Komst ekki upp með moðreyk.

Guðni Ágústsson hefur verið sérstaklega ómálefnalegur og óábyrgur í yfirlýsingum sínum um stjórnmálaástandið, efnahagsmál og fleira sem snýr að núverandi ríkisstjórn. Hann hefur talað og látið eins og hann sé hrein mey í stjórnmálum og hafi hvergi nærri komið. Það er eins og hann og Framsóknarflokkurinn hafi stigið niður af himnum í gær og beri enga ábyrgð á þeim andbyr sem efnahagslífið á við að stríða. Það sem verra er fjölmiðlar hafa látið hann komast upp með þetta og þvaðrið í honum er skelfilegt á köflum. Eftir 12 ára setu í ríkisstjórn, einkavinavæðingu bankanna, Íraksstríðið, 100 % lánin og stóriðjuframkvæmdir og skattalækkanir á sama tíma þá er Guðni fullur vandlætingar og talar eins og byrjandi í stjórnmálum.

Nú var karlinn tekinn á beinið og látinn svara í þætti Stormskers. Auðvitað er Stormsker erfiður og margt af því sem hann segir og gerir í þessum þáttum er á mörkunum. En reyndur stjórnmálamaður á að hrista slíkt af sér og ekki láta slá sig út af laginu.

En Guðni tapaði sér og að sögn virðist sem mest hafi truflað hann að Stormsker fór að ræða óráðssiusukkið í landbúnaðinum. Það á Framsókn skuldlaust og Guðni verið allra manna harðastur í að halda íslenskum landbúnaði og neytendum í 19. aldar umhverfi vistarbandsins. Og þá varð karlinn reiður og hljóp á dyr...... aumur sá gamli.

En kannski er mergurinn málsins það sem kemur fram í frétt Moggans að Guðni fór fram á.

"Sverrir sagði að eftir þáttinn hefði Guðni komið að máli við Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, og óskað eftir því að þátturinn yrði ekki endurfluttur. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðni vona að útvarpsstöðin endurskoðaði hvað hún sendi í loftið."

Íslenskur stjórnmálamaður er að mælast til að útvarpsstöð endurskoði og það sem fram fór í þessum viðtalsþætti. Guðni er eins og kínversku ráðamennirnir... hann vill að allt óþægilegt verði síðað úr þættinum.... þetta er eiginlega með eindæmum að formaður stjórnmálaflokks ( að vísu bara 8% flokkur) vilji ritskoðun.

Guðni varð sér til skammar og er sennilega eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi sem rýkur út í miðjum viðtalsþætti. Ég man í það minnsta ekki eftir slíku. Ég held satt að segja að Guðni ætti að fara að huga að öðru starfi. Mér sýnist að þetta henti honum afar illa.


mbl.is Guðni gekk út í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband