Alþingi á villigötum.

Gert er ráð fyr­ir að ráðið verði í um­rædd­ar stöður aðstoðarmanna inn­an þriggja ára en hver þing­flokk­ur fær aðstoð eft­ir þingstyrk sín­um og mun kostnaður nema hátt í 200 millj­ón­um króna á ári. Um er að ræða áform sem voru kom­in langt á veg fyr­ir banka­hrunið að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, en frestað í kjöl­far þess.

Nú er Alþingi og forseti þess staddir langt úti á túni.

Á meðan öryrkjar og aldraðir eru sveltir, SÁÁ að hruni komið vegna niðurskurðar, ekki til peningar til að bæta í heilbrigðiskerfið og innri stoðir samfélagins hvað gera þingmenn þá.

200 milljónir í þingmenn, 17 aðstoðarmenn til viðbótar.

Hreinlega galin umræða.

Skora á þingmenn að líta í spegil og spyrja sig, er þetta rétt forgangsröðun?

Veit að það þýðir ekki að ræða þetta við forseta þingsins, hann er staddur ofalega í fílabeinsturninum og heyrir ekki neitt.

Auðvitað gera menn ekki svona ef þeir horfa til málsins af fullri skynsemi.

Það þarf ekki 17 aðstoðarmenn og 200 milljónir í viðbót í það kerfi.

Það sér hver einasti maður nema kannski þingmenn á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú verður áhugavert að fylgjast með því, hvaða þingmenn andmæla þessari peningasóun.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2018 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband