Forsjárhyggja

Þá er Guðni Ágústsson endanlega búinn að sýna sitt rétta andlit. Hann notar vald sitt sem ráðherra til að koma í veg fyrir að neytendur geti notið ákveðinna hluta eins og aðrir í heiminum. Brúnastaðadrengurinn er eins og rödd aftan úr öldum og eiginlega eru Guðni Ágústsson, skoðanir hans og vinnubrögð sérstök deild í Þjóðminjasafninu og þetta ætti að varðveita sem sérstaka heild.

Þá segir í fréttinni. "

Að hans sögn er synjunin fyrst og fremst reist á öryggissjónarmiðum; honum beri skylda til þess sem landbúnaðarráðherra að gæta ýtrustu varúðar og láta taka það út hvernig framleiðslumálum sé háttað í þeim löndum sem landbúnaðarvaran er flutt frá. „Það liggur fyrir að hingað hafa borist sjúkdómar sem við glímum enn við afleiðingarnar af, eins og garnaveiki og riðuveiki. Það liggur líka fyrir að í Nýja-Sjálandi eru sjúkdómar sem ekki eru til hér og lömbin þar eru sprautuð allt sitt vaxtarskeið með ormalyfjum," segir Guðni.

Aðföng furða sig á því hversu langan tíma afgreiðsla málsins tók og ætla að leggja inn nýja innflutningsbeiðni í næstu viku áður en ný sýnishorn af lambakjöti verða send frá Nýja-Sjálandi "

 

Tilvitnun líkur. Yfirdýralæknir var búinn að gefa grænt ljós á þennan innflutning. Ástæður Guðna er fyrirsláttur og sýnir í hnotskurn hvernig hann reynir að níðast á neytendum og stjórna því að geðþótta hvað við fáum og hvað við megum. Íslenskt lambakjöt er flutt um allan heim þó hér sé riða landlægur sjúkdómur. Ef aðrir hugsuðu eins og Guðni færi ekki tutla af neinu til útlanda héðan og það væri auðvitað rétt viðbrögð annarra þjóða við afturhaldi og fyrirgreiðslupólitík hins forna landbúnaðarráðherra.


mbl.is Ráðuneytið hafnaði innflutningi kindakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt margt ólært um landbúnað í heiminum en eitt get ég kennt þér strax og það er að verslun með landbúnaðarvörur er ekki frjáls í heiminum!! Við gætum t.d. ekki flutt íslenskt lambakjöt til Nýja-Sjálands vegna þess að enginn fær að flytja inn kjöt þar, af hverju eigum við þá að leyfa innflutning á kjöti hingað??

H. Vilberg (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Jú, framleiðsla landbúnaðarafurða er niðurgreidd allstaðar í heiminum.  Og rétt er það að verslun með slíka vörur er ekki heldur frjáls.  Því fer fjarri.  En þá vaknar sú spurning hvort það er ekki einmitt alveg afbragðs hugmynd að flytja inn erlenda landbúnaðarframleiðslu og láta þannig erlend stjórnvöld niðurgreiða matinn sem við borðum.  Það hljómar alls ekki illa.

En það er að fleiru að hyggja.  Í fyrsta lagi getur íslenskur landbúnaður varla keppt við hinn niðurgreidda erlenda landbúnað.  "Gott og vel" gætu einhverjir sagt, "við hættum þá bara í landbúnaði og flytjum matinn okkar inn".   Svo einfalt er það þó ekki.  Hvað með allt fólkið sem verður atvinnulaust.  Bændur og búalið?  Fólk sem hefur atvinnu af fullvinnslu landbúnaðarafurða?  Iðnaðarmenn og verslunarmenn sem þjónusta landbúnaðinn?  Hefur þetta fólk að öðru að hverfa?    Hvað með öryggisþáttinn?  Það er tiltölulega auðvelt að fá matvæli keypt þegar þau eru offramleidd um allan heim og flutningar eru greiðir.  En ef náttúruhamfarir eða styrjaldi hefta framleiðsluna eða flutningana verður það trúlega þyngst fyrir þau ríki sem eru jafnafskekkt og Ísland.  Við þetta bætist svo títtnefnd sjúkdóma og sníkjudýrahætta sem fylgir innfluttum landbúnaðarafurðum.

Á alþjóðavettvangi fara fram stöðugar viðræður um samræmda niðurfellingu framleiðslustyrkja í landbúnaði og jafnhliða fellingu á viðskiptahöftum.  Ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera þátttakandi í þessu ferli en tel fráleitt að stökkva til og afleggja innflutningshöft meðan önnur ríki styrkja landbúnað og meðan okkar landbúnaður annar innlendri eftirspurn.

Hreiðar Eiríksson, 18.5.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enda er enginn að tala um að þarna sé um frjálsan innflutning að ræða. Sótt er um leyfi og yfirdýralæknir gefur grænt ljós.... en Guðni tekur geðþóttákvörðun sem ekki byggir á neinum rökum. Ég er ekki að tala um að allt eigi að vera frjálst og opið...heldur að misvitrir stjórnmálamenn eiga ekki að misbeita valdi sínu

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband