Smáborgaraumræðan hafin. Rétt hjá ráðherra íþróttamála.

Íslenskt landslið var að vinna mesta afrek í íslenskri íþróttasögu. Og nú ætla menn að byrja að skattyrðast út í það að íþróttamálaráðherra landsins sé viðstaddur þann stóratburð. Slíkt fyllilega eðlilegt og gert að virðingu og til stuðnings landsliðsins sem var að fara inn í stórkostlegustu stund í sögu íþrótta á Íslandi. Það hefði verið óeðlilegt að Þorgerður Katrín hefið ekki mætt á svæðið.

Ég eiginlega er gáttaður á að einhverjir séu svo smáir í hugsun að þeir fari að úthrópa slíkt hér á blogginu.....

...næst fara þeir líklega að grenja fyrir móttökuathöfninni og orðuveitingunni....

Krakkar..... hættum að hugsa eins og við séum enn í moldarkofunum ... hugsum stórt og framkvæmum í samræmi við það.... annað er okkur ekki samboðið.


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilur þú ekki samhengið maður?   Það er verið að bruðla með fé skattborgaranna í háklassaferðir fyrir yfirstétt þjóðarinnar. 

Skattborgarinn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:58

2 identicon

... og það á krepputímum.

Skattborgarinn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Skarfurinn

Jón ég hélt að þú værir betur gefinn, málið snýst um það að hún fór tvær ferðir og með maka og fylgdarliði, svo fékk hún 30 þúsund í dagpeninga á dag plús frítt fæði og hótel, er þetta ekki of mikið á sama tíma og aðrir eiga að herða sultarólina ? að mínu mati hefði verið nóg að forsetinn var þarna og við hefðum sparað 5 milljónir, það er kannski enginn peningur hjá þér Jón póstmaður ?

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fullkomlega siðlaust hjá ráðherra

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ljóst að menn eru ekki að kveikja. Íþróttamálaráðherra landsins er viðstaddur mesta stóratburð í sögu íslenska lýðveldinsins í íþróttmálum.... common.... en það þýðir lítið að ræða þann flöt við menn sem horfa þröngt og sjóndeildarhringurinn miðast við skráargatið sem þeir eru að horfa útum í það og það skiptið....

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2008 kl. 14:04

6 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Mér fannst frábært að hún skuli fara út hefði ekki sagt nett þótt ríkið hefði borgað fyrir heila vél fyrir okkur Íslendinga þetta er jú í fyrsta skipt sem hópur kemst á pall þar sem ibúðarfjöldi lands er þetta lítill þetta er mjög stórt afrék hjá okkur íslendingum hættum að agnúast út í allt og alla okkur líður miklu betur þegar við brosum og eru ánægð með lífið. Skilst að þetta hafi haft mikið áhrif þegar ísland var að leika út. Verum jákvæð þá líður okkur mikið betur og lífið verður einfaldara.

Til hamingju með strákana.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 14:06

7 identicon

Ekki miskilja mig, ég er Sjálfstæðismaður- en mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Ég hefði farið að trúa þessu uppá aðra stjórnmálaflokka, en ekki ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Jónatan (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:09

8 identicon

Mér dettur fyrst í hug árangur síðustu ára hjá lömuðuð og fötluðum á stórmótum erlendis. Gull, silfur og brons. Með góðum vilja þá má finna stuttar greinar um þann árangur. Engir aukastyrkir eða orðuveitingar. Hér á ég ekki við að veita landsliðsmönnum orður heldur hvað með aðra sem hafa náð sambærilegum árangri. 

SJ (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:09

9 Smámynd: Skarfurinn

Hefði hugsanlega verið sáttur við að ráðherra hefði farið einn í nokkra daga og ekki vera á dýrasta hótelinu, en allls ekki fara tvær rándýrar ferðir ásamt ýmsum fylgifiskum. Þau hjónin Þorgerður og Kristján Arason hjá Glitni eru víst með 20 milljónir í mánaðarlaun samkv. fréttum nýlega, þannig að Kristján hefði þá átt að borga í þessa skemmtiferð sjálfur og sleppa aukaliðinu.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 14:09

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef menn eru ekki sáttir þá hafa þeir flott tækifæri til að mótmæla harkalega....

Búið til mótmælaspjöld.... Stór.... helst sjálflýsandi með blikandi seríum

og standið við Skólavörðustíginn eða við Arnarhól og mótmælið hástöfum. þá verður eftir því tekið miklu frekar en geðvonskast við mig hér á blogginu  Þá sjá landsliðsmennirnir líka hvað menn eru stórir í hugsun og það gleður þá örugglega eða þannig. 

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Skarfurinn

Gleymdi að minnast á að á sama tíma og ráðherra bruðlar svona þá erum við að sligast á hæstu verðbólgu í 20 ár og eina landið með verðtryggingu sem er að drepa heimilin í landinu, ef þu hugsar aðeins Jón Ingi hlýturðu að sjá að þetta er bruðl af verstu tegund.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Á ekki þá að setja út á það hvað verið er að gera fyrir strákana í dag hvað heldur að það kost þyrla, útisvið og hvað eina.

Þessi hugsunarháttur lísir Íslendingum allveg eins og þeir eru smáborgarar.

Þessar 5 milljónir eru smáaurar í samanburði við allt annað.

Ég þori að hengja mig upp á það að ef þessir aðilar sem eru að agnúast sem mest út í þennan kostnað hefði staðið til boða að fara þessa ferð hefðu allir farið i hana ég hefði alla vegana ekki hikað.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 14:19

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það er enginn að deila á hennar viðveru þarna í fyrra skipti, en seinna skiptið fáranlegt og hvað þá að borga fyrir Kristján Arason eiginmann hennar sem gæti vel borgað þetta sjálfur...

skandall

Örvar Þór Kristjánsson, 27.8.2008 kl. 14:31

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér fannst rétt og sjálfsagt af Þorgerði að fara á Ólympíuleikana.

En hvernig þeim tókst að koma kostnaðinum upp í 5 milljónir. Það er bara ofvaxið mínum skilningi.

Ef það gengi svona vela að hækka skattleysismörkin væri vel.

Þetta er kannski nánasarlega sagt, en hvað á fólk að hugsa? 

Jón Halldór Guðmundsson, 27.8.2008 kl. 14:32

15 identicon

Spara aurinn og kasta krónunni..... það virðist alla vega vera hugsunarháttur flestra um þessar stundir.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:51

16 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Mér þykir sjálfsagt að ráðherra fari og undir hann sé greitt en að það skuli hafa verið greitt undir maka líka er ekki verjanlegt. Og ekki bara maka ráðherra heldur líka ráðuneytistjóra og maka hans. Það er bruðl. Við eigum að vera spara, hver á að sýna okkur gott fordæmi??

Harpa Oddbjörnsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:55

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Ingi.

Það er sjálfsagt og eðllegt að ráðherra íþróttamála hafi verið viðstödd Ólympíuleikana og það má færa fyrir ví góð rök að hún fór aftur út til að vera viðstödd þenna sögulega leik Íslendinga um gullverðlaun. En fólki bregður óneitanlega þegar það sér verðmiðann. Ég vissi hreinlega ekki að hægt væri að kaupa flugmiða fyrir 446 þúsund krónur! Ég þekki þó marga sem farið hafa til Kína. Hvað hefði flugið þurft að vera dýrt til að þú mynir staldra við og segja, "tja, gat hún ekki bara horft á leikinn í Sjónvarpinu og stutt landsliðið með öðrum hætti dyggilega, t.d. látið hvern leikmann fá 250 þús kr bónus fyrir þennan árangur"!

Hitt er svo ekki beint tengt þessu, að ráðherrar skuli fá svona hressilega launauppbót fyrir utanlandsferðir sem dagpeningar þeirra eru - miklu hærri en annarra launþega og þeir þurfa samt ekki að leggja út fyrir gistingu. Þessu hafa landsmenn hneyklast með reglulegu millibili á árum og áratugum saman og ekkert breytist 

Skeggi Skaftason, 27.8.2008 kl. 15:00

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég reyndar flaug til Kína í vetur og Vietnam. Flugmiðinn minn kostaði 79 þúsund

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 15:10

19 Smámynd: Skarfurinn

Jón þú ritar þessa grei en kvartar svo yfir að bloggarar séu að geðvonskast í þér, ertu hissa á að allir seu ekki sammála þér eða þolir þú ekki gagnrýni á skoðun þína ? 

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 15:48

20 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2008 kl. 18:31

21 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rosalegt....sáuð þið hátíðina og allt í kringum þetta.... wow..hvað skyldi þetta hafa kostað... Skarfur ertu tilbúinn að reikna það út fyrir mig ?

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2008 kl. 19:41

22 Smámynd: Skarfurinn

Þið hljótið að eiga reiknivél þarna á póstútbúinu á Akureyri Jón.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 20:34

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er að fara til thailands með alla fjölskylduna.. ekkert til sparað í 5 vikur. 4 manns fara og ferðin.. hún kostar mig um 1 000.000 kr með fari hóteli uppihaldi og alles.. og þetta eru engin slorhótel.. 

en þegar farið er með svona stuttum fyrirvara þá er ég ekkert hissa á verðmiðanum því það hefur eflaust einungis verið hægt að fá á fyrsta farrými fyrir ráðherfuna og því er verðmiðinn svona eins og hann er... 

Óskar Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 21:30

24 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skarfur...ég er ónýtur í svona stærðfræði... ég kann ekki að meta hvað er siðlegt og hvað er dýrt þess vegna leita ég til sérfræðinga.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2008 kl. 21:36

25 Smámynd: Sævar Helgason

Stoltastur er ég af henni Dorrit okkar forsetafrú- hún kom sá og sigraði . Lét sig hafa það að fara inn á nuddstofuna hjá liðinu og gefa fyrirliðanum gott baknudd- og geisla sinni einstæðu orku til þeirra- fyrir úrslitastundina að silfrinu  Ég er ekki í vafa um þann fítonskraft sem hún peppaði liðið upp með þessum snilldarleik sínum...   Ég gef síðan afarlítið fyrir þetta ferðabrölt á menntamálaráðherranum okkar með allt þetta stóð í kringum sig..   bara sorry með það...

Sævar Helgason, 27.8.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband