Samkeppnin á Íslandi

Þetta er afar algengt í samkeppni á Íslandi, annað hvort kaupa þeir stóru upp þá litlu eða drepa þá með lágu verði sem síðan hækkar þegar samkeppnin er horfin. Ef til vill eru samkeppnislögin ekki nógu öflug til að taka á þessu eða eftirfylgnin er lítil sem engin.

Þetta er sláandi í lyfjageiranum og sennilega er þetta svona í matvörunni líka ef grannt er skoðað. En það er eins og við á Íslandi leggjum upp með það meginmarkmið að græða á kostnað annarra og þá skiptir litlu máli hvaða meðölum er beitt. Á Akureyri bjuggu menn við það áratugum saman að KEA réði hvað þú borðaðir og hvað það kostaði. Ef einhverjum datt í hug að leggja í samkeppni við risann var hann umsvifalaust bældur niður.

Hverjir borga svo brúsann í allt of háu vöruverði. Auðvitað fólkið í landinu en kaupahéðnar fitna sem púkinn á fjósbitanum. Ég er einn þeirra sem trúi ASÍ betur en kaupmönnum með að virðisaukalækkunin hafi ekki skilað sér. Það er bara einhvernveginn þannig að annað væri ótrúlegt í ljósi sögunnar. Við sem munum myntbreytinguna 80-81 sáum hvað þá gerðist.  Dæmi var eldsýtustokkur kostaði 50 krónur gamlar 31. des en 2. janúar eftir breytingu kostaði hann 1 krónu nýjar sem var 100 krónur gamlar. 100% hækkun á einni nóttu og svona var það með margt stærra og meira en þetta. Og engin gerði neitt og ekkert skoðað.

Ég held að samkeppnisumhverfi verði ekki eðlilegt fyrr en við göngum í Evrópusambandið og við fáum alvöru samkeppni á markaðinn. Þangað til munu neytendur meira og minna verða fórnarlömb manna sem ætla að græða aðeins meira.


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband