Sýndarviðræður Framsóknar ?

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur slitið stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Mun ástæðan vera sú að þeir telja meiri­hlut­ann of tæp­an, en flokk­arn­ir fjór­ir, sem átt hafa í viðræðum, hefðu getað myndað 32 þing­manna meiri­hluta, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti á þingi.

Framsókn slítur.

Kemur mér ekki á óvart, Framsóknarflokkurinn er ekki líklegur til að vilja taka þátt í ríkisstjórn sem ætlar sér að breyta samfélaginu og forgangsröðun.

Þeir eru og hafa alltaf verið hagsmunagæsluflokkur á pari við Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar tölur voru klárar eftir kosningar var bandalag Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar dagljós fyrsti kostur, Flokkur fólkins væri fínt uppfyllingarefni. Í því var SDG farinn að vinna strax með að smjaðra fyrir Ingu Sæland. Frekar auglóst hjá panamaprinsinum.

Nú slítur Framsókn, fáum að óvörum. Viðbáran er of tæpur meirihluti.

Treysta ekki Pírötum.

Satt að segja held ég að Framsókn væri síst treystandi þegar kemur að því að smíða umbótaáætlun. 

Þar ræður hagsmunagæslan.

Næsti kostur, BB fær umboðið og reynir að mynda hagsmunagæslustjórn.

Kannski verður niðurstaðan sú að SIJ verður aðal þegar upp er staðið.

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er svolítið athyglivert því það var ljóst frá byrjun að meirihlutinn væri einn þingmaður og það var líka ljóst að Píratar væru með. Spurning hvað hefur breyst?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2017 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað halda menn að svikarastjórn endist lengi þrátt fyrir ríflegan þingmeirihluta? Að skattsvikari og innherjasvikari ætli sér að stjórna hér landinu hlýtur að misbjóða fleirum en einum og fleirum en tveim. Þjóðin hefur sýnt að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2017 kl. 14:39

3 identicon

Jóhannes, eru atkvæði þeirra sem kusu skattsvikara og innherjasvikara, sem þú orðar svo smekklega, minna virði en þitt atkvæði?

Ps. Mikið er gott að Jóhannes Laxdal Baldvinsson er ekki dómari.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband