Forsetinn kátur með hruninu var vísað á heimili landsins.

Reynsla síðustu ára hef­ur sýnt að Íslend­ing­ar hefðu ekki staðið bet­ur að vígi eft­ir efna­hags­hrunið ef Ísland hefði tekið upp evru.

Þvert á móti hef­ur sá mögu­leiki að geta fellt gengi krón­unn­ar sýnt gildi sitt.

Þetta er mat Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands.

______________________

Fall krónunar í hruninu um þriðjung eða meira gerði fjölda heimila og fjölskyldna gjaldþrota og kostaði miklar hörmungar.

Forseti Íslands dásamar þann möguleika að geta handstýrt hruni beina leið á fjölskyldur landsins með stýringu gengis.

Ekki datt mér í hug að smekkleysa hans væri svona algjör. 

Hann hefur ekki losnað við gengisfellingahugsunarhátt stjórnmálamanna síðustu aldar.

Fjölskyldur þessa lands eiga að bera fórnarkostnað ónýtrar krónu að hans mati. 

 


mbl.is Evran hefði ekki gagnast Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf lest þú eitthvað annað út úr fréttum en við hin.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 18:31

2 identicon

Reynsla síðustu ára hef­ur sýnt að stjórnvöld hefðu ekki staðið bet­ur að vígi eft­ir efna­hags­hrunið ef Ísland hefði tekið upp evru. Reynsla síðustu ára hef­ur sýnt að heimilin í landinu hefðu staðið bet­ur að vígi eft­ir efna­hags­hrunið ef Ísland hefði verið búið að taka upp evru. Þegar pólitíkusar tala um Ísland þá eiga þeir ekki við Íslendinga, þeir eiga við valdastéttirnar. -- Íslandi allt....og svo skipta þeir kökunni bróðurlega á milli sín.

Ufsi (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 19:07

3 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér,afleiðingar Hrunsins var sent beint á heimilin í landinu með hörmulegum afleiðingum.

Það voru gríðarleg efnahagsmistök að taka ekki víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun, mistök sem ekki er hægt að réttlæta á nokkurn hátt.

En ef Evra hefði verið gjaldmiðill hefðu útflutningsfyrirtækin, orðið að bera afleyðingar Hrunsins, og atvinnuleysi hefði eflaust orðið meira, og einhver fyrirtæki farið á hausinn.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband