Endurreisn Oddeyrar - löngu tímabært verkefni.

Oddeyrarrölt hverfinsnefndar 26 5-1802 - CopyOddeyrin, næst elsta hverfi Akureyrar. Byggðist upp úr miðri 19. öld í tengslum við verslun og viðskipti auk vinnslu sjávarafurða.

Tanginn var athafnasvæði, Gránufélagið reisti verslunarhús sín neðst við Strandgötu. Í framhaldi af því fóru ýmsir tengdir því félagi að fá lóðir við Strandgötu og síðar hliðargöturnar Lundargötu, Norðurgötu, Grundargötu og Hríseyjargötu.

Þar byggðust upp lítil timburhús alþýðunnar á Eyrinni, fína fólkið reisti sér glæsihýsi við Strandgötuna.

Síðan er liðin ein og hálf öld og mikið vatn runnið til sjávar. Oddeyrin var fullbyggð að mestu á árunum 1960 -1970, aðeins hefur verið skotið inn húsum á auðar lóðir hér og þar, síðustu um og eftir 1990.

Ástæða þessa pistils er að síðan þá hefur hallað hratt undan fæti á Oddeyri, viðhald gatna, ljósastaura, gangstétta og flestra þeirra hluta sem tilheyra almenningsrými er að drabbast niður.

Bæjaryfirvöld hafa sýnt hverfinu fullkomið tómlæti hvað varðar viðhald og uppbyggingu. Það smitar síðan útfrá sér og viðhald húsa og lóða gæti víða verið miklu betra.

Fyrir tíu árum beitti undirritaður sér fyrir að gerð var úttekt á stöðu Oddeyrar og framtíðasýn. Skýrslan varð eins og oft hjá Akureyrarbæ ágætis hilludjásn og ekkert gerðist þrátt fyrir að L-listinn fengi hreinan meirihluta og hefði alla þræði í höndum sér. Áhuginn var því miður enginn.

Oddeyri austan Glerárgötu 2009.

Í upphafi síðasta kjörtímabils var sett í gang vinna við rammaskipulag á Oddeyri. Gott framtak en gekk allt of hægt. Þar er lagður grunnur að uppbyggingu Eyrarinnar til framtíðar.

Í framhaldi þarf að setja formlega fram verkáætlun, uppbygging gatna, gangstétta, ljósastaura og fleira. Jafnframt þarf að bjóða tómar lóðir á sérkjörum til að fylla upp í þær eyður sem víða eru.

Það þarf að vinna deiliskipulag fyrir norðurhluta, en til er deiliskipulag fyrir elsta hlutann frá 1998 en þarf að endurvinna það og taka þar inn endurreisnarhugmyndir.

Það er hægt að byrja á syðsta hluta með uppbyggingu, þ.e. svæðið sunnan Eiðsvallagötu.

Það er því eindregin tillaga mín að þegar verði sett á laggirnar uppbyggingarnefnd Oddeyrar.

Henni verði falið að stjórna áherslum og uppbyggingu Oddeyrar. Væntanleg nefnd hefur sem leiðarljós hina frábæru uppbyggingu Innbæjarins, sem allir sem muna var orðinn þreyttur og niðurníddur, núna perla Akureyrar hvað varðar verndun gamalla húsa og sögunnar.

Oddeyrin á það sannarlega skilið að henni sé sinnt og látið af tómlæti og áhugaleysi.

Ljósi punktur undanfarinna ára er endurreisn Eiðsvallarins sem var algjörlega að frumkvæði hverfisnefndarinnar og sýnir vel hvað er hægt vakni menn af Þyrnirósarsvefni undanfarinna áratuga.

 

Ræs Akureyri.Oddeyrarrölt fyrirtækjasvæði í okt 2014-7796


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gatan heitir Eiðsvallagata en ekki Eiðsvallargata, enda fékk völlurinn nafnið Eiðsvellir árið 1928.

Nafnið breyttist hins vegar síðar í Eiðsvöllur og við völlinn hefur undirritaður búið, meðal annars í Norðurgötu 31.

Þorsteinn Briem, 5.7.2018 kl. 14:20

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

TAkk veit það ....innsláttarmistök

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2018 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband