Framsókn og stjórnmál 102.

„Þýðing á til­skip­un­um, reglu­gerðum og reynd­ar öll­um texta sem hef­ur laga­legt gildi er gríðarleg ná­kvæmn­is­vinna þar sem frjáls­leg túlk­un á ekk­ert er­indi. Stjórn ÞOT bend­ir á að hug­taka­notk­un og mál­far í EES-gerðum bygg­ist ekki á geðþótta­ákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni

______________

Milliríkasamningar eru ekki leikvöllur geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna.

Það vita flestir, svo ekki sé talað um atvinnupólitíkus sem hefur verið í bransanum lengi, kannski allt of lengi.

Í þessi máli féll umhverfisráðherra á STJÓRNMÁL 102.

Væri betra að Framsókn gerði meiri kröfur til þekkingar ráðherra sinna, þeir eiga hvern stórleikinn af öðrum sem er hreinlega ekki boðlegt.


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vitaskuld þarf að meitla þetta í drápu svo fólk geti lært þetta og farið með utanbókar. Held að það sé hugmyndin og hafa þetta nógu loðið og teygjanlegt þannig að allt fari út og suður og engin skilji neitt í neinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er sammála að þessi atvinnupólitíkus er búinn að vera alltof lengi í bransanum, sem og aðrir atvinnupólitíkusar á fjölum Alþingis.

það á ekki að leyfa þessum atvinnupólitíkusum að vera lengur en 8 ár sem Alþingismenn, sem og öll möppudýrin í ráðuneytunum. 

Með 8 ára reglu mundi spilling í landsmálum stór minka og vonandi hverfa að fullu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.2.2015 kl. 13:41

3 identicon

Þetta er kannski ekki alveg svo einfallt eða hreint og beint. Taktu þennan texta t.d.:

"Tengdur lánssamningur: Lánssamningur þar sem viðkomandi lán þjónar eingöngu þeim tilgangi að fjármagna samning um veitingu sérstakrar vöru eða sérstakrar þjónustu og birgir eða þjónustuveitandi fjármagnar sjálfur lánið eða, þar sem þriðji aðili fjármagnar lánið, ef lánveitandi notar þjónustu birgis eða þjónustuveitanda í tengslum við gerð eða undirbúning lánssamnings eða þegar sérstök vara eða veiting sérstakrar þjónustu er sérstaklega tilgreind í lánssamningi."

Þetta er ekki langavitleysa sem ég hef samið. Þetta er skilgreining sem er að finna í lögum um neytendalán nr. 33/2013 og voru þau lög bein þýðing á ESB tilkipuninni. Þetta er nánast eins og viðkomandi þýðendur ÞOT hafi notað Google-translate við þýðinguna á þessu. Eða getur einhver sagt mér á einfaldri íslensku hvað hér er átt við?

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 17:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lög um neytendalán 33/2013 eru alls ekki bein þýðing á tilskipuninni, þó að sumar setningarnar séu teknar beint upp. Mörg ákvæði þeirra laga voru sérsmíðuð fyrir íslenskar, verðtryggðar aðstæður.

Varðandi "tengda samninga" þá er þetta vissulega tyrfið orðalag. Þess vegna er svo gott að geta leitað skýringa í greinargerð með frumvarpinu til þessara laga: https://www.althingi.is/altext/141/s/0228.html

"Um p-lið. Í ákvæðinu eru tengdir lánssamningar skilgreindir. Nokkuð algengt er hérlendis að fólk nýti sér tengda lánssamninga, dæmi um slíkt eru raðgreiðslusamningar ýmissa verslana, svo sem um kaup á húsgögnum, tölvum eða bifreiðum."

Það er ekki einskorðað við EES-reglur að textinn geti verið snúinn. Hér er dæmi um ákvæði úr vaxtalögum sem er heimasmíðað frá rótum á Íslandi án tengingar við EES-rétt, og stríðir reyndar gegn honum:

"Kröfuhafa ber að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Við ákvörðun endurgreiðslu eða útreikning á stöðu skuldar skal upphaflegur höfuðstóll skuldar vaxtareiknaður samkvæmt ákvæðum 1. mgr. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal draga þær fjárhæðir sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörsdegi í vexti, hvers kyns vanskilaálögur og afborganir miðað við hvern innborgunardag. Þannig útreiknuð fjárhæð myndar eftirstöðvar skuldarinnar og skulu þá upphaflegir eða síðar ákvarðaðir endurgreiðsluskilmálar gilda að því er varðar lánstíma, gjalddaga og aðra tilhögun á greiðslu skuldar, allt að teknu tilliti til þeirra breytinga sem leiðir af ákvæðum þessarar greinar. Hafi skuldari notið greiðslujöfnunar á grundvelli ákvæða laga nr. 63/1985, eða samkvæmt sérstöku samkomulagi, skal hún falla niður og fjárhæð á jöfnunarreikningi bætast við höfuðstól lánsins. Nýti skuldari sér rétt til verðtryggingar veðláns skv. 2. mgr. skal greiðslujöfnun aftur taka gildi, nema skuldari óski sérstaklega eftir að vera undanþeginn greiðslujöfnun, og skal greiðslumark skv. 3. gr. laga nr. 63/1985 taka gildi á því tímamarki sem umreikningur láns samkvæmt þessari málsgrein miðast við."

Gangi fólki svo vel að setja þessa reikniaðferð upp í Excel !

Fyrst ég byrjaður verð ég líka að benda á uppáhalds ákvæðið mitt, úr alíslensku kosningalögunum:

" 108. gr. Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Til þess að finna hve mörg jöfnunarsæti koma í hlut stjórnmálasamtaka, sem fullnægja skilyrðum 1. mgr., og hvaða framboðslistar þeirra hafa hlotið jöfnunarsæti skal fyrst telja saman atkvæðatölur þeirra á landinu öllu og kjördæmissæti þeirra skv. 107. gr. Síðan skal fara þannig að fyrir þessi samtök:    1. Deila skal í atkvæðatölur samtakanna með tölu kjördæmissæta þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomutölurnar nefnast landstölur samtakanna.    2. Taka skal saman skrá um þau tvö sæti hvers framboðslista sem næst komust því að fá úthlutun í kjördæmi skv. 107. gr. Við hvert þessara sæta skal skrá hlutfall útkomutölu sætisins skv. 1. tölul. 107. gr. af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu.    3. Finna skal hæstu landstölu skv. 1. tölul. sem hefur ekki þegar verið felld niður. Hjá þeim stjórnmálasamtökum, sem eiga þá landstölu, skal finna hæstu hlutfallstölu lista skv. 2. tölul. og úthluta jöfnunarsæti til hans. Landstalan og hlutfallstalan skulu síðan báðar felldar niður.    4. Nú eru tvær eða fleiri lands- eða hlutfallstölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. 3. tölul. og skal þá hluta um röð þeirra.    5. Þegar lokið hefur verið að úthluta jöfnunarsætum í hverju kjördæmi skv. 2. mgr. 8. gr. skulu hlutfallstölur allra lista í því kjördæmi felldar niður.    6. Hafi allar hlutfallstölur stjórnmálasamtaka verið numdar brott skal jafnframt fella niður allar landstölur þeirra.    7. Beita skal ákvæðum 3. tölul. svo oft sem þarf þar til lokið er úthlutun allra jöfnunarsæta, sbr. 2. mgr. 8. gr."

Eftir eina kosninganóttina voru þrír fjölmiðlar með þrjár mismunandi útkomur jöfnunarsæta, allar byggðar á sama atkvæðafjöldanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband