Alfreð rækjugreifi reddar málunum.

Vandi Orkuveitu Reykjavíkur gæti verið alvarlegur. Fyrritækið hefur farið í vafasamar fjárfestingar sem eru að skapa gríðarlegan rekstrarvanda á næstunni. Ef skuldir þess hafa hækkað um 40 milljarða og eru nú 125 milljarðar hefur þannig að einhver farið út af sporinu í fjárfestingum.

Í ljósi þessa er greinilegt að málflutingur Óskars Bergssonar um Bitruvirkjun og byggingu hennar er óábyrgur og maður veltir því fyrir sér hvort hann er vegna vanþekkingar eða hvort þetta er gamla Framsóknarblindan þegar rætt eru um stóriðju og virkjanir.

Framsóknarflokkuinn ber stóra ábyrgð á þeirri umframþennslu sem varð til í þjóðfélaginu síðustu misseri og verulegur hluti þess vanda er vegna þess að menn fóru offari í stóriðju og virkjanafjárfestingum. Virðisauki þeirra framkvæmda er að verulegu leiti farinn úr landi því ekki voru það íslenskir launamenn eða fyrirtæki sem tóku inn mestan part þess ávinnings.

Óskar Bergsson hefur af fullkominni vanþekkingu rætt um Birtruvirkjun í tengslum við vaxandi atvinnuleysi í Reykjavík og telur að í þær framkvæmdir eigi að ráðast strax til að redda því. Sér er nú hver Framsóknarsýnin á orsök og afleiðingu í efnahags og atvinnumálum. Pissum í skóinn er "mottó" Framsóknarflokksins er þarna að leiðarljósi enda er maðurinn nemandi Alfreðs Þorsteinssonar.

En með slíka skuldastöðu verður ekki ráðist í Bitruvirkjun nema Framsóknarflokkurinn skipi þar stjórnarformann...... "með reynslu" og hann þvingi Sjálfstæðismenn til að vihalda ruglinu í Orkuveitunni og svo gæti jafnvel farið.


mbl.is Erfið fjárhagsstaða OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband