Hugleysi ? Formannshlýðni ?

Sennilega má Birkir Jón ekki hafa þá skoðun að hefja eigi aðildarviðræður. Að vilja þjóðaratkvæði um að hefja viðræður er tímasóun og óþarfi. Ef til vill hugleysi eða þjónkun við formanninn sem vill ekkert af þessu.... svo veit ég ekki almennilega hvort Birkir Jón vildi heldur sjá .... jákvætt eða neikvætt svar við því sem hann vill spyrja þjóðina að.

Stjórnvöld hefja viðræður nú þegar. Þegar og ef nást viðundandi niðurstöður sem menn trúa að virki.... þá fer málið í þjóðaratkvæði.

Ég vona að Birkir Jón hafi þá skoðun að við ættum að sækja um strax..... hitt er tímasóun.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Hefðum átt að sækja um inngöngu fyrir 10 árum.
Þá mundu hlutirnir líta öðruvísi út núna.
Þjóðin væri ekki á hausnum. Það hefði kannski verið hægari hagvöxtur, en heilbrigðari.
Ég sé enga ástæðu til þess að þjóðin eigi endilega að vera algjörlega undir einhverjum vitleysingum sem keyra hana í gjaldþrot. Halda sig fyrir utan bandalög, bara af því að fólk heldur að Íslendingar séu betri og færari, sérstaklega í peningamálum, heldur en ríkustu þjóðirnar...

Einar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:33

2 identicon

Er búið að koma því algerlega fram hversu betur við værum stödd innan ESB en utan þess. Hverju þurfum við að kasta til að geta talist ESB ríki. Hvað verður um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, er hún gleymd. Hvað verður um fiskinn í sjónum umhverfis landið, sem er að bjarga skútunni í dag. Hefur einhver á Íslandi kynnt sér sjávarútvegsstefnu ESB. Skoðum hana og hugsum svo málið.

Þorbjörn sjómaður (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:50

3 identicon

Komið hefur fram oft og mörgum sinnum að ef við myndum sækja um aðild þá myndum við vilja undanþágu frá þeirri sjávarútvegsstefnu ESB.  Auðvitað myndum við ekki vilja hleypa hverjum sem er í gullið okkar. Hver og einasti íslendingur veit að fiskurinn er gullið okkar og við viljum ekki missa það.

Vil frekar vera undir hælnum á bretum en heimskum íslenskum útrásarmilljónerum

Alma (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1240
  • Frá upphafi: 818010

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1228
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband