Allt á uppleið hjá Samfó.

Samfylkingin hefur verið að mælast illa í þessu kjördæmi fram að þessu. Enn vantar nokkuð á að kjörfylgi sé náð en greinilegt er að fylgið er að fara upp. Framsóknarflokkurinn er í slæmum málum og þess sjást fá merki að það sé að breytast. Frambjóðendur í efstu sætum tókust á í sjónvarpinu í dag og mér það var einhvernvegin á Jónínu Bjartmars að heyra að hún væri hætt að hafa trú á að þetta gengi hjá henni núna.

Ingibjörg Sólrún geislaði af sjálfsöryggi og mæltist mjög vel Geir Haarde er hnökralaus í svona þáttum en ekki sérstaklega minnisstæður. Kolbrún VG var óvenju málefnaleg og missti sig ekki út um víðan völl eins og henni hættir svo til. Hún hefur greinilega farið á námskeið í hófsömum málflutningi. Ómar og Jón voru ágætir svo langt sem það nær, en mér finnast sum mál Íslandshreyfingarinnar all dularfull. Ég hélst að Jón ætlaði að sleppa við að lenda í þjóðernisumræðunni en missti sig í restina og eyðilagði fyrir sér annars þokkalegan málflutning.

Svarhlutafallið er enn í kringum 60 % og mikið eftir í pípunum. Fimmti maður Sjálfstæðisflokksins er tæpur og mun detta út þegar svörun eykst. Ef til vill er eina breytingin sem við munum sjá þarna þann 12. maí er að VG taka manninn af Framsókarflokknum hvað varðar kjördæmakjörna þingmenn þarna í formannakjördæminu mikla því ég tel einsýnt að Samfylking muni taka sinn þriðja mann á lokasprettinum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gleðilegt sumar strákur  já er ekki um að gera að vera bara bjartsýn og berjast allt til loka...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband