16.2.2014 | 19:13
Hroki og skammarleg framkoma.
Miklar umræður hafa skapast á Twitter og Facebook í dag í kjölfar viðtals Gísla Marteins Baldurssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, í þættinum Sunnudagsmorgunn. Í viðtalinu sakaði Sigmundur Davíð Gísla um að oftúlka og fullyrða hluti og Gísli Sigmund um að svara ekki spurningum og að skammast í fólki.
___________________
Undrun er það fyrsta sem maður upplifir að hlusta á og heyra svona málflutning eins og SDG viðhafði í dag.
En undrunin víkur fyrir áhyggjum af því að maðurinn hafi virkileg völd.
Sennilega er þetta það aumasta sem ég hefur séð til stjórnmálamanns frá upphafi vega.
Hvað ætli Sjálfstæðisflokkurinn endist við að halda SDG við völd og í forsætisráðuneytinu ?
Það er kannski spurning dagsins eftir þessa fráleitu uppákomu.
Vá. Þetta var furðulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigmundur gengur einfaldlega ekki heill til skógar. Það þarf að fara að rúlla honum inná deild.
Óskar, 16.2.2014 kl. 19:30
Hvet ykkur til að horfa á þáttinn fyrst þið hafið greinilega ekki gert það.
Framganga þáttastjórnandans var til helber dónaskapur og honum sjálfum til háborinnar skammar.
Það sem var aðdáunarvert var að Sigmundur skyldi ekki vera búinn að taka af sér hljóðnemann, standa upp og ganga út, áður en "viðtalið" (sem snerist aðallega um skoðanir Gísla Marteins á orðum Sigmundar) var hálfnað.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2014 kl. 19:39
https://www.youtube.com/watch?v=KTcw4RsL4FU Er þetta krossfari?
Hreinn Sigurðsson, 16.2.2014 kl. 19:43
Hvað var helber dónaskapur hjá Gísla, Guðmundur ?
hilmar jónsson, 16.2.2014 kl. 20:09
Ég hef nú sjaldan séð fyrir mér jafn einkennilega framkomu sem og reyndin varð á þessu viðtali. Háttvirtur ráðherra virtist ekki fær um að svara öðru en skætingi eða samhengislausu gljáfri og virtist einblína á að eiga síðasta orðið í hverju því sem á góma bar. Hér skipti engu innihald né grunnur þess sem spurt var. Flæmingsháttur hvarvetna og ekki eitt svar sem teljast megi ágóði fyrir þá sem á hlýddu.
Eins og þrjóskur stráklingur lagði ráðherra áherzlu á að frekar munnhöggvast við spyrjenda en það siðgæði sem ráða á för í spurningaleik sem þessum.
Hann verður ekki langlífur (max kjörtímabilið) sem æðsti ráðherra og ef ég hef rýnt hann rétt mun hann varla ríða feitum hesti ráherraembætta eftir það embætti sem hann nú situr.
Maður er reyndar næstum í öngvum sínum yfir að þetta sé það sem veldur æðsta embætti þjóðarinnar.
Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 20:41
Þessar tilraunir til að bera fram persónuleg viðhorf til manna og málefna í viðtali, ásamt einbeittum vilja til þess að snúa út úr öllu sem viðmælandinn hafði fram að færa og jafnvel taka fram fyrir honum í svörum við spurningum í viðtalinu, voru fyrir neðan allar hellur og þáttarstjórnandanum til háborinnar skammar.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2014 kl. 21:14
Mjög ósennilegt er að þessi stjórn verði aftur á vetur setjandi.
Fyrr eða síðar hlýtur ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins að vera deginum ljósara að SDG er ekki tilbúinn að setja sig inn í sjónarmið Viðskiptaráðs. Það kom í ljós á fundi þess á dögunum og mörgum fannst SDG skandíléséra með persónulegum sjónarmiðum.
Íslenska krónan er versti grundvöllur heilbrigðra viðskiptahátta og í Viðskiptaráði vilja menn tengjast betur Evrópusambandinu. Það vilja langflestir Íslendingar sem vilja heilbrigt viðskiptalíf og gott viðskiptasiðferði.
Guðjón Sigþór Jensson, 16.2.2014 kl. 21:45
Þessi þáttur var í alla staði undarlegur á að horfa.
Gísli Marteinn greyið virtist líta þannig á að hann væri í kappræðu við Sigmund Davíð og lagði forsætisráðherra ítrekað orð í munn og virtist stressast og svekkjast upp við svör hans og greip ítrekað fram í fyrir Sigmundi ef svörin voru honum ekki að skapi.
Ég hef hingað til í umræðu td. á vinnustað, varið Gísla Martein og þá helst og mest hrósað honum fyrir framlag hans til reiðhjólamenningar hér á höfuðborgarsvæðinu.
Gísli minn, þú verður að taka þig á sem þáttastjórnandi og spyrill og verður að þola svör þó að þau sé ekki þér að skapi, þannig að maður nenni að kveikja á sjónvarpinu og horfa á þáttinn næst og þar næst.
Góðar stundir.
Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 22:34
Greinilegt að Gísli Marteinn varð sér til skammar. Hann gekk erinda vina sinna og kunni ekki að vera pro.
Og því miður smitaðist SDG af fíflaskapnum og tók þátt í ruglinu.
Hann hefði átt að ganga út.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 00:10
Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu þáttum.
Kjánalegt ef einn viðmælandi lendir í svona útreið.
Sammála,hann hefði átt að ganga út.
þorsteinn (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 11:39
Birgir, það er einmitt það sem ég hefði gert, og ekki hikað við það.
Áður en viðtalið var hálfnað hefði ég verið staðinn upp, búinn að losa af mér hljóðnemann og henda honum í Gísla Martein á leiðinni út úr myndverinu. Forstæisráðherra á hrós skilið fyrir þá stillingu sem hann þó sýndi af sér.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2014 kl. 12:05
Guðmundur, Þú stendur þig ágætlega í að sanna þig í því að þú ert að tala sérstaklega fyrir ríkisstjórnina“
"Þú stóðst þig ágætlega í að sanna þig í því að þú værir ekki að tala sérstaklega fyrir ríkisstjórnina“ (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson)
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.