominn á miðjan aldur og get aldrei gert mér grein fyrir því hvort ég er að hlusta og/eða horfa á Jóhannes Kristjánsson eða Guðna Ágústsson. Samt held ég að mér finnist Jóhannes betri sem Guðni.

corvus corax, 15.10.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst Guðni nú ekki segja eitt einasta orð að viti, allaveganna í flestum tilfellum. það er ekki tiltökumál fyrir þokklaga talandi Íslending að slá um sig með háfleigum orðum um fjöllin og suðakindinna eins og Guðni gerir. Í sannleika sagt finnst mér hann nú ekkert sérlega vel að máli farinn og baula mest innihaldslausa þvælu. Ekki ósvipað og stórkallalegur framhaldsskóladrengur með rithöfund í maganum. 

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband