Framsóknarleiðin fær falleinkunn.

Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabanka Íslands sýna að almenn niðurfærsla lána er bæði dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þau heimili sem eiga bæði við greiðslu- og skuldavanda að stríða. Jafnframt sé hætta á því að kostnaður við almenna niðurfærslu skerði svigrúm til að bregðast við vanda umræddra heimila. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til Alþingis við tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.

______________________

Fyrirhugaðar leiðir stjórnarflokkanna fá falleinkunn í umsögnum. Það kemur að vísu ekkert á óvart, þessu hefur verið haldi fram frá 2009 af flestum.

 Fleiri umsagnir eru vafalaust á leiðinni og ótrúlegt að nokkur þeirra verði mjög á aðra lund.

Nú er að sjá hvort stjórnarflokkarnir berja höfðinu við steininn áfram eða leita annarra leiða sem skynsamlegri eru.


mbl.is Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur Ísland eiginlega gert til að verðskulda syni líkt og þig?

Það er greinilegt að þú vilt allt  til vinna til að auðmýking og hrakfarir nýju stjórnarflokkanna verði sem mestar Svo erfitt áttu með að sætta þig við höfnun þjóðarinnar í síðustu kosningum að það hreinlega ískrar í þér kátínan og þórðargleðin við tilhugsunina um að einhver öfl innan samfélagsins berjist gegn fyrirhugaðri skuldaleiðréttingu nýrrar ríkisstjórnar. Því hærri sem mótmæli peningageirans eru ... því fjær sem heimili landsins færast sanngjarnri leiðréttingu ... því meira fagnar þú !!

Og svo titlarðu þig "jafnaðarmann"?

Svei attan. Mikil er skömm þín, maður. Það eru nefninlega menn eins og þú sem hafa svo gersamlega gengisfellt hugtakið "jafnaðarmennska" hér á Íslandi að það mun tæplegast nokkurn tíman ná sér á strik aftur, en mun um aldur og æfi verða notað sem hnjóðsyrði yfir skammsýn flón sem hugsa um það eitt að "skora prik" á kostnað ímyndaðra andstæðinga ... alveg sama hversu dýrkeyptur sá ímyndaði sigur yrði þjóðinni.

Birgir (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 09:20

2 identicon

Fyndið skammtímaminni hér í gangi hjá Birgi. Hann man greinilega ekki eftir því hvernig blog heimar loguðu á hægri vænginum fyrir fjórum árum með óskum um hrun vinstri stjórnarinnar. Eru það bara hægri menn sem mega óska öllu illu á pólitíska andstæðinga sína?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Dýr og óskilvirk"? Hvaða útreikningar liggja því til grundvallar?

Það er fyrir löngu búið að reikna út hvaða kostar að borga ekki eitthvað, og niðurstaðan er að það kostar ekkert.

Er það kannski einfaldleikinn í þessu sem er að vefjast fyrir fólki? ???

P.S. Er Seðlabankinn búinn að reikna út hvað það mun kosta að gera ekkert til að leysa skuldavanda heimilanna?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband