Mér finnst pappprikkka góð.

„Þetta eru að sjálfsögðu vörusvik og ekkert annað og á að meðhöndla sem slíkt. Ég velti því upp hvort að það ætti að herða viðurlög við slíku,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna um rannsókn Matvælastofnunar sem leiddi í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum innihéldu ekkert kjöt.

___________________

Einn uppáhalds frasi þjóðrembinga er að íslenski maturinn sé sá besti í heimi og allar tolla og verðhindranir séu réttlætanlegar til að koma í veg fyrir að þjóðin verði óhollnustu frá útlöndum að bráð.

Þeir taka það líka fram að það verði að leggja allt í sölurnar til að verja íslenska gæðaframleiðslu í matvælum því engin þjóð í heiminum og síst í ESB komast með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í framleiðslu gæðamatvæla.

Það hefur því líklega orðið nokkuð áfall að heyra að ekkert af þeim matvælum sem Matvælastofnun kannaði stóðst kröfur og sumt var hreinlega svo langt frá auglýstu innhaldi að fáránlegt verður að telja.

Íslenski kúr formanns Framsóknarflokksins, sem að vísu virðist hafa klikkað eins og flest kosningaloforð Framsóknarflokksins í gegnum árin, og pappppprikkkan hans Guðna fengu alveg nýja stöðu í umræðunni.

Niðurstaða þessa sýnir okkur hversu barnalegir og bláeygir sumir eru þegar þeir hefja íslenska framleiðslu upp til skýjanna í sókn sinni fyrir þjóðrembuna einstöku.


mbl.is „Vörusvik og ekkert annað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón, voru ekki 2 eða 3 fréttir um að akkúrat hið sama hafi gerst erlendis og að erlendir matvælaframleiðendur hafi verið að selja nautakjöt sem var svo ekki nautakjöt?

Grasið er ekkert grænna hinum meginn.    

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband