Framsóknarráðherrann og einræðisríkin.

Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Það er ómögulegt að segja til um hvað gerist næstu 10 eða 20 ár, en að mínu viti er ESB að færast í þá átt að það verður sífellt óæskilegra fyrir Ísland að gerast aðili. Miðstýringin er að aukast, valdið er að færast frá fullvalda ríkjum til ókjörinna embættismanna.

Fríverslunarsamningurinn við Kína er okkur mjög mikilvægur. Kínverjar hafa áhuga á Íslandi og norðurslóðum og auðvitað á Ísland að notfæra sér þennan áhuga, rétt eins og Ísland notfærir sér áhuga annarra þjóða. Vonandi munu tengslin við Kína styrkjast. Það mun auðvitað gerast á okkar forsendum.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/29/gunnar-bragi-eg-vona-ad-island-gangi-aldrei-i-evropusambandid-horfir-til-kina/

_______________

Utanríkisráðherra vestræns lýðrðisríkis hefur meiri áhuga á að bindast voldugu einræðisríki í stað þess að efla tengsl við þau ríki sem næst okkur standa, ríki sem þekkt er yfir lýðræði og mannréttindi.

Ég átta mig ekki á þessu hugarfari og mér er til efs að íslenska þjóðin hafi áhuga á að forgangur í utanríkismálum sé að bindast þekktu einræðisríki sem brýtur á þegnum sínum og nágrönnum.

Hefur ráðherrann kynnt sér sögu Tíbet er fyrsta spurning ?

Gunnar Bragi deilir áhuga á því að bindast einræðisríkjum Aslíu með forsetanum.

Satt að segja er það rannsóknarefni hvernig hægt er hafa slíka sýn í heimsmálum.

Það er þjóðhættulegt að hafa slíkan mann í utanríkisráðuneytinu.

Ég átta mig ekki á þessu, er þetta einfeldni eða byggir þetta skefjalausu hatri á Evrópu og öllu því sem Evrópskt er ?

Er vona að maður spyrji.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er ennþá orðlaus eftir að lesa þetta en hallast að því að "Það er þjóðhættulegt að hafa slíkan mann í utanríkisráðuneytinu."

Rafn Guðmundsson, 29.10.2013 kl. 10:01

2 identicon

Von að spurt sé. Eiginlega finnst manni augljóst eftir að hafa séð og heyrt manninn í útvarpi og sjónvarpi, hvað þá lesið það sem hann skrifar og lætur frá sér fara, að hann sé hreinlega heimskur heimaalningur og algerlega menntunar- og menningarsnauður.

E (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 11:00

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er tími nátttrölla íslenskra stjórnmála runninn upp.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband