Mesta umhverfisslys Íslandssögunnar ?

Þetta þurfti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um bráðabirgðaniðurstöður Landsvirkjunar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs á morgun.

__________________________

Þegar  " framfarastjórn " Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var að keyra í gegn Kárahnjúkavirkjun vorum við sem reyndum að tjá áhyggjur okkar kallaðir úrtölumenn og afturhaldseggir.

Þrátt fyrir mikla baráttu umhverfissina var málið keyrt í gegn og nú eru afleiðingarnar að koma í ljós.

Auðvitað var það augljóst frá upphafi að flytja stórfljót milli héraða myndi hafa stórkostleg áhrif á lífríki og umhverfi.

En ráðandi öfl á þessum tíma skelltu skollaeyrum við viðvörunum því stóriðjuglýjan byrgði þeim sýn.

En á þessum tíma var það inn að vera virkjanasinni og stóriðjufrík.

Við hin vorum þau hallærislegu og fengum það oft óþvegið.

En nú er þetta gríðarlega tjón að koma í ljós og ætti ekki að koma á óvart. Ekki sér fyrir endan á því sem þarna er að gerast og það setur eiginlega að manni hroll við að lesa þetta.

Það sem er þó ískyggilegast að þetta mun halda áfram og tjónið aukast.

Líklega er það eina sem dugar til að afstýra mesta umhverfisslysi sögunnar hér á landi er að loka fyrir flutning Jökulsár á Dal yfir í Lagarfljót og það strax.


mbl.is „Vatnasvæðið verulega laskað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með Bakka þar sem fórna á viðkvæmum jarðhitasvæðum til að ná í orku til þungaiðnaðar ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 14:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, Jökulsá á Dal rennur enn sem fyrr í og er aðaluppspretta Lagarfljótsins.  Eða réttara sagt; fljótið heitir Jökulsá á Dal þangað til það heitir Lagarfljót.

Það gæti orðið svolítið örðugt að loka fyrir flutning þess í Lagarfljótið.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 15:30

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kolbrún.. þú kannski þekkir ekki muninn á Jöklusá á Dal og Jökulsá á Brú ...

Jón Ingi Cæsarsson, 12.3.2013 kl. 15:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

O, ég sleit nú barns- og unglingsskónum á þessum slóðum.  En þú?

Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 15:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Saman leggja þær til það vatn sem er að valda mesta umhverfisslysi allra tíma á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.3.2013 kl. 15:54

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Jón Ingi, saman leggja þær til meira vatn en sitt í hvoru lagi.  En Lagarfljótið er hægfljótandi og mætti ætla að þyldi hraðara rennsli.  Svolítið athyglisvert samt að röskunin verði helst úti við Héraðssanda.  

En svona til frekari skýringar fyrir þá sem ekki þekkja til, þá rennur Jökulsá á Dal niður Fljótsdal (og verður Lagarfljót) úr Eyjabakkajökli.  Jökulsá á Brú rennur niður Jökuldal úr Brúarjökli. 

Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 16:08

7 identicon

Já fótspor Framsóknar og SálfstæðisFLokks liggja víða...og þau spor hræða.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 16:12

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Samkvæmt mínum skilningi sem Héraðsbúa þá er Jökulsá á Dal, Jökulsá á Brú og Jökla allt sama áin. Jökulsá í Fljótsdal rann aftur á móti ein jöluláa í Lagarfljót fyrir Kárahnjúkavirkjun.

Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 17:08

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Ingi er upp vís að þekkingaleysi á svæðinu, eins og margir aðrir "umhverfissinnar" sem hafa hátt núna, ekki síst gengið hjá RÚV. Enda er samúðin í því meiri sem fjarlægðin frá Austfjörðum verður og því mest í Reykjavík.

Menn ættu að skoða hlutina í samhengi. Minnkandi fiskur í Lagarfljóti og veruleg aukning í fiskgengd í Jökulsá á Dal (Brú) og markverð uppbygging í henni og ræktun á laxi. Best hefði verið að hafa hlutina eins og þeir voru í Lagarfljóti fyrir virkjun og álver, en fáir hefðu þá orðið eftir til að njóta þess vegna fólksflótta á svæðinu, nema Reykvíkingar sem bera með sér nesti og nýja skó, kaupa litla sem enga þjónustu á svæðinu og versla allan sinn kost í Bónur.

Ég reyndi að fara yfir þetta með JIC í færslu hans fyrir nokkru, sem greinilega litlu skilaði. Ég læt því nægja að vísa þeim þangað sem áhuga hafa. http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/628677/

Benedikt V. Warén, 12.3.2013 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband